Kjarninn - 13.03.2014, Page 30

Kjarninn - 13.03.2014, Page 30
05/05 HeiLbrigðiSMáL rennir stoðum undir áhyggjur Ríkharðs af byggingariðnaðinum á Íslandi. Þá hafa ýmsir til þess bærir umsagnaraðilar tekið í sama streng. Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögunnar, segir málið brýnt og þverpólitískur stuðningur ríki um hana. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að starfs- hópur verði skipaður þegar þingið hafi afgreitt málið. Honum verði gert að skila niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. júlí 2014, sem sé skammur tími og undirstriki mikilvægi málsins. Höskuldur segir skort á umræðu um alvarleika myglu- sveppa í samfélaginu hafa valdið því að Alþingi hafi ekki tekið málið fastari tökum fyrr. Hann segir umræðuna hafa farið af stað árið 2012 eftir að alvarlegt mál kom upp á Austurlandi, og telur að núgildandi byggingareglugerð verði endurskoðuð eftir að umræddur starfshópur skilar niður- stöðum sínum. Hann segir Íslendinga vera eftirbáta annarra þjóða í lögum og reglum tengdum myglu og raka og vonar að Alþingi afgreiði málið hratt og ráðuneytið bregðist strax við. „Þetta er stórt og mikið mál sem þarf að kafa mjög djúpt ofan í,“ segir Höskuldur. rafmagnslögn tekin út fyrir einangrun Núgildandi byggingarlöggjöf er ekki nógu skýr varðandi ákvæði tengd raka og myglu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.