Innsýn - 01.12.1986, Side 2
*
FRÁ RITSTJÓRNINNI
-7T
Árstíð skammdegisins
hefur runnið upp á ný.
Dagarnir verða styttri og
styttri og hinir löngu,
oft drungalegu vetrar-
mánuðir liggja framundan.
Þetta minnir okkur á hve
nauðsynlegt ljósið er til
þess að viðhalda lífinu.
Hyrkrið virkar frá-
hrindandi, og dregur úr
okkur lífsþróttinn. En
við vitum að hin myrkasta
stund næturinnar er rétt
fyrir dögun. Hátíð
Ijóssins, jólin, gengur í
garð, til að eyða myrkrinu
um stund og minna okkur á
að senn taka dagar að
lengjast, senn tekur sól
að hækka, sem er fyrsti
vísir þess kraftaverks sem
mun brjótast fram og
opinberast með vori er
lífið endurfæðist á nýjan
leik eins og skainmdegi og
vetrarfjötrar hafi aldrei
verið til.
En jólin minna einnig
á að ekki einungis
náttúrunni, heldur
mannverunni sjálfri
stendur vorið til boða.
Hinn djúpi boðskapur
jólanna er að með komu
Krists, sonar Guðs til
þessarar jarðar, lífs hans
og dauða, var fræi vorsins
sáð í hjörtu hvers og
eins, og það getur
þroskast og brotist fram í
sannri lífsendurfæðingu
vorsins við rétt skilyrði.
David Harshall segir
þetta: "Tii eru sannanir
fyrir því aö fólk sem
þekkir ekki til endur-
2
fæðingar þrái að taka þátt
í þessari reynslu.
Sjálfsmorð lýsir á mjög
áhrifamikinn hátt örvænt-
ingu þeirra sem gengið
hafa öngstræti lífsins. En
tölfræðilegar upplýsingar
segja ekkert um alla þá
sem halda áfram að borða,
anda og sýna með sér
lífsmark án þess að lifa
raunverulega - fólk sem er
dáið á meðan það er enn á
lífi. Hið ófrjóa,
tilgangslausa líf hrópar á
endurfæðingu. Þetta fólk
leitar hamingjunnar á
öllum röngu stöðunum og
það skapar sér guði úr
öllu því sem gæti verið
líklegt til þess að svala
skemmtanafíkn þess. Sem
tilfinningalegir rónar
ráfar það áfram að næstu
nýjung þegar hin síðasta
er farin að gefa sig og er
oröin leiðigjörn. Eðlilega
á þetta ekki við um alla
sem ekki hafa fæðst á ný,
en þessi mynd á við um
ótal einstaklinga hvers
líf og hegðun kemur upp um
þá og segir: ÉG þrái annað
líf, ég er þreytt(ur) á
þessu gamla lífi.
Eðlileg skeið lífsins
eru fæðing, barnsaldur,
unglingsár, fullorðinsár
og dauði. En dauðinn er
ekki endi lífsins fyrir
þann sem er fæddur á ný.
Þessi skeið lífsins eru
heldur ekki allt það sem
lífið hefur upp á að bjóða
þeim sem er endurfæddur.
Vor endurfæðingar, geta
átt sér stað á hvaða
árstíma sem er!"
Þetta er hinn sanni
boðskapur jólanna sem
Innsýn óskar að nái til
þín kæri lesandi þessi
jól. Hætti verk Guðs
verða raunveruleiki í
hjarta þínu.
Innsýn er helgað þessu
hlutverki að hvetja ungt
fólk safnaðarins og
þjóðfélagsins í heild til
þess að uppgötva hið sanna
líf. Það líf sem hefur
gildi og tilgang.
Við munum taka upp þá
nýbreytni á komandi ári að
verja einni eða tveimur
síðum blaðsins til að
birta spurningar frá
ykkur, kæru lesendur, sem
ritstjórnin mun leitast
við að svara eftir fremsta
megni. Þannig munum við
reyna að komast í nánara
sainband við lesendur og
þannig einnig þjóna ykkur
á raunhæfari hátt. En við
þurfum á viðbrögðum frá
ykkur að halda til þess að
þetta takist!
Innsýn þakkar auð-
sýndan hlýhug í garð
blaösins á liðnu ári í
formi gjafa og á annan
hátt. Innsýn þakkar
einnig þeim sem hafa
auðgað blaðið með ýmsu
efni með ósk um áfram-
haldandi gott samstarf á
komandi ári og býður öllum
lesendum sínum gleðilegra
jóla góðs og blessaðs
komandi árs. *
Eric Guðmundsson.