Innsýn - 01.12.1986, Page 3
OG ENGLARNIR SUNGU
Allur heimurinn var hnepptur í óvissu þessa nótt. En fyrir Guði var
engin óvissa. Hann vissi hvað var raunverulegt. Á meðan að þegnar ísraels
mögluðu og kvörtuðu yfir því að þurfa að ferðast svo langa leið til þess
eins að skrá sig fyrir enn einn rómverskan skatt, fögnuðu þegnar himins
yfir gjöf Guðs, syni sínum, til mannanna. Meðan fólkið gretti sig og
sligaðist undan ánauð Rómverja, var allur himinninn upptekinn í gleðisöng
yfir fæðingu Frelsarans. Meðan leiðtogar ísraels grétu yfir hinni fyrri
dýrð þjóðar sinnar, sem nú var horfin, sungu englar himinsins "Dýrð sé Guði
í upphæðum!" Getur þú ímyndað þér senuna á himnum?
Allir englarnir voru
spenntir. Þeir söfnuðust
umhverfis Gabríel, og
hvöttu hann áfram með
höndum og orðum.
"Áfram með þig
Gabríel.. Spurðu hann.
Farðu inn til hans og
spurðu. Gerðu það."
Gabríel hikar enn við,
óviss. Hann spyr, "Eruð
þið viss um að ég ætti að
spyrja?"
"Ó, já, já. Spurðu
hann. Farðu til hans.!"
Svo Gabríel lætur
undan og fer inn til
Föðurins. Þvílíkur
dýrðarsalur það er! Hann
hefur aldrei látið af
undrun sinni yfir þessari
dýrð. (Og Oesús í fjár-
húsi!)
Gabríel stendur frammi
fyrir Konungi alheimsins,
rennur til fótunum,
taugaóstyrkur bærir hann
vængina fram og aftur.
Drottinn alsherjar snýr
hlýjum augum sínum til
Gabríels.
"Oá, Gabríel, hvað er
það? "Hann veit þegar, en
Innsýn ó.tbl. 198ó
3