Innsýn - 01.12.1986, Síða 8

Innsýn - 01.12.1986, Síða 8
heitum hverum, eldgígum og goshverum, með þverhníptum skóglausum fjöllum og flatlendi þakið hrauni. Miðsumarsnæturnar eru alltaf bjartar og vetrar- næturnar eru langar. Hinir mildu geislar miðnætur- sólar sumarsins gefa íslenska landslaginu töfrandi svip, og hinar löngu vetrarnætur eru oft lýstar upp með hrífandi og dularfuLlum norðurljósum. Ég naut þeirra forréttinda nú fyrir skömmu að heimsækja Sjöunda Daqs Aðvent- söfnuðinn á Islandi ásamt F.A. Tarr, formanni Norður-Evrópu deildar- innar, til að taka þátt í aðalfundinum í Reykjavík og einnig til þess að vera viðstaddur hátíðlega setningarathöfn nýs framhaldsskóla, sem er um það bil 50 km. frá höfuðborginni. Það var mjög ánægju- legt að hitta aðvent- söfnuðinn í hinni aðlað- andi og rúmgóðu kirkju okkar í Reykjavík, sem skipar 120 safnaðar- meðlimi. Við fréttum að Sjöunda Dags Aðventistar væri annar stærsti sértrúarsöfnuðurinn á eyjunni, hvíldardags- skólameðlimir eru um 420 og safnaðarmeðlimir um 360. Við höfum 6 kirkjur, 2 safnaðarskóla og 1 framhaldsskóla. Þetta er vissulega sambærilegt við önnur samtök okkar af svipaðri stærð, hvar sem er í heiminum. Séra 0. Guðmundsson, safnaðarformaðurinn er einlægur og trúrækinn maður sem fólkið treystir vel. Til 0.3. Olsen er litið sem föður starfs okkar á ísiandi, og hann miðlar kærleika og aðstoð til flokksins sem hann hefur gætt í meira en þrjátíu ár. Boðskapur þriðja engilsins kom fyrst að ströndum landsins árið 1886. Við eigum góðan æskuhóp á íslandi. Ellefu ungmenni sóttu ungmenna- mótið í París síðasta sumar. Fimm ungmenni á eyjunni hafa nýlega tekið við aðventboðskapnum gegnum Biblíubréfaskólann. 21 árs ungur hæfileika- ríkur maður hefur nýlokið námi við kennaraskólann í Reykjavík og starfar nú sem kennari við nýja skólann okkar. Annar ungur maður er í fram- haldsnámi á Newbold College á Englandi þetta ár. Eins og ég sagði áðan þá var það okkur for- réttindi að fá.að vera á opnunarhátíð íslenska skólans okkar, sem er staðsettur í grasi gróinni hlíð til móts við hafið. Skólinn er falleg, vel byggð bygging og getur rúmað allt að 50 nemendur. Fyrst þegar ég leit skólann fylltist ég einmanakennd, en sú tilfinning hvarf fljót- lega. Hið víðáttumikla opna skógarlausa svaeði allt í kring, hafið í fjarska, hraunbreiðurnar í hlíðunum og fjöllunum ásamt hinu tæra og ferska lofti gagntók mig og ég fann að hér var staður sem Guð myndi vera nærri og þar sem mörg íslensk ungmenni myndu hlýða á fagnaðarerindið og taka kallinu um þjónustu. íbúatala íslands er um 140.000 og landið hefur verið byggt í meira en þúsund ár. Víkingar frá Skandinavíu komu fyrstir hingað, og því er haldið fram að íbúarnir hér tali elsta og hreinasta málið af skandínavíubúum. Fólkið er greint, kurteist og friðelskandi, og hefur tilhneigingu til að vera örlítið feimnari en evrópskir nágrannar þeirra. ísland er lýðveldi og hefur eigin háskóla og verslunarskóla. Þetta fólk öfundar engan og er nátengt sinni litlu eyju með þeirri einangrun sem hún veitir frá ^hyggjum og erjum annarra og stærri landa. Sumir áhugaverðir amlir siðir tíðkast enn á slandi. Td. breytir kona ekki eftirnafni sínu við giftingu. Flest eftirnöfn enda á -son eða -dóttir. Ef skírnarnafn föður er Guðmundur, þá verður eftirnafn sonarins Guðmundsson og eftirnafn dótturinnar Guðmunds- dóttir, og hún heldur þessu nafni einnig eftir giftingu. Samt sem áður eru allir kallaðir eftir skírnarnafni. Safnaðar- formaðurinn heitir Júlíus Guðmundsson, en bæði ungir sem aldnir kalla hann 3úlíus. Á hverju heiðskíru kvöldi, meðan á heimsókn okkar stóð, vorum við heiðraðir með stórbrotinni sýningu norðurljósanna. Hvorki séra Tarr né ég höfðum séð þau fyrr. Með mikilli hrifningu horfðum við á þessa dularfullu ljósgeisla þeysa um himinhvolfið, litirnir margvíslegir, hlykkjandi og bylgjandi í nýstárlegar myndir, og stundum hangandi niður úr geimnum eins og yndisfagurlituð gluggatjöld. Séra Tarr gat aðeins verið um kyrrt á eyjunni yfir Aðalfundinn og 8

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.