Innsýn - 01.12.1986, Qupperneq 9
setningu skólans. Hann
hefði gjarnan viljað
heimsækja fólkið á litlu
eyjunni Vestmannaeyjar,
rétt undan suðurströnd
landsins, en honum var
sagt að ef hann færi
þangað, gæti hann átt á
hættu að komast ekki til
baka í tíma til að ná
vélinni til Ameríku, vegna
þess að stormviðri gerðu
oft ókleyft fyrir vélar
til eyjarinnar að lenda.
Eyjan er svo lítil að
flugbrautin liggur aðeins
í eina átt. Ef vindar
blása úr öðrum en tveimur
áttum, geta flugvélarnar
ekki lent. Svo séra Tarr
tók ekki áhættuna, en ég
gat farið.
Við höfðum mikið heyrt
talað um hinn hjartahlýja
söfnuð, sem taldi sjötíu
meðlimi, þar af þrjátíu
ungmenni og börn, á
þessari sjómannaeyju.
Séra Súlíus og ég höfðum
ráðgert að eyða þremur
dögum með þessu fólki.
Við lentum heilu og
höldnu, en eins og svo oft
gerðist, þá kom stormur,
vindurinn blés úr rangri
átt, og við vorum tepptir
þarna í viku! Ég missti
af vélinni til Englands,
en fólkinu virtist standa
á sama, og unga fólkið var
yfir sig hrifið. Ég held
jafnvel að þau hafi næstum
beðið um þennan storm!
Drottinn blessaði
samverustundir okkar með
þessum auðmjúku og einlægu
eyjaskeggjum. Kvöld eftir
kvöld söfnuðumst við saman
í kirkjunni og nutum
upplífgandi stunda saman.
Meira að segja eftir að
samkomunum lauk þá voru
margir, sérstaklega unga
fólkið, tregt til að fara
heim. Svo við færðum
okkur inn í eina bekkjar-
stofuna þar sem við
kenndum þeim sálma og
töluðum um verkefni
æskulýðsins um allan heim.
Eitt kvöldið hættum við
ekki fyrr en klukkan
hálfeitt.
Unga fólkið okkar
þarna á norðurslóðum
helgar sig sínum söfnuði
og er mjög virkt og
athafnasamt. Síðasta ár
tóku ellefu "Master
Guides" við heiðursmerkjum
sínum í þessari kirkju í
Vestmannaeyjum, og þessi
sömu ungmenni héldu
opinberar samkomur á
hverju sunnudagskvöldi í
Séra Páll leit yfir
hópinn með hlýlegu
augnaráði. Honum þótti
vænt um þessa unglinga og
óskaði af heilum hug að
hann gæti leitt þá inn á
rétta braut. Hvernig gæti
hann látið þau skilja
hversu áríðandi það væri,
að þau vönduðu val sitt á
vinum og kunningjum?
Séra Páll var lág-
vaxinn en frekar holdugur.
Hann brosti og kallaði
eina stúlkuna til sín.
Hann tók stólinn sinn og
færði hann fram fyrir
bekkjaraðirnar og stóð
uppi á honum. Svo rétti
hann stúlkunni hönd sína
og bað hana að reyna að
toga sig niður af stólnum.
Fyrst var hún feimin og
þorði ekki, en þar sem
séra Páll hvatti hana
vingjarnlega, tók hún í
hönd hans og togaði. Séra
kirkjunni.
Það var vissulega
upplifun og forréttindi að
mega heimsækja trúsystkini
okkar á íslandi og að sjá
árangurinn af boðskap
þriðja engilsins á þessari
fjarlægu eyju. Unga fólkið
okkar hér, sendir bestu
kveðjur til meðbræðra
sinna um allan heim. Hin
litla eyja í norðri mun
vissulega vera meðal
þeirra sem fagna komu
Drottins þegar sá dagur
kemur. *
Alfa Lind
Páll reyndi að standa fast
en varð fljótlega að láta
undan og undir fagnaðar-
látum unglinganna skröngl-
aðist hann niður. Hann
þurrkaði svitann af enni
sér með vasaklútnum sínum.
og horfði um stund yfir
salinn. Svo bað hann
stúlkuna um að fara upp á
stólinn. Hann rétti henni
aftur hönd sína og sagði
svo við hana: "Nú skalt þú
draga mig upp á stólinn
til þín". Stúlkan roðnaði
og hristi höfuðið.
Hlæjandi og vandræðalega
sagði hún: "En það get ég
ekki!"
Séra Páll varð nú
alvarlegur og það sló þögn
á hópinn. Svo sagði hann
hægt . og með áherslu:
"Munið það, kæru ungu
vinir, að það er mun
auðveldara að draga niður
á við en upp til sín."
Sigríður Nílsen
ÞYNGDARLÖGMÁLIÐ
Innsýn ó.tbl. 1986
9