Innsýn - 01.12.1986, Page 16
AÐFANGADAGSKVÖLD
Fyrir 18 árum voru
geimfararnir Frank
Bormann, 3ames Lorell og
William Anders 380.800 km
að heiman á braut um-
hverfis tunglið. Og það
var aðfangadagskvöld.
Þeir voru fyrstir
jarðarbúa til að kanna
hinn ókannaða geim í eigin
persónu. Geimrannsókna-
stofnunin hafði áformað
útvarpsávarp frá þeim til
okkar -jólakveðja utan úr
geimnum. Hvert mundi efni
kveðjunnar verða?
Rannsóknarstofnunin hafði
lagt þá ákvörðun algjör-
lega í hendur geimfaranna.
Borman hafði skrifað
niður nokkra punkta um "
frið á jörðu". En hvernig
gat sá boðskapur fallið í
góðan jarðveg þar sem
Bandaríkjamenn voru
harðlega gagnrýndir á þeim
tíma fyrir aðild sína að
Víetnam stríðinu?
Borman óskaði eftir
einhverjum almennum
boðskap - eitthvað sem
allir jarðarbúar gætu
sameinast um. 3óla-
boðskapur til kristinna
manna næði ekki til
ótalinna milljóna Kín-
verja, Indverja, Múhameðs-
trúarmanna. Geimfararnir
fundu fyrir einingu
plánetu sinnar og vildu
koma þessari tilfinningu
til skila hjá íbúum
jarðar. Hin einmana jörð ,
svífandi í myrkum ógn-
vekjandi tómleikanum,
þráði von. Þar voru ríkir
menn sem fátækir. Kaþólsk-
I
GEIMNUM
Eftir Paul Harvey
ir og mótmælendur,
gyðingar og múhameðs-
trúarmenn. Shintotrúar-
menn, Búddatrúarmenn..
Skiptir milli austurs og
vesturs, umvafnir mismun-
andi kynslóðagömlum hefðum
og siðvenjum, oft í
andstöðu hver við annan.
Hvaða jólaboðskapur mundi
geta höfðað til slíks
sundurleits fjölda karla,
kvenna, ungra, gamalla,
heilbrigðra, sjúkra,
velnærðra, hungraðra?
Allir voru þeir reiðubúnir
við orðtækinu -bíðandi.
Dæmdu ekki orðaval
Bormans þar til þú hefur
sett þig í spor hans...
- Það er ekki hægt að
bjóða gleðileg jól þar sem
hvorugt er til staðar.
Það á ekki við að
bjóða hungruðum gleðilega
hátíð.
- Það er ekki hægt, án
hræsni, að ræða friðar-
viðleitni við menn sem
hafa verið sendir út í
stríð.
Samt sem áður má ekki
láta þetta tækifæri frá
sér fara án þess að koma
boðskap til skila sem
höfðar til alls mannkyns..
Og þá var það að
Bbrman ritaði á eldfastan
pappír geimfarsins þau orð
sem hann mundi tala til
okkar þetta aðfangadags-
kvöld fyrir 18 árum. Frá
Biblíunni, frá I.Mósebók,
þessi orð " í upphafi
skapaði Guð himin og
jörð."
Og við urðum sem eitt.
Lauslega þýtt úr These
Times, desember, 1982
Eric Guðmundsson *