Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1917, Blaðsíða 12

Hagtíðindi - 01.02.1917, Blaðsíða 12
8 HAGTÍÐINDI 1917 Eftir að lögin um fyrningu skulda frá 20 okt. 1905 gengu í gildi, fjölgaði mjög sáttamálum með ári hverju, og urðu þau ílest árið 1910, tæp 1200, enda var það síðasta árið áður en ýmsarkröf- ur, sem stofnaðar voru á undan fyrningarlögunum, fjellu úr gildi samkvæmt þeim. 1911 var málatalan einnig óvenjulega há, en hefur síðan verið nokkuð minni. Af málunum kom langflest fyrir í Reykjavík. Á árunum 1913 —15 hafa þar komið fyrir sáttanefnd alls 630 mál eða 42.6% af allri málstölunni á landinu á þessu tímabili. I3ar næst koma Barða- strandarsýsla og ísafjarðarsýsla, hvor með 113 mál eða 7.g% af málatölunni. En Strandasýsla er langlægst, því að þar hafa að eins 3 mál komið fyrir sáttanefnd á þessum þrem áruin. Um málin hefur farið þannig: Samtals 1913 1914 1915 1913-15 Sætt eöa niðurfallin 290 231 253 774 Frestað 2 2 — 4 Úrskurðuð 9 8 7 24 Vísað til dóms 274 193 213 680 Á tímabilinu hafa þannig 52.2% af málunum verið sælt eða þau fallið niður, en 45.9% verið vísað til dómstólanna og 1.g°/o hafa verið úrskurðuð samkvæmt lögum nr. 32, 11. júlí 1911 um úrskurð- arvald sáttanefnda. Af þeim 24 málum, sem þannig hafa verið úr- skurðuð, hafa aðeins 2 verið úrskurðuð utan Reykjavíkur, en hin öll í Reykjavík. Af málum þeim, sem vísað er til dóms frá sáttanefndum, geng- ur þó ekki nema hjerumbil helmingurinn til dómstólanna. Árið 1913 var 168 málum stefnt í dóm, árið 1914 93 og árið 1915 líka 93. Þessi þrjú ár liefur því alls verið stefnt i dóm 354 málum eða 52.í% af þeim málum, sem vísað hefur verið til dóms frá sáttanefndum. Lax- og silungsveiði 1915. Samkvæmt hlunnindaskýrslum hreppstjóranna veiddust nál. 12 000 laxar árið 1915. Er það heldur minna en árið á undan, er veiðin var 12 700. Aftur á móti hefur silurtgsueiði verið með langmesta móti, eða alls 445 þús. silungar, þar sem árið áður veiddust að eins 300 þús. Að vísu er í veiðinni mikið af murtu úr þingvallavatni, sem veiðst hefur óvenjulega mikið þetta ár (152 þús., en 70 þús. árið áður). Prentsmiðjan Gutenbcrg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.