Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1917, Blaðsíða 10

Hagtíðindi - 01.02.1917, Blaðsíða 10
6 HAGTÍÐINDI 1917 Á hvert barn, sem í barnaskóla gekk, hefur kostnaðurinn að nieðaltali orðið kr. 40.92, í kaupstöðunum beldur meiri, kr. 43.24, en utan kaupstaðanna aftur ekki nema kr. 38.52. Tekjur skólanna eru lítt teljandi nema landssjóðsstyrkurinn og tillagið úr bæjar- eða hreppssjóði. Landssjóðsstyrkurinn er alls 30 þús. kr. á ári (10 þús. til kaupstaðaskóla, og 20 þús. til annara), en tillagið úr bæja- og hreppssjóðum var þetta ár rúm 102 þús. kr. (61 þús. til kaupstaðaskóla og 41 þús. til annara). Farskólar. í 149 fræðsluhjeruðum var haldið uppi farskólum, en í 18 fræðsluhjeruðum hefur engin farskólakensla fram farið. í helmingn- um af þessum farskólalausu fræðsluhjeruðum (9), hefur þó kennari haft eftirlit með heimafræðslunni, en í 6 fræðsluhjeruðum hefur eng- in opinber barnafræðsla átt sjer stað. Úr 3 fræðsluhjeruðum hefur engin skýrsla fengist þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir og mun mega gera ráð fyrir, að í þeim hafi heldur engin opinber barnakensla átt sjer stað. — í 6 fræðsluhjeruðum, sem haldið hafa uppi farskóla- kenslu hefur einnig verið eftirlit með heimafræðslu, þar sem far- skólakenslan náði ekki til. í öllum farskólum á landinu nutu alls kenslu 3 362 börn, þar af 1 786 piltar og 1 576 stúlkur. Af börnunum voru 123 yngri en 10 ára, 39 eldri en 14 ára, en bin á aldrinum 10—14 ára. Eftir lengd námstímans skiftast börnin þannig: 135 nutu kenslu skemur en 4 vikur 588 — — 4— 7 vikur 1951 — - 8-11 — 445 — — 12—15 — 111 — — 16—19 — 29 — — 20-23 — 44 — — 24—27 —, en um námstíma 59 barna vantar upplýsingar. Auk farskólakenslunnar hefur farið fram eftirlit með heima- fræðslu 327 barna, sem ekki nutu farkenslu. Barnapróf hafa alls tekið í fræðsluhjeruðunum 4 297 börn, þar af 3 228 árspróf og 1 069 fullnaðarpróf. Sýnir þessi tala, að mjög mörg börn hafa ekki notið neinnar opinberrar fræðslu, heldur aðeins heimafræðslu. Farskólakennarar hafa alls verið 202, þar af 150 karlar og 52 konur. Af þeim hafa 145 fengið 6 kr. um vikuna auk fæðis, 7 kr. hafa 16 fengið, 8 kr. 10, en þar yfir 20, 2 hafa fengið minna en 6 kr., 1 hefur ekkert kaup fengið og um 8 er óupplýst.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.