Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 5

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 5
1917 IIAGTÍÐINDI 13 ur samdi áður yíililsskýrslu fyrir silt prestakall, prófastur síðan yfir- litsskýrslu fyrir prófastsdæmið eftir prestaskýrslunum, og biskup loks yfirlitsskýrslu fyrir alt landið eftir prófastaskýrslunum, þá útfylla prestar nú sjerstakt skýrslueyðublað um hverja hjónavígslu, fæðingu og mannslát (útskrift úr kirkjubókunum með Iítilsháltar viðaukum). Eru þær skýrslur sendar síðan beint til hagstofunnar eftir lok hvers ársfjórðungs, og vinnur hún úr þeim að öllu leyti, en yfirlitsskýrsl- ur presta, prófasta og biskups falla alveg niður. Auðvitað eykur þetta töluvert störf hagstofunnar, en við þelta á aftur á móti að vinn- ast það, að skýrslurnar geti orðið áreiðanlegri, þegar unnið er úr þeim á einum stað, heldur en þegar það er gerl á 1—200 stöðum út um all land, því að það er hætt við, að ýmsar villur slæðist þá inn sumstaðar, sem ómögulegt er að leiðrjelta á eftir, þegar kirkju- bækurnar eru ekki við hendina. Ennfremur er von til þess, að með þessu lagi muni ef til vill mega fá nokkru fyllri upplýsingar um sum atriði heldur en liingað til hefur verið unt, og loks ælti það líka að geta orðið lil þess, að unt verði framvegis að birla nokkru fyr en hingað til tölu hjónavigslna, fæðinga og mannslála á ári hverju. Eftirfarandi bráðabirgðayfirlil fyrir árið 1916 birlist þannig rúmlega hálfu ári fyr heldur en samskonar yfirlit fyrir næsta ár á undan. Hjónavigslur. Arið 1916 fóru frain 574 hjónavigslur. Er það nokkru færra heldur en árið á undan, er hjónavígslur töldust 604, en töluverl meira en árin þar á undan, er giftingar voru nálægt 500 á ári. Árið 1916 kom á livert þúsund landsmanna 6.4 hjónavigslur, en 6.s árið 1915, 5.6 árið 1914, 5.7 árið 1913 og 1912 og 6.o árið 1911. Síðast- liðin 10 ár (1906—15) komu að ineðaltali á ári 5.9 hjónavígslur á þúsund manns, en 6.4 í næslu 10 árin á undan (1896—1905), 7.2árin 1886—95 og 6.7 árin 1876—85. Hjónavígslum hefur þannig farið held- ur fækkandi á síðari árum, en 2 síðustu árin hafa þær þó.verið með meira móli, þrátt fyrir styrjöld og dýrtið. Fæðingar. Árið 1916 fæddust hjer á landi 2 329 lifandi börn, þar af 1 242 sveinar og 1 087 meyjar. Er það læpu 100 færra heldur en árið á undan, en sama tala að heita má eins og árið 1914. Þegar tekið er tillit til mannfjöldans, eru fæðingarnar 1916 tiltölulega töluverl færri heldur en bæði 1914 og 1915. Á hvert 1000 manns komu 25.s lif- andi fædd börn árið 1916, en 27.4 árið 1915 og 26.5 árið 1914. Á árunum 1906—15 komu að meðaltali 26.s lifandi fædd börn á hvert

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.