Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 6
14 HAGTÍÐIN'DI 1917 þúsund landsbúa, 28.9 á árnnum 1896 —1905, 31.o á árunum 1886 — 95 og 31.i á árunum 1876—85. Tölur þessar sýna, að fæðing um hefur töluvert farið fækkandi á síðastliðnum 40 árum. Andvana fædd börn voru 83 árið 1916 og er það álíka og árið á undan. Manndauði. Árið 1916 dóu hjer á landi samkvæmt skýrslum presta 1 285 manns (669 karlar og 616 konur). Er það minni manndauði heldur en næstu 2 árin á undan, en tillölulega heldur meiri heldur en árin 1911—13. Árið 1916 dóu 14.3 manns af hverju þúsundi, en 15.4 árið 1915 og 16.2 árið 1914. Aftur á móti dóu aðeins 12.i af þúsundi ár- ið 1913 og hefur manndauði hjer á landi verið minstur það ár, en árin 1911 og 1912 dóu 13.s af þús. Annars hefur manndauði yíir- leitt minkað mjög mikið á síðari árum. Árin 1906—15 dóu að með- allali á ári 15.2 af liverju þúsundi, en 17.í árin 1896—1905, 19.5 ár- in 1886—95 og 24.5 árin 1876—85. Minkun manndauðans liefur fyllilega vegið upp á móti fækkun fæðinganna, svo að mismunurinn á tölu fæddra og dáinna hefur ekki minkað, og mannfjölgunin af þeim ástæðum því getað haldist í líku horfi. Hin eðlilega mann- fjölgun (eða mismunurinn á tölu fæddra og dáinna) var 1 l.s af hverju þúsundi manna árið 1916, og er það líkt og meðallal 10 áranna næstu á undan (1906 — 15). Þá var hún 11.6, enll.nárin 1896—1905, 11.5 árin 1886—95 og ekki nema 6.8 árin 1876—85. Mest hefur hún verið 13.3 árið 1913. Sakamál og lögreglumál 1913—1915. Sakamál. Á árunum 1913—15 hafa verið ákærðir fyrir brot á hegning- arlögunum: Áriö 1913 — 1914 — 1915 Karlar 20 15 16 Konur 4 2 1 Samtals 24 17 17 Samtals árin 1913—15 51 7 58 — — 1910—12 73 9 82 — - 1907-09 73 9 82 — 1904—06 65 8 72 Hjer eru ekki taldir þeir, sem orðið hafa fyrir sakamálsrann- sókn, ef rannsóknin hefur ekki leitt til málshöfðunar, heldur aðeins þeir, sem sakamál liefur verið höfðað á móti.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.