Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 8

Hagtíðindi - 01.05.1917, Blaðsíða 8
16 II A G T í Ð I N D I 1917 Mál þessi hafa verið töluvert færri tvö seinni tímabilin, heldur en tvö fyrri tímabilin. Einkum gildir það um árin 1909—14, og er árið 1914 þeirra Iægst. Aftur á móti hefur þessum málum fjölgað mjög mikið árið 1915, og er ekki ólíklegl, að það stafi einkum af því, að það ár fengu lögin um aðflutningsbann á áfengi fult gildi, þannig að öll áfengissala var bönnuð frá ársbyrjun 1915. Aukningin í málafjöldanum 1915 kemur öll á Reykjavík. Þar voru ákærðir fyr- ir lögreglubrot 79 manns árið 1913, 63 árið 1914, en 192 árið 1915. Er það 36°/o af öllum málafjöldanum á landinu árið 1913, 40°/o ár- ið 1914, 68°/'o árið 1915. Utan Reykjavíkur eru mál þessi flest í Eyja- fjarðarsýslu og Akureyri (15°/o af málunum 1913—15) og í Vest- mannaeyjum (10%), en í flestum sýslum landsins er mjög lílið um þau. í Þingeyjarsýslu hefur jafnvel ekkert slíkt mál komið fyrir síð- an árið 1904. í Strandasýslu hefur aðeins komið fyrir eitt slíkt mál á árunum 1913 — 15. Um málin hefur farið svo sem lijer segir: 1913 1914 1915 Samlals 1913-15 Óútkljáð eða niðurfallin ... 31 25 36 92 Úrskurðuð . 132 119 245 496 Dæmd 54 15 3 72 • Mestur hluti málanna liefur þannig verið úlkljáður með úr- skurði samkvæmt löguin 3. okt. 1891. Af þeim, senr dæmdir liafa verið, liafa 3 verið sýknaðir, en liinir allir verið dæmdir í fjesektir. Tala einkalögreqlmnála hefur verið þessi: Arið 1913....................... 22 mál — 1914....................... 25 — — 1915....................... 19 — Samtals árin 1913—15............ 66 mál — — 1910—12........... 42 — — — 1907—09 .......... 71 — — — 1904—06 .......... 60 — Mál þessi eru einkurn bjúamál og barnsfaðernismál. Hefur þeim lyktað sem hjer segir: Samlals 1913 1914 1915 1913-15 Sætt......................... 8 9 11 28 Frestað...................... 1 2 3 6 Niðurfallin.................. 6 5 2 13 Dæmd......................... 7 9 3 19 Það er því ekki nema í tæplega þriðjungi þessara rnála, sem dómur er uppkveðinn. Prentsmiðjan Gutenbcrg. 4

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.