Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 12

Hagtíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 12
8 H A G T i fi 18 D1 1918 Lax og silungsveiði árið 1916. Samkvæmt hlunnindaskýrslum veiddust 10 700 laxar árið 1916, Er það heldur minna heldur en árið á undan, er veiðin var 12 000. Aftur á móti var silungsveidi árið 1916 alls 448 þús. silungar, og er það að tölunni til líkt og árið áður, er veiðin var 445 þús. En i rauninni inun veiðin hafa verið töluvert rýrari, því að í henni er talin murta úr Þingvallavatni, og hún hefur veiðst óvenjulega mikið þelta ár (172 þús., en 152 þús. árið á undan). Selveiði árið 1916. Samkvæmt hlunnindaskýrslum hreppstjóranna hafa árið 1916 veiðst 489 fullorðnir selir og 5 675 kópar. Er það minna heldur en meðalveiði undanfarandi ára. Árið 1915 veiddust 838 fullorðnir selir og 5 324 kópar. Árið 1916 var farið að gera út selveiðaskip til þess að veiða seli norður í höfum. Voru tvö skip gerð út til þess þá um vorið, gufuskipið »Kópur« frá Tálknafirði og mótorskipið »Óðinn« frá Seyðisfirði. Stundaði »Kópur« veiðina í þrjá mánuði (apríl, maí og júní). Veiddi hann 2 010 fullorðna seli, 900 kópa og 2 birni. »Óð- inn« stundaði selveiðarnar einn mánuð (maí) og veiddi um 300 seli og 1 ísbjörn. Aukakosning til alþingis 1917. 18. ágúst 1917 fór fram aukakosning til alþingis í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Kjósendur á kjörskrá voru 1 159. Þar af greiddu 825 atkvæði eða 72°/o. Kosningahlultaka karla var þó nokkru meiri, 78%, en kvenna nokkru minni 61 °/o. 66 kjósendur eða um 8°/o af þeim kjósendum, sein atkvæði greiddu, greiddu atkvæði brjeflega fyrir kjör- fund. Mestur hlutinn (50) af þessuin kjósendum voru úr Hóls- og Eyrarhreppum. I líiutíöindi koma út að minsta kosti C sinnum á ári og kostn 1 krónu nrganguriim, en nskrifendur að Hngskýrslum íslnuds fá Hngtiðindi fyrir ö0 aurn um árið, eða bæði Ifng- sliýrslur og Hagtiðindl fyrir 2 krónur og 5u nura um árið. 1‘rir sem óska nð gerast áskrifcndui suúi sjcr til hngstofununr. Prentsmiðjan Gutenbcrg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.