Hagtíðindi - 01.01.1964, Síða 7
1964
HAGTÍÐINDI
3
framteljendur skattumdæmis, eru spjöld þess tekin til vélmeðferðar: Skattar og
önnur gjöld á einstaklingum eru reiknuð í vélum og þær látnar framleiða allar
nauðsynlegar skrár og önnur starfsgögn. Þess skal getið, að enn sem komið er eru
útsvör ekki reiknuð í vélum nema fyrir Reykjavík og nokkur önnur sveitarfélög,
en þinggjöld alls landsins eru frá og með álagningarárinu 1963 reiknuð í vélum
eins og fyrr greinir. — Síðar, þegar álagningarstörfum er lokið, fær Hagstofan
skattspjöld alls landsins til afnota og er unnið úr þeim í vélum samkvæmt fyrir-
ætlunum Hagstofunnar um birtingu og önnur afnot upplýsinga úr þeim.
í töflum þeim, nr. 1—5, sem hér koma á eftir, eru birtar helztu niðurstöður
þessarar skýrslugerðar. Eins og fram hefur komið tekur hún aðeins til einstaklinga,
ekki til félaga. I töflu 1, sem sýnir heildartekjur eftir kaupstöðum og sýslum, eru
bæði brúttótekjur og nettótekjur, en í öllum hinum töflunum eru aðeins brúttó-
tekjur. Með brúttótekjum er hér átt við tekjur samkvæmt III. kafla framtalsskýrslu
einstaklings án nokkurs frádráttar. í brúttótekjum eru þannig, auk launatekna í
peningum og hlunnindum, allar fram taldar og/eða áætlaðar tekjur: „hreinar
tekjur“ af atvinnurekstri, húsaleigutekjur af eigin íbúð og af útleigðu húsnæði,
skattskyldar vaxtatekjur, arður af hlutabréfum, hvers konar lífeyrir og bætur (þar
með fjölskyldubætur, en ekki barnalífeyrir og meðlög, sem eru eigi færð í III. kafla),
að jafnaði tekjur eiginkonu og að vissu marki tekjur barna (sjá síðar). Nettðtekjur
eru hins vegar tekjur samkvæmt III. kafla framtalsskýrslu að frádregnum leyfðum
heildarfrádrætti samkvæmt IV. kafla framtalsskýrslu. í frádrætti þessum er kostn-
aður við húseignir, vaxtagjöld, sum opinber gjöld, 50% af launatekjum konu,
sjómannafrádráttur, og ýmislegt fleira. Hins vegar er persónufrádráttur ekki meðal
þeirra liða, sem dragast frá brúttótekjum til þess að fram fáist nettótekjur. —
Það skal tekið fram, að samkvæmt töflu 1 voru á árinu 1962 nettótekjur í heild
82,1% af brúttótekjum í heild. Bilið milli brúttótekna í þeirri merkingu, scm hér
er notuð, og nettótekna hefur sífellt verið að breikka á undanförnum árum, bæði
af því að frádráttarréttur hefur verið aukinn með lögum og vegna þess að frá-
dráttarhæfur kostnaður við húsnæði o. fl. hefur farið vaxandi. — Rétt er að geta
þess, að neikvæðar nettótekjur (frádráttur meiri en brúttótekjur) hafa, í töflu 1,
ekki verið reiknaðar til frádráttar, heldur hefur þeim verið sleppt.
Samkvæmt framansögðu eiga hreinar tekjur af atvinnurekstri að vera inni-
faldar í brúttótekjum framteljenda, en frá þeirri reglu eru undantekningar, sem
gera það að verkum, að brúttótekjur sumxa starfsstétta samkvæmt töflum 2—5
eru ekki sambærilegar við tekjur annarra starfsstétta. Hér er um það að ræða,
að „hreinar tekjurlí af atvinnurekstri eru oftaldar í brúttótekjum framtalsskýrslu,
þar eð tilkostnaður, sem með réttu ætti að koma á rekstrarreikning viðkomandi
fyrirtækis, er ekki færður þar, heldur látinn koma til frádráttar í IV. kafla fram-
talsskýrslu. Brúttótekjur hænda eru af þessum sökum oftaldar í öllum töflunum,
þar eð vextir af skuldum vegna búsins, útgjöld vegna viðgerða og viðhalds útihúsa
og annarra landbúnaðarmannvirkja svo og afskriftir slíkra eigna eru svo að segja
undantekningalaust færðar til frádráttar á framtalsskýrslu, en ekki dregnar frá
tekjum af búi áður en þær eru færðar á framtalsskýrslu. Sama mun gilda um trygg-
ingaiðgjöld húsa og véla og slysatryggingaiðgjöld starfsfólks. Æskilegt hefði verið
að lagfæra framtöl bænda hvað þetta snertir, en á því var enginn kostur og þarf
m. a. að breyta landbúnaðar-framtalseyðublaðinu til þess að fá úr þessu bætt. —
Á hliðstæðan hátt eru brúttótekjur þeirra, sem gera út fiskiskip og nota framtals-
eyðublað skattyfirvalda til að telja fram tekjur og gjöld rekstrarins, oftaldar, en
aðeins sem svarar skuldavöxtum vegna útgerðarinnar. Útgerðarmenn, sem ekki
nota framtalseyðublað skattyfirvalda fyrir sjávarútveg, heldur láta í té sérstakt