Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 2

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 2
26 HAGTtÐINDI 1968 Vísitala framfærslukostnaðar í fcbrúarbyrjun 1968 var samkvæmt þessu 101,0 stig (janúar 1968 = 100). f janúarmánuði urðu verðhækkanir á fjölmörgum erlendum og innlendum vörum og á þjónustu, og stöfuðu þær flestar af gengislækkuninni í nóvember 1967. í matvöruflokknum urðu verðhækkanir, sem oliu rúmlega 0,2ja stiga vísitöluhækkun, og stöfuðu þær aðallega af hækkun á verði unninna kjötvara. Verðhækkanir í fatnaðarflokkunum 9llu 0,2ja stiga vísitöluhækkun, og í flokknum „heilsuvernd" 0,16 stiga hækkun (tannlæknataxtar). í flokknum „eigin bifreið" hækkaði verð á ýmsum rekstrarvörum til bifreiða, og hækkaði vísi- talan um 0,2 stig af þeim sökum. Nýr gundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík. í janúarbyrjun s.l. tók gildi nýr grundvöllur vísitölu framfærslukostnaðar. Framfærsluvísitala eftir þeim grundvelli, sem gilt hafði frá 1. marz 1959, var þá reiknuð í síðasta sinn. Um þann grund- völl er greinargerð í aprílblaði Hagtiðinda 1959. — í 2. gr. laga nr. 70 29. nóvember 1967, um verð- lagsuppbót á laun og um vísitölu framfærslukostnaðar, segir svo: „Kauplagsnefnd skal reikna vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík samkvæmt niður- stöðum rannsóknar, sem gerð hefur verið á neyzlu launþega i Reykjavík 1964 og 1965. Grunn- tala þessarar nýju vísitölu skal miðuð við verðlag í byrjun janúar 1968, og síðan skal reikna hana fjórum sinnum á ári, miðað við byrjun mánaðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember, eftir grundvallarreglum, sem Kauplagsnefnd setur. Við þennan útreikning skal sleppa broti úr vísitölustigi, hálfu eða minna, en annars hækka í heilt stig. Nú óskar stjórn Alþýðusambands íslands eða stjórn Vinnuveitendasambands fslands eftir því, að vísitala framfærslukostnaðar verði reiknuð aukalega i öðrum mánuði en skylt er að reikna hana samkvæmt fyrri málsgr. þessarar greinar, og skal þá Kauplagsnefnd verða við þeirri ósk, enda sé hún borin fram með minnst tveggja vikna fyrirvara.“ Hinn nýi visitölugrundvöllur er þannig í meginatriðum byggður á niðurstöðum rannsóknar, scm gerð var á neyzlu launþega í Reykjavík 1964 og 1965. Við skipulagningu og framkvæmd þeirrar rannsóknar, sem hófst snemma árs 1965, var stuðzt við tilhögun hliðstæðra rannsókna á Norður- löndum, einkum þó við rannsókn dönsku hagstofunnar 1964. Rannsóknin tók til eftirfarandi laun- þegastétta í Reykjavík: Verkamanna, sjómanna, iðnaðarmanna, opinberra starfsmanna og verzl- unar- og skrifstofumanna í þjónustu einkaaðila. Auk þess var þátttaka í rannsókninni bundin við hjón með börn innan 16 ára aldurs eða barnlaus, og heimilisfaðir skyldi vera fæddur á árunum 1899—1940, þ.e. vera á aldrinum 25—66 ára 1965. Þátttakendur í neyzlurannsókninni voru fundnir á þann hátt, að tekið var í skýrsluvélum tilviljunarkennt úrtak 300 framteljenda á skattskrá Reykjavíkur 1964. Fullnægðu þeir öllum skilyrð- um þátttöku í rannsókninni. nema skilyrðinu um aldur barna. Úr þessum hópi hurfu allar fjölskyld- ur með börn eldri en 15 ára, svo og fjölskyldur, sem höfðu flutt burt úr Reykjavik eða misst heimilis- föður. Margir aðrir heltust úr lestinni, ekki vegna þess að þeir neituðu þátttöku, þótt þess væru nokkur dæmi, heldur t. d. vegna þess, að ættingjar bjuggu hjá fjölskyldunni eða leigjandi var i fæði hjá henni. Einnig hurfu menn úr fiópnum, ef í ljós kom við nánari athugun, að eiginmaður eða eiginkona rak sjálfstæða atvinnu. Ýmislegt fleira leiddi til þess, að ekki gat orðið um að ræða þátttöku í rannsókninni. Niðurstaðan varð sú, að af hinum 300 fjölskyldum í upphaflega úrtakinu tóku 103 þátt í rann- sókninni. í byrjun hafði verið gert ráð fyrir, að neyzluútgjöld 100 fjölskyldna kæmu til fullnaðar- úrvinnslu, en til þess þurftu þátttakendur að verða eitthvað fleiri en 100, svo að vanhöld yrðu ekki til þess, að talan færi niður fyrir hundrað. Þegar til kom, reyndust 100 af 103 skýrslum fullnothæfar til úrvinnslu. Þessir 100 þátttakendur skiptust þannig á starfsstéttir: 26 verkamenn, 3 sjómenn, 23 iðnaðarmenn, 30 opinbcrir starfsmenn og 18 verzlunarmenn og skrifstofumenn í þjónustu einka- aðila. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt atvinnumerkingu á skattskrám Reykjavíkur, Kópavogs og Scltjamarness 1965 skiptust kvæntir karlframteljendur 25—66 ára í þessum starfs- stéttum sem hér segir, í hundraðshlutum: Verkamenn 26,7, sjómenn 4,4, iðnaðarmenn 21,5, opin- berir starfsmenn 30,9 og verzlunar- og skrifstofumenn í þjónustu einkaaðila 16,5. Samkvæmt þessu kom hlutfallsleg skipting þátttakenda i neyzluathuguninni vel heim við raunverulega skiptingu kvæntra karla á þessar starfsstéttir. í nýja visitölugrundvellinum eru 3.98 einstaklingar, þ. e. 1.98 barn auk heimilisföður og heimilis- móður. Meðalaldur hans er 38.9 ár, en hennar 35.7 ár. I grundvellinum frá 1959 voru 4,22 einstakl- ingar. öflun upplýsinga frá þátttakcndum í neyzlurannsókninni var með tvennum hætti. Annars vegar voru þeir, í viðtölum, beðnir um að láta í té allnákvæmar upplýsingar um útgjöld sín á árinu 1964. Var þar um að ræða húsnæðiskostnaö og öll önnur neyzluútgjöld, nema útgjöld til kaupa á matvörum og óáfengum drykkjarvörum. Viðskiptafræðistúdentar voru fengnir til að eiga þessi viðtöl við þátttakendur, og færðu þeir allar upplýsingar jafnóðum á sérstakt reikningsform undir ársútgjaldaskýrslur. Hins vegar héldu þátttakendur búreikning um 4ra vikna skeið. Til þeirra nota fengu þeir reikningshefti með leiðbeiningum um, hvernig reikningshaldinu skyldi hagað, og til frekara öryggis lét Hagstofan starfsmann sinn fylgjast með þvi, eftir þvi sem þurfti. Búreikn- ingar þessir voru færðir á tímabilinu marz—desember 1965, en hlé varð á reikningshaldinu í júlí og ágúst vegna sumarfría. Færð voru á búreikning öll útgjöld á 4ra vikna reikningstímabilinu,

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.