Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 23

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 23
1968 HAGTÍÐINDI 47 Skipastóll Iandsins i árslok 1967. Eftirfarandi töflur um skipastól landsins 31. desember 1967 eru gerðar eftir ritinu „Skrá yfir íslenzk skip 1968“ frá Skipaskoðun ríkisins. Er hér um að ræða sams konar töflur um skipastólinn og birtar voru í febrúarblaði Hagtíðinda 1967 og árlega þar á undan. Upplýsinga um vátryggingar- verðmæti skipa hefur Hagstofan aflað sérstaklega frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu og trygginga- félögum. Að uppruna eru upplýsingar um vátryggingarverðmæti flestra skipa frá því fyrir gengis- breytingu 24. nóvember 1967, en verðmætistölur í hér birtum töflum hafa verið hækkaðar samkvæmt bráðabirgðamati á gengisbreytingaráhrifunum. Nemur sú hækkun hátt á 9. hundrað millj. kr. samtals. Endanlegar heildartölur um vátryggingarverðmæti miðað við hin nýju viðhorf liggja ekki fyrir. Á árinu 1967 hafa orðið þessar breytingar helztar á skipastólnum: Fiskiskipum hefur fækkað um 5 skip, en brúttólestatala þeirra samt hækkað um 5.811 lestir. Vátryggingarverðmæti þeirra jókst um ca. 475 millj. kr. að frá töldum gengisbreytingaráhrifum. Öllum öðrum skipum en fiskiskipum hefur fækkað um 2 skip, brúttólestatala þeirra Iækkað um 3.896 lestir, og vátryggingarverðmæti lækkað um ca. 120 millj. kr. að frá töldum gengisbreytingar- áhrifum. Af skrá voru felld 48 skip, samtals 7.289 brúttólestir, að gömlu vátryggingarverðmæti 233,8 millj. kr. Þar af voru 2 vöruflutningaskip, Drangajökull og Langjökull, bæði seld úr landi. Meðal fiskiskipanna, sem féllu af skrá, voru 2 togarar, Haukur og Skúli Magnússon, báðir seldir úr landi, hinn síðar nefndi í brotajárn. Af fiskibátunum 44, sem felldir voru af skrá, fórust 6 á sjó með einhverj- um hætti, þar með talið bruni og strand. Hinir voru langflestir taldir ónýtir orðnir. Aðeins 1 af þess- um 44 fiskibátum var úr stáli, hinir allir úr tré. 9 hinna 48 brottfelldu skipa voru undir 15 ára aldri, en 18 voru 30 ára og eldri, 3 voru með ótilgreindan aldur. Við skipastólinn bættust 38 skip, þar af 1 hafrannsóknarskip (Árni Friðriksson), en hitt fiski- skip. Af fiskiskipunum 37 eru 8 undir 100 brúttólestum að stærð, öll úr tré og smíðuð innanlands. 3 fiskibátar eru milli 100 og 200 brúttólestir að stærð, allir úr stáli og smíðaðir innanlands. Hin fiskiskipin 26 eru frá 243 til 415 brúttólestir að stærð, öll úr stáli, og af þeim 3 smíðuð hérlendis. Ný eru öll skipin, nema 6 smábátar (6—15 brúttólestir) nokkurra ára gamlir, sem af ýmsum ástæðum hafa ekki verið teknir á skrá fyrr. Samanlagt vátryggingarverðmæti allra 38 nýrra skipa á skrá er 663,2 millj. kr. eftir gengisbreytingu. Á árinu voru 3 sildveiðiskip lengd, og ýmsar breytingar gerðar á öðrum skipum. Alls fluttust 36 skip milli landssvæða, vegna eigendaskipta eða búferlaflutnings eiganda. Um aldursskiptingu skipastólsins vísast til töflu á bls. 202 í fyrr nefndu riti Skipaskoðunarinnar, en þar kemur m. a. fram, að fjórðungur af fjölda allra fiskiskipa fyrir utan togara er byggður árið 1962 og síðar, en samanlögð stærð þess fjórðungs er réttur helmingur brúttólestatölu fiskiskipanna í heild. Tafla II. Skipting skipastólsins eftir landsvæðum.1) Botnvörpu- skip önnur fiskiskip önnur skip Samtals 100 lestir og stærri Undir 100 lestum Tala brúttó Tala brúttó Tala brúttó Tala brúttó Tala brúttó Reykjavík, Kópa- vogur.Seltj.nes . 20 13.817 31 7.859 54 2.121 62 57.466 167 81.263 Reykjanessvæði . 3 2.323 51 10.009 97 4.562 2 506 153 17.400 Vesturland 1 987 26 6.168 58 2.309 5 1.848 90 11.312 Vestfirðir 1 987 29 5.463 124 2.742 3 953 157 10.145 Norðurland vestra 1 677 7 1.338 19 545 2 2.462 29 5.022 Norðurland eystra 4 2.700 25 5.973 71 1.133 2 212 102 10.018 Austurland . - - 31 6.856 42 1.256 2 979 75 9.091 Suðurland - 15 2.485 73 3.617 2 107 90 6.209 AIls 30 21.491 215 46.151 538 18.285 80 64.533 863 150.460 1) Skipting á landssvœöi fylgir hcimili skipseiganda. Svæöaskiptingin fylgir kjördæmaskipuninni mcö þeirri undan- tekningu, aö Kópavogur og Seltjamarnes er taliö meö Reykjavík.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.