Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 3
1968 HAGTlÐINDI 27 enda þótt tilgangur þessa reikningshalds væri annars fyrst og fremst sá aö afla vitneskju um út- gjöld til kaupa á matvörum og óáfengum drykkjarvörum, enda voru þau ekki tekin á ársútgjalda- skýrslu. Við uppsetningu hins nýja vísitölugrundvallar voru útgjöld til kaupa á matvörum og óáfeng- um drykkjum byggð á búreikningum. Útgjöld til kaupa á hreinlætisvörum og snyrtivörum voru jöfnum höndum byggð á búreikningum og ársútgjaldaskýrslum, en önnur útgjöld hins nýja vísi- tölugrundvallar eru flest samkvæmt ársútgjaldaskýrslum. Við ákvörðun húsnæðisútgjalda og út- gjalda vegna eigin bifreiðar varð þó að taka tillit til fleiri atriða en fram kom í neyzlurannsókninni. Hinn nýi vísitölugrundvöllur sýnir hlutfallslega skiptingu neyzluútgjalda hinna 100 fjölskyldna að meðaltali, en hafa verður í huga, að samsetning neyzlu hefur verið mjög breytileg í reynd, eins og ráða má af þeim mikla mun, sem var á brúttótekjum viðkomandi fjölskyldna 1964 samkvæmt framtölum. Tekjudreifing þeirra var sem hér segir: 1) Tíu tekjulægstu, frá 85—134 þús. kr., meðaltekjur 118 þús. kr. 2) „ næstu >» 135—151 „ „ 145 „ „ 3) „ „ 151—164 „ „ 159 „ „ 4) „ „ >» 164—176 „ „ 171 „ „ 5) „ ,, » 177—193 „ „ » 186 „ „ 6) „ „ » 194-212 „ „ » 204 „ „ 7) „ „ » 212—234 „ „ » 223 „ „ 8) „ „ » 234—252 „ „ 243 „ „ 9) „ „ » 253—276 „ „ 261 „ „ 10) Tíu tekjuhæstu, „ 283—370 „ „ „ 310 „ „ Fram taldar meðalbrúttótekjur þessara fjölskyldna voru 202 þús. kr. á árinu 1964. Þegar það tekjumeðaltal er borið saman við niðurstöðutölu áraútgjalda samkvæmt neyzlurannsókninni (sjá yfirlit um grundvöllinn hér á eftir), verður að hafa i huga, að hann er miðaður við verðlag í janúar- byrjun 1968, og að mikil hækkun hefur orðið á tekjum síðan 1964. Hinar 100 fjölskyldur skiptast þannig, að 17 fjölskyldur voru barnlausar, alls 0 börn 20 „ voru með eitt barn, „ 20 „ 28 » » » tvö böm, „ 56 „ 22 » » » þrjú börn, „ 66 „ 9 » » » fjögur börn, „ 36 „ 4 » » » fimm börn, „ 20 „ 100 fjölskyldur áttu alls 198 börn Önnur atriði en tekjur og barnafjöldi, sem hafa mikil áhrif á skiptingu neyzluútgjalda, eru m. a. þau, hvort fjölskyldan á bifreið eða ekki, og hvort hún býr í eigin húsnæði eða ekki. Af þess- um 100 fjölskyldum áttu 55 bifreið, og 66 voru í eigin húsnæði. Hinn nýi grundvöllur var upphaflcga settur á laggir miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1966, og var því verki lokið 1 april 1966. Voru gerðar smávægilegar breytingar á þeim grundvelli áður en hann var látinn taka gildi miðað við verðlag í janúarbyrjun 1968. Eins og vænta má, er nýi grundvöllurinn allfrábrugöinn hinum eldri. Við uppsetningu eldri vísitölunnar á sínum tíma var ýmsum neyzluútgjöldum sleppt, annað hvort vegna ófullkominna upplýsinga eða vegna örðugleika á að finna staðgönguvörur fyrir viðkomandi útgjöld 1 vísitölunni. í hana voru t. d. ekki tekin útgjöld til kaupa á húsgögnum og ýmsum öðrum húsbúnaði, útgjöld vegna eigin bifreiðar o. fl. Við uppsetningu hins nýja vísitölugrundvallar hefur aðeins fáum og þýðingarlitlum útgjöldum verið sleppt, og það hefur aðeins verið gert, þegar örðugleikar hafa verið á að mæla verðbreytingar eða önnur sérstök atvik hafa verið fyrir hendi. Þá er nýi vísitölu- grundvöllurinn einnig frábrugðinn hinum eldri að því leyti, að miklu flciri vörutegundir eru í þeim nýja, og á þetta við svo að segja alla vísitöluflokka. Þriðja aðalbreytingin er sú, að beinir skattar, þ. e. tekjuskattur, útsvar og kirkjugarðsgjald, hafa verið felldir úr grundvellinum. Ástæða þessarar breytingar er sú, að ntikil vandkvæði eru á útreikningi beinna skatta í vísitölunni, enda eru þeir annars eðlis en aðrir útgjaldaliðir vísilölunnar. Þess skal getið, að beinir skattar hafa aðeins verið í vísitölu með grunntíma 1. marz 1959. Þeir voru ekki í vísitölum mcð grunntíma 1914, 1939 og 1950. Önnur opinber gjöld, þ. e. almannatryggingaiðgjald, sjúkrasamlagsgjald, námsbókagjald og kirkjugjald, eru aftur á móti í nýja grundvellinum, svo sem verið hefur, og sama gildir um fjöl- skyldubætur, en fjárhæð þeirra dregst frá heildarupphæð útgjalda vísitölufjölskyldunnar. — Loks er flokkun útgjalda talsvcrt önnur og meiri í nýja grundvellinum en 1 hinum eldri. Við flokkun útgjalda í nýja grundvellinum cr að mestu leyti fylgt sérstakri vöruskrá, er Efnahagsnefnd Evrópu hefur gefið út til þeirra nota. Hér með fylgir yfirlit um skiptingu útgjalda í hinum nýja vísitölugrundvclli á grunntíma vísi- tölunnar í janúarbyrjun s.l., og til samanburöar eru útgjaldaupphæðir eldri vlsitölunnar á sama tima. í þcssu yfirliti hafa nokkrir útgjaldaliðir í eldri vísitölunni verið fluttir milli flokka, svo að betri samanburður fáist milli einstakra liða nýju og eldri vísitölunnar. Það skal áréttað, að hér er um að ræða samanburð á útgjaldaupphæðum þessara tveggja vísitalna á sama tíma, en ekki

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.