Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 5

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 5
1968 HAGTlÐINDI 29 samanburð á framfærðum meðalútgjöldum samkvæmt neyzlurannsókn 1964—65 annars vegar — sem nýi grundvöllurinn er byggður á — og neyzlurannsókn 1953—54 hins vegar, sem var undir- staða eldri grundvallarins. Samanburðurinn sýnir ekki nema að mjög takmörkuðu leyti breytingar á neyzluútgjöldum eða neyzluvenjum launþega á þessu tímabili. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú, að í nýju vísitölunni eru útgjöld, sem sleppt var í eldra grundvellinum, eins og áður var nefnt. Matvöruútgjöld nema 26,7% af heildarútgjöldum (nettó) nýju vísitölunnar á grunntíma hennar, en 42,3% af heildarútgjöldum eldri vísitölunnar, sbr. yfirlitið. Þetta þýðir engan veginn, að útgjöld viðkomandi launþegahópa til matvörukaupa hafi aukizt sem þessu svarar frá 1953—54 til 1964—65. í meðfylgjandi yfirliti eru sýnd reiknuð meðalútgjöld „vísitölufjölskyldunnar" samkvæmt neyzlurannsókn 1964—65, færð fram til verðlags 2. janúar 1968. Samsvarandi yfirlit verða ekki þirt framvegis, þar eð Kauplagsnefnd hefur ákveðið, að grunntala hinnar nýju vísitölu skuli vera útgjaldaupphæðin 10.000 kr. í janúarbyrjun 1968. Þær útgjaldaupphæðir, er birtar verða fram- vegis, verða miðaðar við þessa grunnupphæð. Með þessari birtingaraðferð er fylgt fordæmi ná- grannalandanna, m.a. Dana og Norðmanna, og breytingar á grunntölu og einstökum undirliðum munu á ljósan hátt sýna breytingar á vísitölunni sjálfri. Hækki t.d. matvöruflokkurinn urn 100 kr., svarar það til vísitöluhækkunar um 1 stig. Hækki fatnaðarflokkurinn um 50 kr., veldur það vísi- töluhækkun um 0,5 Stig, O.S.frv. Framhald á bls. 46. Vísitala byggingarkostnaðar fyrir marz—júní 1968. Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í febrúarmánuði 1968, en hún gildir fyrir tímabilið 1. marz—30. júní 1968. Reyndist vísitalan vera 314 stig, miðað við grunn- töluna 100 hinn 1. október 1955, en það jafngildir 3.043 stigum eftir cldri grundvellinum (1939 = 100). Eftirfarandi yfirlit sýnir byggingarkostnað „vísitöluhússins“ 1. okt. 1955 (grunntala), í október 1967 og í febrúar, bæði í heild og skipt niður á kostnaðarliði, svo og miðað við rúmmetra. Kostnaðarliðir Mótauppsláttur og trésmíði utanhúss við þak*............................. Trésmíði innanhúss o. fl.* ......... Múrsmíði* .......................... Verkamannavinna* ................... Vélavinna og akstur ................ Timbur alls konar x ................ Hurðir og gluggar x ................ Sement, steypuefni, einangrunarefni, grunnrör o. fl. x................ Þakjárn, steypustyrktarjám, vír, hurða- og gluggajárn o. fl. x........... Raflögn o. fl....................... Málun .............................. Dúkalögn o. fl...................... Saumur, gler og pappi x ............ Hitalögn, hreinlætistæki o. fl...... Teikningar, smávörur o. fl.......... Samtals Á m3 í „vísitöluhúsinu“ .............. „ „ „ jafnvandaðri sambyggingu (áætlað) Byggingarkostnaður (í krónum) Vísitölur i/io 1955 = 100 1. október Október Febrúar Október Febrúar 1955 1967 1968 1967 1968 89.397 235.895 243.584 264 272 145.370 452.320 464.533 311 320 107.365 268.924 276.535 250 258 154.943 456.506 469.516 295 303 50.727 162.733 163.489 321 322 73.773 230.354 258.692 312 351 41.171 118.417 119.484 288 290 92.247 231.205 257.846 251 280 35.371 92.935 105.571 263 298 49.687 162.471 170.765 327 344 71.161 176.386 188.015 248 264 30.914 91.863 97.949 297 317 10.709 34.604 39.221 324 366 114.877 370.176 407.944 322 355 52.465 247.812 257.883 472 492 1.120.177 3.332.601 3.521.027 298 314 (=2.888 (=3.043 eftir eftir 929,61 2.765,64 2.922,01 gamla gamla 836,65 2.489,08 2.629,81 laginu) laginu) * Hreinir vinnuliðir. x Hreinir efnisliðir. Aðrir liðir eru blandaðir. Vísitalan hækkar 5,4% frá október 1967 til febrúar 1968. Vinnuliðir hækka í heild um 2,8% vegna greiðslu 19,16% verðlagsuppbótar frá 1. des. 1967, i staö 15,25%, sem áður gilti. Efnisliðir hækka í heild um 9,3%, fyrst og fremst vegna lækkunar á gengi íslenzkrar krónu 24. nóv. 1967. Ýmsir efnisliðir vísitölunnar eiga enn eftir að hækka vegna gengisbreytingarinnar.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.