Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 1

Hagtíðindi - 01.02.1968, Blaðsíða 1
(3) Viðskiptaiválaráðuneytið Rvk. HAGTÍÐ INDI GEFIN 53. árgangur Nr. 2 ÍSLANDS Febrúar 1968 Ný vísitala framfærslukostnaðar á grunntíma 2. janúar 1968 og í febrúarbyrjun 1968. í fyrri málsgr. 2. gr. laga nr. 70/1967 er kveðið svo á, að Kauplagsnefnd skuli reikna vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem gerð var á neyzlu launþega í Reykjavík 1964 og 1965. Skal grunntala þessarar nýju vísitölu miðuð við verðlag í jan- úarbyrjun 1968, og síðan skal hún reiknuð fjórum sinnum á ári, miðað við byrjun mánaðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember, eftir grundvallarreglum, sem Kauplagsnefnd setur. Kauplagsnefnd hefur ákveðið, að grunntala hinnar nýju framfærsluvísitölu skuli vera útgjalda- upphæðin 10.000 kr. í janúarbyrjun 1968. í samræmi við það mun útreikningur vísitölunnar í febrúar- byrjun 1968 og framvegis sýna, hvað greiða þarf á hverjum tíma fyrir þær vörur, þjónustu o.fl., sem í janúarbyrjun 1968 kostaði 10.000 kr. Hafi útgjaldaupphæðin t.d. hækkað í 10.276 kr., verður vísitalan 103 stig, en 97 stig, ef hún hefur lækkað í 9.726 kr. Við ákvörðun hverrar vísitölu er sleppt broti úr stigi, hálfu eða minna, en annars hækkað í heilt stig. Kauplagsnefnd hefur nú ákveðið grundvöll hinnar nýju framfærsluvísitölu og er greinargerð um hann á öðrum stað í þessu blaði Hagtíðinda. Vísast til hennar. I eftirfarandi yfirliti er grundvöllur vísitölunnar 2. janúar 1968 og útreikningur hennar í febrúar- byrjun 1968, ásamt með vísitölum einstakra útgjaldaflokka. Útgjaldaskipting Vísitölur. miðuð við 10.000 kr. Janúar nettóútgj. á grunntíma 1968 = 100 Jan.1968 Febr. 1968 Febr. 1968 A. Vörur ogþjónusta: Matvörur 2.671 2.693 101 Þar af: Brauð, kex, mjölvara (277) (281) 101 Kjöt og kjötvörur (743) (763) 103 Fiskur og fiskvörur (219) (219) 100 Mjólk, mjólkurvörur, feitmeti, egg (755) (757) 100 Ávextir (235) (228) 97 Aðrar matvörur (442) (445) 101 Drykkjarvörur (kaffi, gosdr., áfengi o.fl.) 345 345 100 Tóbak 262 262 100 Föt og skófatnaður 1.159 1.180 102 Hiti og rafmagn 384 391 102 Heimilisbúnaður, hreinlætisvörur o.fl 795 797 100 Snyrtivörur og snyrting 171 172 101 Heilsuvernd 197 213 108 Eigin bifreið 867 888 102 Fargjöld o.þ.h 159 162 102 Síma- og póstútgjöld 128 128 100 Lestrarefni, hljóðvarp, sjónvarp, skemmtanir o.fl 1.082 1.089 101 Annað 126 128 102 Samtals A 8.346 8.448 101 B. Húsnceði 1.608 1.608 100 C. Gjöld til opinberra aðila (almannatryggingaiðgjald, sjúkra- samlagsgjald o.fl.) 342 342 100 Samtals 10.296 10.398 101 Frádregst: Fjölskyldubætur 296 296 100 Vísitala framfœrslukostnaðar 10.000 10.102 101

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.