Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1969, Blaðsíða 15

Hagtíðindi - 01.06.1969, Blaðsíða 15
1969 HAGTÍÐINDl 107 safnsins breytt í Bæjarbókasafn Reykjavíkur, en síðan 1962 hefur safnið verið nefnt Borgarbókasafn Reykjavíkur. Árið 1965 voru útlán frá safninu á þrem stöðum í borginni, auk fjögra bamalesstofa. Árið 1966 breyttist ein lesstofan í útlánadeild, en að öðru leyti var starfsemi safnsins óbreytt að formi til. Gestir á Iestrarsal eru taldir gestir í lesstofu aðalsafns og gestir í barnalesstofum samanlagt. Eftirfarandi stofnanir og samtök eiga orðið talsverð bókasöfn (áætlaðar tölur binda árið 1969 eru tilgreindar í sviga); Alþingi (20.000); Hæstiréttur (3.000); Menntaskólinn í Reykjavík (rúm 2.000); íþaka, safn nemenda Menntaskóíans í Reykjavík (7.000); Seðlabanki íslands (rúm 2.000); Landspítalinn (læknasafn 7.000, sjúklingasafn 2.000); Borgarspítalinn (læknasafn 5.000, sjúk- lingasafn 4.000); Veðurstofan (6.000); Orkustofnun (5—6.000); Hafrannsóknastofnunin (17— 1.800); Iðnaðarmálastofnun íslands (tæp 5.000); Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins (1.200); Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg (2.000); Tilraunastöð Háskólans í meinafræði (2.000); Verkamannafélagið Dagsbrún (7.400). Hjá flestum af þessum stofnunum er um að ræða sérhæfð bókasöfn. Þjóðskjalasafi íslands var stofnað 1881, og var það til húsa á Dómkirkjulofti, þar til 1908—09, er það fluttist í Safnahúsið við Hverfisgötu. Embætti þjóðskjalavarðar (landsskjalavarðar til 1916) var stofnað árið 1899. Stærð safnsins í hillumetrum var 1965 3.100, 1966 3.400 og 1967 3.956. Við safnið störfuðu árið 1965 5 safnverðir og 1 aðstoðarmaður, 1966 6 safnverðir og 1 aðstoðarmaður og 1967 6 safnverðir og 2 aðstoðarmenn. — Núgildandi lög urn Þjóðskjalasafn íslands eru nr. 13/1969. Embœtti bókafuUtrúa ríkisins var stofnað skv. 30. gr. laga nr. 42/1955 og skipað í það sama ár. Skal bókafulltrúi hafa eftirlit með öllum almenningsbókasöfnum landsins og leiðbeina stjórnum þeirra og bókavörðum um bókaval og allt, sem að rekstri bókasafna lýtur. Tafla 3. Þjóðminjasafn, Listasafn og önnur söfn 1965—67. Þjóðminjasafn | Listasafn Minjasafn Rvíkur og Árbæjarsafn Byggðasöfn 1965 Tala gesta Tala starfsmanna í árslok Tala merktra muna 41.722 7 16.500*) 19.170 2*/2 1.362 8.0001) 22) 20.000*) 19.5ÓÓ1) 1966 Tala gesta Tala starfsmanna í árslok Tala merktra muna 46.008 7 17.000‘) 20.215 3 1.393 9.0001) 22) 22.000‘) 372 20.000‘) 1967 Tala gesta Tala starfsmanna í árslok Tala merktra muna 46.848 7 17.5001) 21.287 3 1.499 7.000') 22) 23.0001) 372 21.0001) ‘) Áætluð tala. 2) Heilsársstarfsmenn. Auk þeirra voru 9 lausráðnir starfsmenn yfir sumartímann hvert ár. Þjóðminjasafn íslands (nefnt Forngripasafn íslands til 1911) var stofnað 1863 og var bóka- verði Stiftsbókasafns falin forsjá þess og safninu í fyrstu kornið fyrir í vistarverum bókasafnsins. Lengi frarnan af voru umsjónarmenn safnsins tveir. Embætti fornminjavarðar (nú þjóðminjavarðar) var stofnað 1908. Safnið flutti í eigið hús við Hringbraut 1950. Meginstofn safnsins er þjóðmenn- ingarsafnið, en mörg sérsöfn og undirdeildir hafa myndazt í því með tímanum. — Núgildandi lög um Þjóðminjasafn fslands eru nr. 52/1969. Listasafn íslands var stofnað 1916 sem deild í Þjóðminjasafni, en komst síðar undir stjórn Menntamálaráðs. Eigin safnvörð fékk það 1950, en formlega sjálfstæð stofnun varð það 1961. — Núgildandi lög um Listasafn íslands eru nr. 15/1969. Arbcejarsafn og Minjasafn Reykjavikurborgar voru stofnuð árið 1956 og hafa verið rekin saman síðan. Árbæjarsafn hefur verið opið á hverju sumri frá opnun, og minjasafnsdeild hefur verið opin í Skúlatúni 2 á hverjum vetri. Veturinn 1968—69 varð sú breyting á, að Árbæjarsafn var opnað ferðamönnum og skólafólki, en um leið mun hafa verið hætt að hafa minjasafnið opiö á vetrum. Byggðasöfn þau, er um ræðir í töflu 3, eru eftirfarandi: Byggðasafn Akraness og nærsveita, opnað 1959. Byggðasafn Borgfirðinga, Borgarnesi, opnað 1961. Byggðasafn Vestfjarða, ísafirði, opnað 1962. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjum í Hrútafirði, opnað 1967. Byggðasafn Skagfirðinga, Glaumbæ, opnað 1952. Minjasafnið á Akureyri, opnað 1963. Byggðasafn Þingeyinga, Grenjaðarstað, opnað 1958. Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, Skógum, opnað 1949. Byggðasafn Vestmannaeyja, opnað 1962. Byggðasafn Árnesinga, Selfossi, opnað 1964. Til er einnig Byggðasafn Austfirðinga, en það hefur ekki verið starfrækt undanfarin ár. — Við byggðasöfnin telst starfa í heild 3‘/2 maður samtals, og er sú tala þannig fundin, að við eitt safnið

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.