Hagtíðindi - 01.06.1969, Blaðsíða 16
108
HAGTÍÐINDl
1969
er fastráðinn heilsdagsstarfsmaður, en við öll hin er safnvarzla talin nerna lU af fullu starfi eins manns.
Önnur lislaverkasöfn en Listasafn ríkisins eru: Listasafn Einars Jónssonar, með höggmyndum
listamannsins, og Ásgrímssafn, með máiverkum Ásgríms Jónssonar, eru ríkiseign og bæði opin
almenningi reglulega. — Listasafn Alþýðusambands íslands var stofnað 1961. Það hefur ekki enn
opnað sýningarsal, en hefur haldið málverkasýningar og listkynningar víða um land. Utan Reykja-
yíkur er einungis um að ræða Listasafn ísafjarðar, sem er í húsnæði Byggðasafns Vestfjarða á
ísafirði, en unnið er að því að koma á fót listasafni á Akureyri og í Neskaupstað.
Nátlúrugripasafmð i Reykjavík var stofnað 1889 og rekið af Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi
til 1946, en þá varð það ríkisstofnun, Náttúrugripasafn íslands. Þetta safn hafði opinn sýningarsal
í húsnæði sínu (í Safnahúsinu við Hverfisgötu) til hausts 1959, en sökum flutninga voru sýningar þá
felldar niður og nýr sýningarsalur ekki opnaður fyrr en í maí 1967. Með lögum nr. 48/1965 var sett
á laggir Náttúrufræðistofnun fslands, og tók hún við náttúrugripasafninu.
Tafla 4. Þjóðleikhúsið og leikfélög 1965—67.
Þjóðleikhúsið') Leikfélag Rv. önnur leikfélög 2)
1965
Tala sýndra verka 14 9 42
Þar af íslenzk 3 4 15
„ „ erlend 11 5 27
Tala sýninga 254 274 250*)
Tala gesta 76.633 46.174 27.000*)
Þar af skólanemar o. fl. með afsláttarmiða 14.144 3.067
1966
Tala sýndra verka 15 11 48
Þar af íslenzk 7 4 18
„ „ erlend 8 7 30
Tala sýninga 211 257 300*)
Tala gesta 60.669 40.784 30.000*)
Þar af skólanemar o. fi. með afsláttarmiða 15.188 9.021
1967
Tala sýndra verka 14 12 42
Þar af íslenzk 4 6 12
„ „ erlend 10 6 30
Tala sýninga 189 210 250*)
Tala gesta 57.329 40.644 25.000*)
Þar af skólanemar o. fl. með afsláttarmiða 16.286 6.692
*) Áætluð tala.
‘) Tölur sýndra verka, sýninga og gesta í Þjóöleikhúsinu eiga viö sjónleiki flutta af leikfólki þess, bæði á sviöi
Þjóðleikhússins og annars staöar.
2) Tölur leikfélaga eru miðaðar viö leikár, þ.e. 1965—66, 1966—67 og 1967—68.
Þjóðleikhúsið tók til starfa 20. apríl 1950, en telja má stofnun þess frá 20. nóv. 1948, er leik-
húsráð þess var skipað. Talsvert langur aðdragandi var að stofnun þess, og hefst hann með laga-
setningu um þjóðleikhússbyggingu árið 1927. Síðan hófst bygging þess árið 1929 og stóð í rúma
tvo áratugi, eða allt fram til opnunar þess 1950. Áhorfendasæti í Þjóðleikhúsi eru 661, en í sal litla
sviðs í Lindarbæ 134. Hefur Þjóðleikhúsið haft þar aðstöðu síðan 1965. Árið 1965 voru 155 sýningar
sjónleikja í Þjóðleikhúsi, 51 í sal litla sviðs og 48 utan Reykjavíkur. 1966 voru þessar tölur í sömu
röð: 155, 44 og 12, og árið 1967: 143, 33 og 13. Árið 1965 skiptist tala gesta svo á sjónleikjum Þjóð-
leikhússins: í Þjóðleikhúsi 64.741, í sal litla sviðs 4.676 og utan Reykjavíkur 7.216. 1966 voru
þessar tölur í sömu röð: 55.364, 3.302, 2.003, og 1967: 52.940, 2.808, 1.581. — Auk sjónleikja sýnir
Þjóðleikhúsið söngleiki á eigin vegum. Hvert þessara ára voru sýndir 3 söngleikir, með 48 sýningum
og 16.240 gestum árið 1965, 47 sýningum og 19.209 gestum 1966, og 32 sýningum og 8.674 gestum
1967. Gestaleikur annarra aðila í Þjóðleikhúsinu var einn með 4 sýningum og 2.054 gestum árið 1965,
2 með 3 sýningum og 1.798 gestum 1966, en enginn 1967 (gestaleikir eru ekki meðtaldir í töflu 4).
Tala starfsmanna leikhússins í árslok var sem hér segir:
1965 1966 1967
Leikarar á A-samningi ................................................ 17 17 15
Aðrir leikarar........................................................ 19 22 26
Aðrir listamenn launaðir af Þjóðleikhúsi.............................. 53 43 12
Starfsfólk við önnur störf ót. a...................................... 51 55 54
Aðstoðarfólk á sýningarkvöldum ....................................... 32 34 29
Aukaleikarar, dansfólk, kórfólk o. fl................................. 49 52 50