Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1988, Síða 69

Hagtíðindi - 01.01.1988, Síða 69
1988 65 Mannfjöldi á íslandi í árslok 1921-40, Töflur þessar eru funmta og sjötta í röö taflna í HagtíBindum, sem eiga að sýna mannfjöldann á hveiju ári 1911-80 eftir skiptingu landsins í land- svæði, kaupstaði og sýslur árið 1985. Fyrri töflur, fyrir árin 1941-80, komu á bls. 279 í desemberblaði Hagtíðinda 1985, á bls. 127 í maíblaði 1986, á bls. 54 í janúarblaði 1987 og á bls. 330 í októberblaði 1987. í nokkrum tilvikum er er ekki hægt að miða við alveg sömu mörk milli kaupstaða og sýslna allt tímabilið, vegna lítils háttar breytinga á umdæma- skiptíngu. Yfirleitt kemur það ekki að sök, því að oftast hefur t.d. land sem er lagt til kaupstaðar úr nærliggjandi sýslu verið miklu fámennara fyrir breytínguna en síðar verður. Á4ð 1932 breyttust mörk Reykjavíkur og Sel- tjamamess, þannig að Skildinganes f Seltjamames- hreppi var lagt tíl Reykjavíkur. íbúar í Skildinga- nesi em hér taldir til Reykjavíkur árin 1927-30, en fyrir þann tíma bjuggu þar miklu færri, og er Skild- inganes innifalið í tölum Seltjamamess ffam til 1926. Tölur Kópavogs em innifaldar í tölum Seltjam- amess. Árið 1936 var Krísuvík skilin frá Grinda- víkurhreppi og lögð til Hafnarfjarðar. íbúar í Krísuvík em hér taldir til Hafnarfjarðar öll árin. í töflum sem eiga eftir að birtast fyrir fyrri ár verður sami háttur á. Tölur Akureyrar em áætlaðar að hluta tíl (Glerárþorp). í töflum sem eiga eftir að birtast fyrir fyrri ár verður sami háttur á. Tölur Selfoss em áætlaðar að hluta tíl árin 1936-40 en lengra aftur ná tölur fyrir Selfoss ekki, og þá ekki unnt að áætla íbúatöluna. Er hún innifalin í tölum Ámessýslu. f athugasemdum með áður birtum töflum er að finna skýringar sem ná tíl áratuganna 1921-40. Farþegar með skemmtiferðaskipum til landsins 1984-1987 1984 1985 1986 1987 Alls 7295 10823 7740 7670 Breytíngar milli ára % -10 48 -28 -1 Vestur-Þjóðveijar 6367 7686 5502 5025 Aðrir útlendingar 928 3137 2238 2645 Fjöldi skipakoma 15 26 19 22 Kosningaskýrslur 1874-1987. Hagstofan undirbýr nú heildarútgáfu kosninga- skýrslna 1874-1987. Hér er um að ræða skýrslur um alþingiskosningar 1874-1911, sem birtust í C-deild Stjómartíðinda og Landshagsskýrslum, rit Hag- skýrslna íslands um alþingiskosningar, þjóðar- atkvæðagreiðslur og forsetakjör 1908-1987, svo og skýrslur um sveitarstjómakosningar 1930-1986, sem birst hafa í Hagtíðindum. Alls em skýrslur þessar um 1100 blaðsíður. Skýrslumar verða ljósprentaðar og gefnar út í tveimur bindum í venjulegu bókbandi. Áætlaður útgáfutími er mars 1988. Þeim sem hafa áhuga á að tryggja sér eintök að þessum bókum geta fengið þær fráteknar á Hag- stofunni.

x

Hagtíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.