Hagtíðindi - 01.05.1988, Síða 20
192
1988
Nýr grundvöllur fyrir vísitölu framfærslukostnaðar.
í gildandi lögum um vísitölu framfærslu-
kostnaðar og skipan kauplagsnefndar nr. 5/1984
segir, að Kauplagsnefnd skuli eigi sjaldnar en á
fimm ára ffesti láta fara fram athugun á því, hvort
ástæða sé til að endurskoða grundvöll vísitölunnar
og skuli sú athugun fyrst fara fram á árinu 1985.
Telji allir nefndarmenn að lokinni slíkri athugun að
endurskoðunar sé þörf, getí nefndin ákveðið að gerð
skuli neyslukönnun til endumýjunar á grundvelli
vísitölunnar. Að fengnum niðurstöðum er nefndinni
— sé hún sammála — heimilt að ákveða fram-
færsluvísitölunni nýjan grundvöll án þess að koma
þurfi tíl lagasetningar.
Kauplagsnefnd ákvað um mitt ár 1985, að ný
neyslukönnun skyldi fara fram. Hafist var handa við
könnun þessa í júlí 1985 og stóð hún fram yfir mitt
ár 1986. Síðan hefur verið unnið að samræmingu
gagna, skráningu og úrvinnslu. Hagstofa íslands
annaðistneyslukönnuninaeinsogjafnanáður. Yfir-
umsjón með rannsókninni og gerð nýs vísitölu-
grundvallar hafði Vilhjálmur Ólafsson, skrifstofu-
stjóri, en Elías Héðinsson, félagsfræðingur,
annaðist tölvuúrvinnslu. Gerð nýs vísitölugrund-
vallar lauk í aprílmánuði 1988 og ákvað Kaup-
lagsnefnd þá að hann skyldi reiknaður í fyrsta sinn
miðað við verðlag í maíbyijun 1988 og vísitalan sett
100 stig á þeim tíma. Jafnframt skyldi eldri gmnnur
vísitölunnarffebrúar 1984 = 100) reiknaðurísíðasta
sinn í maíbyrjun. Hinum nýja vísitölugrunni er því
beitt í fyrsta sinn í júnfbyijun til mælingar á verð-
breytingum frá fyrra mánuði
Hér á eftir verður gerð grein fyrir neyslu-
könnuninni og hinum nýja grunni vísitölu fram-
færslukostnaðar. Hagstofan mun síðar á þessu ári
gera sérstaka skýrslu um niðurstöður neyslu-
könnunarinnar í nákvæmari atriðum.
Hinn svonefndi vísitölugrunnur er í reynd safn
hvers kyns heimilisútgjalda. Útgjaldasafnið eða
vísitölugrunnurinn tekur þ ví ekki aðeins til daglegra
kaupa á matvöru, drykkjarvöru, hreinlætisvöru,
fatnaði o.þ.h., heldur er einnig meðtalinn kostnaður
heimilanna af rafmagni og hita, pósti og síma,
rekstri eigin bíls, húsnæði og svo alls kyns kaup á
þjónustu. Þá eru meðtalin útgjöld vegna ferðalaga
og tómstundaiðkana svo eitthvað sé nefnt. Alls eru
um 600 liðir vöru og þjónustu í hinum nýja
vísitölugrunni. Neyslukönnuninni er ætlað að leiða
í ljós, hve mikil þessi útgjöld eru og hvemig þau
skiptast á einstaka liði. I vísitölugrunninum eru
liðimir allir tíundaðir í smáatriðum á þann hátt, að
bæði magn og verð allra vörutegunda og þjónustu-
liða kemur fram. Með magni er þá átt við ákveðinn
fjölda mjólkurlítra, kílóa af smjöri, hveití, sykri
o.s.frv., stykkja af sápu, para af sokkum og skóm,
kílóvattstunda af raforku, fjölda máltíða á veitinga-
húsum, ferðalaga til útlanda svo dæmi séu nefnd.
Tilgreint er nákvæmlega um hvaða tegund, merki,
stærð eða gerð er að ræða á hverjum lið.
Þegar vísitölugrunnurinn hefur þannig verið
fundinn er framfærsluvísitalan reiknuð í hverjum
mánuði. Verð á öllum vöm- og þjónustuliðunum er
kannað, og síðan er reiknað út, hver útgjöldin em
miðað við gildandi verð á þeirri vöm og þjónustu,
sem er í gmndvellinum. Úpplýsinga um verð er
ýmist aflað á þann hátt, að farið er í búðir og verð
viðkomandi tegunda skráð eða að þeirra er aflað úr
útgefnum verðskrám eða þá að þær em fengnar
beint frá seljendum. Taka má fram, að aldrei er
leitað að verði ódýmstu vöm eða þjónustu heldur
alltaf að verði á þeirri vöm og þjónustu, sem neyslu-
könnunin hefur sýnt að mest er keypt, án tillits til
þess hvort unnt sé að finna sömu eða svipaða vöm
eða þjónustu á lægra verði. Með þessu móti er
framfærsluvísitölunni jafnan ætlað að sýna, hvað
hið upphaflega útgjaldasafn kostar og hvemig
kostnaðurinn breytist frá einum tíma til annars.
Neyslukönnunin 1985/1986 var með svipuðu
sniði og sú sem síðastgildandi vísitölugmnnur var
byggðurá, en hún fór fram á ámnum 1978 og 1979.
Tekið var af handahófi úrtak 550 einstaklinga úr
þjóðskrá, án tillits tíl tekna, stöðu, búsetu eða fjöl-
skylduhátta, og náði könnunin til heimila þessara
einstaklinga. Könnunin sjálf var tvíþætt. Annars
vegar héldu þátttakendur búreikninga um tveggja
vikna skeið, og skráðu öll útgjöld fjölskyldunnar á
þeim tíma. Þetta var vandaverk því tiltaka þurfti
nákvæmlega allt sem keypt var eða greitt, ekki
aðeins í krónum og aumm, heldur þurfti að færa
nákvæmlega vömtegund og vöramerki, lítra, þyngd
eða stykkjafjölda, ástand vömnnar, svo sem hvort
brauðið var niðursneitt eða heilt, kjötið nýtt, saltað
eða reykt o.s.frv. Þessi þáttur könnunarinnar stóð
yfir í heilt ár, þannig að hveijar tvær vikur héldu
nokkrar fjölskyldur, víðs vegar á landinu, búreikn-
inga og tók hver hópurinn við af öðmm.
Hinn þáttur könnunarinnar var sá, að sömu
fjölskyldumar eða einstaklingamir færðu skýrslur
um ársútgjöld vegna tíltekinna þátta, svo sem árs-
kostnað af rafmagnsnotkun eða húsakyndingu,
kaupum húsbúnaðar, heimilistækja, fatnaðar, bfla,
um notkun bfla, ferðalög o.fl.
Þótt neyslukönnunin 1985/1986 væri svipuð
þeirri, sem gerð var á ámnum 1978 og 1979, varhún
þó um sumt frábmgðin. Könnunin náði jafnt til
einhleypinga og hjóna, með eða án bama, foreldra
eða annarra heimilismanna og án tillits tíl aldurs
bama. Fyrri kannanir hafa hins vegar eingöngu
tekið til hjóna, þó ekki til hjóna með böm yfir 17 ára
aldri. Könnunin náði bæði til fjölskyldna launþega
og sjálfstæðra atvinnurekenda, en fyrri kannanir
hafa eingöngu tekið til fjölskyldna launþega. Þá
vom þátttakendur talsvert fleiri en í fyrri könnunum.