Hagtíðindi - 01.12.1989, Page 42
442
1989
[Framhald frá bls. 433]
1963, og hafa ekki verið færri síðan 1927. í Norður-
Ísaíjarðarsýslu hélt fækkun fólks áfram og varð
12%. I fjórum söjálbýlishreppum við Isafjarðar-
djúp búa nú 160. Þar vom 304 árið 1970, 511 árið
1950 og 1.385 íbúar árið 1910. í strjálbýli í Stranda-
sýslu fækkaði fólki um 6%. —Á Noiðuriandi vestra
er Sauðárkiókur eini staðurinn þar sem fólki fjölg-
aði á árinu, um 0,8%. Á Blönduósi, Skagaströnd og
Hvammstanga stóð mannfjöldi svo til í stað. A
Siglufiiði fækkaði enn, um 2,7%. Ibúar á Siglufirði
hafa ekki verið færri síðan 1928 og em nú um 1.300
færri en þegar þeir urðu flestir, árið 1948. —Á
Norðurlandi eystra fjölgaði um 1,7% á Dalvík og
um 1,0% á Ólafsfirði. A Akureyri fjölgaði fólki um
0,9%, og hefúr þá fjölgað þar á þremur árum um 340
manns eftir fjögurra ára kyrrstöðu. Á Húsavík
fækkaði um 0,8% og em íbúar þar viðlíka margir og
1982. I Norður-Þingeyjarsýslu hélt fólksfækkun
áfram og vaið 3,5%. Ibúum í sýslunni hefur fækkað
um 530 síðan 1957, þegar þeir urðu flestir. —Á
Austurlandi fjölgaði um 4% á Djúpavogi, um 3,1%
á Höfn í Homafirði og um 2,0% í Neskaupstað.
Mannfjöldi stóð í stað á Egilsstöðum og á Eskifirði,
en í Vopnafiiði og á Reyðarfiiði og Fáskrúðsfiiði
fækkaði eih'tið. —Á Suðurlandi fjölgaði um 2,0% á
Selfossi, um 1,7% í Ölfushreppi (þar er Þorláks-
höfn) og um 1,2% í Vestmannaeyjum. Fólksfjölgun
vaið óvenjulega lítil í Hveragerði, 0,9%. í Hvol-
hreppi og Rangárvallahreppi (þar em Hvolsvöllur
og Hella), stóð mannfjöldi svo úl í stað. í Rangár-
vallasýslu fækkaði um 1,3%, og hefur fólki þá fækk-
að um 313 síðan 1983. í strjálbýli Ámessýslu stóð
mannfjöldi í stað á árinu. í Hrunamannahreppi
fjölgaði um 4%, og hefur íbúum fjölgað um rúmlega
100 á tíu árum, eða um 21%.
Ekki er getið breytinga á mannfjölda í sveitar-
félögum með færri en 400 íbúa, en stórar hlutfalls-
tölur í þeim geta byggst á smáum breytingatölum.
Sveitarfélög voru 213 á landinu 1. desember
1989 og hafði fækkað um 11 síðan 1980. Eftir
mannfjölda skiptast þau þannig:
10.000 íbúar og fleiri 4
2.000-9.999 íbúar 12
1.000-1.999 íbúar 16
500-999 íbúar 18
200-499 íbúar 51
100-199 íbúar 60
50-99 íbúar 38
12-49 íbúar 14
Til skýringar skal tekið fram, að fólksfjölgunar-
tölumar em reiknaðar eftir endanlegum mann-
fjöldatölum 1988 og bráðabirgðatölum 1989.
I töflu 4 er ítarlegasta staðgreining mannfjöld-
ans, eins og var getið hér fyrr í greininni. Af henni
sést, að af heildarfjölgun á landinu um 1.792 kemur
1.082 íbúa fjölgun í Árbæjar- og Grafarvogssókn-
um í Reykjavík. í Hafnarfjaiðarsókn fjölgaði fólki
um 391, Nessókn í Reykjavík um 375, og í Hjalla-
sókn í Kópavogi hækkaði íbúatalan um 362.
í grein á bls. 319-326 í septemberblaði Hagtíð-
inda 1989 um mannfjölda eftir kyni, aldri og hjú-
skaparstétt 1978-88, er lýst breytingum sem hafa
orðið á samsetningu landsmanna að þessu leyti
undanfarinn áratug. Koma tölur í töflum 5-7 sem
framhald af því. Á árinu 1989 fjölgaði bömum
innan 15 ára aldurs um 121 eða 0,2%, en fólki 15 ára
og eldra fjölgaði um 1.618 eða 0,9%. Ógiftu fólki,
sem orðið er 15 ára og eldra, fjölgaði um 1.177 eða
1,6%, giftu fólki fækkaði um 190 eða 0,2%, og áður
giftu fólki um 631 eða 3,1%. Á árinu 1989 náði tala
fólks sem skihð er að lögum tölu ekkla og ekkna.
Tala kjamafjölskyldna í töflu 8 er 581 hærri
1989 en 1988, eða 1,0%. Hjónum án bama innan 16
ára aldurs fjölgaði um 473 eða 2,3% 1988, en hjón-
um með böm á þeim aldri fækkaði um 595 eða 2,4%.
Pörum í óvígðri sambúð án bama fjölgaði um 196
eða 10,5%, í óvígðri sambúð með böm um 421 eða
7,2%, mæðrum með böm fjölgaði um 107 eða 1,6%,
og feðrum með böm fækkaði um 21 eða 3,8%.
Þeir sem fasddir em erlendis em 3,7% mann-
fjöldans eftir tölum í töflu 9, en vom 2,6% 1980.
Fjölgaði þeim um 3.489 fra 1980 til 1988, mest þeim
sem fasddir em í Svíþjóð (565), Danmörku (503),
Bandaríkjunum (434) og Bretlandi (262). Þeim sem
fæddir em í öllum Asíulöndum fjölgaði um 491 á
sama tímabili. Erlendir ríkisborgarar em tæplega
1,9% mannfjöldans, en voru 1,4% árið 1980.
Nemur fjölgunin síðan 1980 1.534 manns. Mest
hefur breskum ríkisborgurum fjölgað (177), banda-
rískum (167), dönskum (129), pólskum (112) og
sænskum (109).
í töflu 10 er mannfjöldinn sýndur eftir land-
svæðum og fæðingarstað og ríkisfangi hér á landi
eða eriendis, svo og fjölgun á árinu. Sést þar að tíl-
tölulega lítil breyting hefur orðið á tölu þeirra sem
fæddir em eriendis eða eiga erlent ríkisfang. Brott-
flutningur af landinu umfram aðflutning árið 1989
hefur því aðahega oiðið vegna flutninga íslendinga.
Fjölgaði þeim sem em fæddir erlendis um 1,3% en
erlendum ríkisboigurum fækkaði um 1,1%. Erlend-
um ríkisborgurum fækkar meðal annars við það að
þeim er veitt íslenskt ríkisfang
Fremur htlar breytingar verða á skiptingu lands-
manna á trúfélög, eins og sést af töflu 11. Hlutfall
þjóðkirkjumanna er 92,9% 1989 en var 93,2% 1980,
í fríkirkjunum hefur mannfjöldi minnkað þónokkuð
á sama tífnabih og hlutfahið lækkað úr 3,8% í 3,3%,
í öðmm trúfélögum hefur orðið fjölgun umfram
meðallag og hlutfahið hækkað úr 1,8% í 2,5%, og
fólki utan trúfélaga hefur sömuleiðis fjölgað
h'tíUega og hlutfaU þess af íbúafjöldanum hækkað úr
U% í 1,3%.