Hagtíðindi - 01.01.1990, Side 24
20
1990
Vísitala byggingarkostnaðar í janúar 1990
Hagstofan hefur reiknað vísitölu bygg-
ingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan janúar
1990. Reyndist hún vera 164,9 stig, eða 3,3% hasrri
en í desember (júní 1987=100). Þessi vísitala giidir
fyrir febrúar 1990. Samsvarandi vísitala miðuð við
eldri gmnn (desember 1982=100) er 527 stig.
Vísitala byggingarkostnaðar í janúar er
reiknuð samkvæmt ákvæðum laga nr. 137/1989
um breyting á lögum um vísitölu byggingar-
kostnaðar nr. 42/1987. í þeim lögum segir að efdr
upptöku virðisaukaskatts hinn 1. janúar 1990 skuli
Hagstofan taka tillit til endurgreiðslna virðis-
aukaskatts af byggingu íbúðarhúsnæðis vegna
vinnu á byggingarstað, þannig að endurgreiðslur
séu dregnar fiá byggingarkostnaði. Þetta er gert á
grundvelli 2. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt
nr. 50/1988 með áorðnum breytingum, en þar er
kveðið á um að endurgreiðslur skuli vera verð-
tryggðar og inntar af hendi eigi sjaldnar en á tveggja
mánaða ffesti.
Af einstökum hækkunum vísitölunnar frá
desember til janúar má nefna að verð á steypu
hækkaði um 9,7% sem olli 1,0% vísitöluhækkun,
innihurðir hækkuðu um 9,3% sem hafði í för með
sér 0,3% hækkun og hönnunarkostnaður hækkaði
um 14,2% sem olli 0,7% hækkun vísitölunnar.
Hækkun hönnunarkostnaðar á fyrst og ffemst rætur
að rekja dl upptöku virðisaukaskatts 1. janúar sl. I
heild má æda að vísitalan hafi hækkað um nálægt
2% vegna upptöku virðisaukaskattsins.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala
byggingarkostnaðar hækkað um 27,3%. Síðustu
þtjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,1% og
samsvarar það 26,5% árshækkun.
Breytingar vísitölu byggingarkostnaðar 1988-1990
Vísitölur Breyting ffá fyrra mánuði, % Umreiknað dl árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar:
Gildis- tími Út- reiknings- tími Síðasta mánuð % Síðustu 3 mánuði % Síðustu 6 mánuði % Síðustu 12 mánuði %
1988
Janúar 107,9 107,4 -0,5 14,7 16,2
Febrúar 107,4 107,3 -0,1 12,2 15,3
Mars 107,3 108,7 1,3 16,8 3,0 12,7 14,1
Apríl 108,7 110,8 1,9 25,8 13,3 8,2 15,4
Maí 110,8 111,9 1,0 12,5 18,3 8,4 14,1
Júní 111,9 121,3 8,4 163,2 55,1 26,4 21,3
Júlí 121,3 123,5 1,8 24,0 54,3 32,2 23,1
Ágúst 123,5 124,3 0,6 8,1 52,2 34,2 22,7
September 124,3 124,5 0,2 1,9 11,0 31,2 21,6
Október 124,5 124,8 0,2 2,9 4,3 26,9 17,2
Nóvember 124,8 124,9 0,1 1,0 1,9 24,6 16,2
Desember 124,9 125,4 0,4 4,9 2,9 6,9 16,2
1989
Janúar 125,4 129,5 3,3 47,1 16,0 10,0 20,6
Febrúar 129,5 132,5 2,3 31,7 26,6 13,6 23,5
Mars 132,5 136,1 2,7 38,0 38,7 19,5 25,2
Apríl 136,1 139,0 2,1 28,8 32,8 24,1 25,5
Maí 139,0 141,6 1,9 24,9 30,4 28,5 26,5
Júní 141,6 144,3 1,9 25,5 26,3 32,4 19,0
Júlí 144,3 145,3 0,7 8,6 19,4 25,9 17,7
Ágúst 145,3 147,3 1,4 17,9 17,1 23,6 18,5
September 147,3 153,7 4,3 66,5 28,7 27,5 23,5
Október 153,7 155,5 1,2 15,0 31,2 25,1 24,6
Nóvember 155,5 157,9 1,5 20,1 32,1 24,3 26,4
Desember 157,9 159,6 1,1 13,8 16,3 22,3 27,3
1990
Janúar 159,6 164,9 3,3 48,0 26,5 28,8 27,3
Febrúar 164,9