Hagtíðindi - 01.12.1990, Síða 34
454
1990
Mynd 1. Fólksfjölgun 1941-1990
1941 1947 1957 1965 19701972 1977 1982 1985 '88 '8990
Efri línan sýnir beina fjölgun en neðri línan hlutfallslega fjölgun. Á síöastliönum 50 árum hefur fólksfjölgun oröiö minni en
1990 í hlulfalli viö ibúafjölda árin 1941,1969-1970,1976-1978,1985-1986 og 1989.
Fjölskyldur og einhleypingar
Úr þjóðskránni er ekki unnt að fá upplýsingar um
tölu heimila né hveijir mynda saman heimili. Ekki
er heldur að fmna fjölskyldur í venjulegri merkingu
þess orðs, heldur í þrengri merkingu, og eru
fjölskyldur samkvæmt skýrgreiningu þjóðskrárinnar
nefndar kjamafjölskyldur til auðkennis.
í töflu 8 er sýnd tala kjamafjölskyldna. í
kjamafjölskyldu em bamlaus hjón eða bamlaus kari
og kona í óvígðri sambúð og foreldrar eða foreldri
með böm eða fósturböm 15 ára eða yngri. Böm 16
ára og eldri sem búa hjá foreldri eða foreldmm em
ekki talin til kjamafjölskyldna, og fjölskylda, sem
t.d. samanstendur af móður og syni eldri en 15 ára,
er ekki kjamafjölskylda, heldur er þar um að ræða 2
„einhleypinga". Þetta þrönga fjölskylduhugtak hefur
verið notað á þjóðskrá vegna þess að hún er löguð
eftir þörfum skattyfirvalda og annarra opinberra
aðila.
Komið er fram hvemig skráningu hjónabanda er
hagað. Það hefur lengi tíðkast á íslandi að fólk hefji
óvígða sambúð og sé í henni um lengri eða skemmri
tíma. Oft er hún undanfari hjónabands en í öðmm
tilvikum varir hún sem óvígð sambúð eða henni
lýkur með samvistaslitum.
I manntali því, sem tekið var 16. október 1952 og
þjóðskráin var stofnuð eftir, var þess getið ef fólk
var íóvígðri sambúð, og það skráð á þjóðskrá. S íðan
hefurþessari skráningu verið haldið við eftir ýmsum
heimildum, en eðli málsins samkvæmt getur hún
aldrei orðið fullkomin. Bæði skortir þjóðskrá oft
upplýsingar um að óvígð sambúð sé komin á, þó að
ekkert væri til fyrirstöðu skráningar að öðm leyti, og
eins getur það verið að viðkomandi einstaklingar
hagi skráningu lögheimilis sökum hagsmuna sinna
með þeim hætti, að ekki geti komið til skráningar á
óvígðrisambúð. Hiðsamagildirumóvígðasambúð
og hjónaband, að aðilar verða að hafa sameiginlegt
lögheimili.
Ný skráning óvígðrar sambúðar byggist á
upplýsingum um sameiginleg aðsetursskipti karls
ogkonueðaflutningannarsheimtilhins. íársvinnslu
þjóðskrár 1980 og síðar hefur ný óvígð sambúð ekki
verið skráð, nema það lægi fyrir að hlutaðeigendur
ættu bam saman eða tekið væri fram á aðseturs-
skiptatilkynningu að um óvígða sambúð væri að
ræða. Tala óvígðrar sambúðar án bama var því
allmiklu lægri 1981-87 en ef skráningarreglur hefðu
haldist óbreyttar. Þegar skattkort vom gefin út í
árslok 1987 kusu margir sem vom í óskráðri óvígðri
sambúð að láta skrá hana til þess að fullnýta
persónuafslátt beggja aðilanna. Þessa gætir í tölum
frá og með 1988.
Þegar ógiftir foreldrar nýfædds bams eiga lög-
heimili saman em þeir skráðir í óvígða sambúð, og
sama á við ef foreldramir flytjast saman á sama
þjóðskrárári og bamið fæðist.
Islenskir makar vamarliðsmanna og erlendra
sendiráðsmanna koma í töflu 8 í liðina ,/nóðir með
böm“, „faðir með böm“, og „einhleypingari*. Alls
er hér um að ræða 81 einstakling í hjónabandi, en
um tölu þeinra í óvígðri sambúð er ekki vitað.
Að röktu öllu því, sem að ffaman er sagt um
skráningu óvígðrar sambúðar, má telja líklegt að
tala einstæðra foreldra sé of há í töflu 8.
Fæðingarland, ríkisfang og trúfélag
Skráning fæðingarstaðar erlendis byggist á
framlögðu vottorði eða upplýsingum á tilkynningu
um aðsetursskipti við fluming til landsins. Ætlast er
til að hún miðist við ríkjaskipan eins og hún er nú,
en ýmislegt getur orðið tíl þess, að villur séu í henni.
Fram til 1963 var ekki greint milli Danmerkur,
Færeyja og Grænlands á þjóðskrá, og mun hluti