Búskapur hins opinbera 1990-1998 - 01.11.1999, Blaðsíða 12
níunda töfluhlutanum er að fmna yfirlitstöflur um íjármál hins opinbera aftur til ársins
1945.
Heimildir um búskap hins opinbera eru að mestu leyti unnar upp úr reikningum
ríkissjóðs, sveitarfélaga og Tryggingastofnunar ríkisins. Reikningar ríkissjóðs hafa
nær eingöngu verið unnir upp úr A-hluta ríkisreiknings, sem nær yfír skatttekjur og
ráðstöfun þeirra. I B-hluta eru hins vegar færð ríkisfyrirtæki, ýmsar lánastofnanir o.fl.
Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna hefur fyrst og fremst miðast við hina
eiginlegu bæjarsjóðareikninga, en þar eru færðar skatttekjur og ráðstöfun þeirra. Efni
fyrir hreppana hefur verið unnið upp úr reikningum helstu hreppa, nokkuð breytilegt
eftir árum. Þessi úrvinnsla er síðan notuð til viðmiðunar við áætlun fyrir aðra hreppa
og sýslufélög. Þá liggur fyrir uppgjör Jöfhunarsjóðs sveitarfélaga, en Jöfnunarsjóður
er hér færður sem hluti af búskap sveitarfélaganna.
Hin síðustu ár hefur úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar á reikningum sveitarfélaganna
næstum alfarið tekið mið af uppgjöri Hagstofu íslands á sveitarsjóðareikningum, sem
nú koma út með reglubundnu millibili. Þá hefur stofnunin einnig stuðst við árbækur
Sambands íslenskra sveitarfélaga um Qármál sveitarfélag.
Yfírlitin um almannatryggingakerfíð hafa verið unnin upp úr reikningum
Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lifeyristrygginga,
slysatrygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið birtir í
Félagsmálum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins.
Frekari lýsingu á reikningagerðinni, umfram það sem fram kemur í þessu riti, er að
finna í "Búskap hins opinbera 1980-1984", "Búskap hins opinbera 1980-1989" og
"Búskap hins opinbera 1980-1991, 1992-1993, 1993-1994, 1994-1995, 1995-1996 og
1997-1998" sem fjalla um sama efni.
10