Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 3

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Síða 3
•4. árg Þ JÓÐIItf Reykjavik, 1941. 4. hefti. Gísli Sveinsson : Stjórnmál og lýðfrelsi. Erindi flutt á héraðsmóti Sjálfstæðis- manna að Egilsstöðum 24. ágúst ’41. Eins og vita má, þá hnigur öll með- ferð opinberra málefna, hinna svo- kölluðu þjóðmála eða landsmála, að þvi að gera þjóðinni, fólkinu, sem aðgengilegast og bezt að lifa i sinu landi, — að bæta afkomuna, efla hina nauðsynlegu atvinnuvegi, glæða menninguna (sem mest á þjóðlegan hátt), þannig að mannfólkið þroskist æ meir og auðgist að sönnum verð- mætum anda og handar, allt í þeirri von eða vissu, að vegur alls mann- kyns viti upp á við. Öll ótrú á þessum stefnumiðum — hvað sem á gengur — skapar vonleysi og uppgjöf í bar- áttunni, flótta frá lífinu, en það ber einmitt að fulllcomna og ekki að rýra. Allar þjóðir, sem skipa sér ákveðið sæti, telja sér heyra jörðina, sem þær lifa og starfa á: Þær vilja og verða að eiga sitt land. En á þessu hefir oft og tðum orðið ærinn misbrestur. Eins og er meðal einstaklinganna, þannig er það einnig meðal þjóðanna: Hinir sterkari hafa nær óskiljanlega til- Gísli Sveinsson. hneigingu til þess að undiroka þá máttarminni, en fóðra það með allskonar yfirskini. Hvenær slíku linnir veit enginn, og enn rofar þar lítið til.--- Þrátt fyrir allar hörmungar, sem yfir þjóð okkar hafa gengið, ánauð

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.