Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1941, Blaðsíða 6
148
ÞJÓSIN
Þannig er fvetta samkvæmt stjórn-
arskrám allra lýðræðisríkja nútím-
ans, '■— hvemig sem þessu síðar kann
að verða fyrir komið, sem væntanlega
ekki verður með frjálslegri hætti,
hverir sem, þar eiga hlut að máli, ef
dæma á eftir tikum.
2) Það er samkvæmt lýðræðisregl-
um, að stjórimiálastarfsemi almenn-
ings fari fram i flokkum, sem mynd-
ast til varðveizíu og framgangs sér-
stökum stefnum og skoðunum í þjóð-
félagsmálum, og um aðferðir til þess
að koma þeiim á framfæri. Að vísu er
það tíöum ekkí neitt leyndarmál, að
menn geta myndað flolcka í meir eig-
Ingjörnum en alþýðlegum tilgangi,
eða notað flokksstarfsemina, og þátt-
töku kjósendanna í henni, meira eða
minna fámennum hópi til framdrátt-
ar, — sem þá vitaskuld er misbeiting,
þótt ekki sé hún sérlega sjaldgæf; en
það íaskar eldd því, að þannig er ætl-
ast til, að undirstaðan sé, ef hið svo-
nefnda lýðræðt (,,demokrati“) á að
ríkja eða hafa framgang í þjóðfélög-
unum. Menn eiga sem sé þar að hafa
fullt frelsi: Skoðanafrelsi, málfrelsi,
préntfrelsi, atvinnufrelsi o. s. frv.,
geta valið og hafnað eftir fyrirliggj-
andi ástæðuni og möguleikum; og
ekki sízt frelst til þess að mynda fé-
lög og sérflokka í þeim tilgangi, að
lcoma sínum ímgmyndum og áform-
um í framkvæmd. Þá er starfsemin
að vísu eins konar „samvinna“ í
smærri stíl, innan hvers flokks út af
fyrir sig, en ekki allsherjar pólitísk
samvinna, hvað sem löngun manna
til þess kann að líða, heldur einmitt
mögnuð „samkeppni“, út á við eða
milli landsmálaflokkanna, svo að
slík þjóðfélög verða samkvæmt eðli
málsins, að vera i stöðugu „hernað-
arástandi“, skiftast í stríðandi stjórn-
málaflokka, sem stundum eiga í ill-
vígum orrahríðum, en hversdagslega
þó tíðast í aðeins „smáskæruhem-
aði“, er endað getur í hjaðningavig-
um, enda þótt einn flokkurinn kom-
ist í bili framar öðrmn, eða í aðstöðu
til þess að ráða og stjórna, sem er
vitanlega hinn opinberi tilgangur
flokkastarfseminnar með lýðræðis-
þjóðum.
*
Ef til vill líður mannkynið svo und-
ir lok, að því tekst aldrei að skapa
sér varanlegan frið, né jafnvel hverri
þjóð hjá sér. Fullvíst er, að lýðræðis-
skipulagið getur ekki orkað því inn-
an hvers þjóðfélags, þvi að baráttan
er eiginleiki þess, þ. e. samkeppnin
milli flokka, þótt ýrnsa hafi það á-
sjálega kosti, eins og greint var. Fyr-
ir þvi var ókleift, að nokkur hugsandi
maður gæti með réttu búist við nokk-
iirum Fróðafriði eða eilífri sátt, þótt
hér á landi yrði mynduð, út úr vand-
ræðum, bráðabirgða flokka-sam-
stjórn, sem kölluð hefir verið þjóð-
stjórn. — Væntanlega fer hér og ann-
arsstaðar allt eða flest í sama liorf, er
þessu ástandi lýkur, ef sama skipu-
lag á að haldast, sem trúlegast all-
margir æskja eða búast við. En um
það getur þó enginn ábyrgzt neitt, til
eða frá, þvi að reyndar er nú með
flestum ef ckki öllum þjóðum gert
ráð fyrir verulegum breytingum á
stjórnarformum þjóðanna eftir þessa
styrjöld, hverir sem ganga með sigur
af hólmi, og vafalaust meir í einræð-
isátt á ýmsan veg, hvort sem mönn-