Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 10
leikið. Má jafnvel vera, að hún hafi þá þegar grunað, hverjir stæðu að hvarfinu. Sagði hún frá draumi sínum, og þá sérstaklega mönnunum tveim, sem að Þorkatli sóttu. Var ort um drauminn ríma, sem víða flaug, en mun nú að mestu gleymd. Var þar ótvírætt gefið í skyn, að Þorkell myndi hafa sagt til morðs síns. Þótti reimt með foreldrum hans upp frá þessu. Af þessu eru að vísu ekki teljandi frá- sagnir. Hafa þau vafalaust ekki viljað um það ræða við aðra, eða ekki verið það mark á þeim tekið, að draugagangur væri settur í sambandi við þau. Frá Páli, broður Þorkels. Árið 1845 voru þau húshjón í Vallanesi í Skagafirði hjá Gísla lækni Hjálmarssyni. Fara ekki frekari sögur af þeim. Þar andast hann að Höfða 2. júní 1860, hún að Eyvindará 1. nóv- ember 1862. Eins og áður er getið voru synír þeirra þrír, og var Þor- kell elztur. Annar bróðirinn hét Páll, mikill hagleiksmaður, kunnastur fyrir bókbandsiðju sína, enda almennt kallaður Páll bókbindari. Er honum þanníg lýst, að hann hafi verið maður stór vexti, karlmenni og laglegur. Drykkfelldur var hann nokkuð, eins og svo marg- ir á þeim dögum. Kverkf jarðartunga heitir bær í Skeggjastaðasókn inn frá Mið- firði, vestan Miðfjarðarár. Settist Páll þar að ásamt konu sinni, sem hann mun hafa misst síðar, en árið 1857 gengur hann að eiga Helgu nokkra Friðfinns- dóttur. Áttu þau tvö böm með um árs millibili, fæddist það fyrra í febrúar 1860, — rúmum þrem mánuðum áður en faðir Páls andast, en það verður upp- hafið að atburðiun, sem nokkr- um tíðindum sæta. Sending 6 bréfi. I Kverkártungu var ráðskona sú er Sigríður hét Þorkelsdóttir. Var hjónaband þeirra Páls og Helgu alla tíð talsvert brösótt, hver sem ástæðan kann að hafa verið, og dvaldist henni iðulega langdvölum hjá foreldrum sín- um að Gunnarstungu. Það var á Þoiraþræl, að mað- ur kom að Kverkártungu með bréf til Páls. Var Páll ekki við, svo að Sigríður tók við bréfinu. Fékk hún Páli bréfið, þegar hann kom heim. Fann hún, að í bréfinu voru peningar, sem ekki mimu hafa verið í ríkum mæli á heimilinu, og var henni því mikil forvitni á að vita, hvað bréfið hefði að færa. Horfði hún því á Pál, þegar hann opnaði bréfið, og sýndist henni eitthvað gráleitt detta úr bréfinu á gólfið. Spurði hún Pál, hvað dottið hefði úr bréfinu, en hann kvaðst ekki hafa tekið eftir því að neitt dytti. Þó leituðu þau á gólfinu, en fundu ekkert. í bréfinu voru tvær spesíur. Bréfið sjálft var frá Guðbjörgu, móður Páls. Sagði hún þar föð- ur hans látinn, og væru spesí- urnar arfur Páls eftir hann. 1 bréfinu segist hún ennfrem- ur senda honum sendingu, sem föður hans hefði verið send; væri hún að vísu eigi góð, en hún treysti honum bezt allra barna sinna til að taka á móti henni. Einskis óvanlegs urðu þau Sigríður og Páll þó vör að þessu sinni, og er þess ekki getið, að Páll hugsaði neitt frekar mn daginn. Má telja víst, að hann hafi talið þetta markleysu eina. Er þess ekki getið í munn- mælum, að Páll á Hraunshöfða fengi nokkurn tíma sendingu. Hitt var á margra vörum, að Þorkell sonur hans fylgdi hon- um, en með hverju móti er ekki vitað. Upphaf Tungu-Brests Undir kvöldið sama dags og Páll fékk bréf móður sinnar, fer hann út í hús að sinna grip- um sínum. Veit hann þá ekki fyrri til en barið er bylmings- högg ofan í þekjuna á húsi því, er hann er staddur í. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan gat hann enga skýringu fengið á högg- um þessum, eða þeim skarkala, sem á eftir fylgdi. Upp frá þessu mátti iðulega heyra högg og ólæti í kringum Pál, hvar sem hann var stadd- ur í bænum, og þá helzt, er líða tók að kveldi. Oftast voru það þó ekki högg, heldur brestir, líkjast því aðþiurarspýturværu brotnar, eða hlautar brenndar. Oft heyrðist líka eins og leki í einhverju húshomi, eða jafnvel skammt frá manni, eins og lækju stórir dropar ótt og títt, og heyrðist mikið til þeirra, er þeir duttu á gólfið, en engin sást bleytan. Stundum var eins og stórir regndropar skyllu á gluggarúð- unum. Villti það oft fyrir mönn- um, sem hugðu komna rigningu. Þá Páll fór á aðra bæi, heyrðu menn oft ýmsa forundran á undan honum, og komst brátt í almæli, að hann væri ásóttur af draugi, sem vegna sinnar hegð- unar hlaut nafnið Brestur, oft- ast Tungu-Brestur. — Berðu nú, draugsi. Hjónaband þeirra Helgu og Páls var ja&an brösótt, og lauk því svo að þau skildu og flutt- ust hvort í sína áttina. Má nærri geta, að henni hefur eng- an veginn geðjast að ófögnuði þeim, sem fylgdi honum, þótt Brestur væri að öðru leytinu meinlaus. Engum skepnum gerði hann mein og raunar ekki mönnum heldur, að því undan- skildu, að hann hélt vöku fyrir þeim. Lét hann að vísu bresta hastarlega í hlutum og þekjum, en á innviði réðst hann aldrei, og engar skemmdir urðu á hús- munum af barsmíði hans. Páll lét sér ann um konu sína, er hún var heima, lét hana aldr- ei vera eina. En einn fékk hann ekki sofið, og þegar kona hans var að heiman, svaf Sigríður ráðskona fyrir framan hann, eða einhver nágranninn, og var honum þá einna helzt svefn- samt. Var það iðulega að hann fékk menn af öðrum bæjum til að gista hjá sér, ef ske kynni, að hann mætti komast að því hvað ólátunum ylli. Einn nágranni hans var eitt sinn hjá honum um eða eftir dagsetur, og heyrðu þeir þá lamið ofan í baðstofuna. Segir þá maðurinn: — Berðu nú, draugsi! Tók þá Brestur til óspilltra málanna og hamaðist fram und- ir miðnættið. Svo var hann þunghöggur, að undir skalf, °& rúm hristust. Gengu höggin svo ótt, að engu líkara var en ann- að barefli væri reitt til höggs Þa eitt féll. Haustið 1862 fer Helga al' farin frá Tungu og sezt að hja foreldrum símun á Gunnars- stöðum. Páll býr þá einn áfranii en hafðist iðulega við á Fossii hinum megin árinnar, um nfft- ur, er hann fékkst ekki til a^ vera einn yfir í Tungu. Sagðist honum svo frá, eina nóttina, á áliðnum vetrú er hann hugðist hafast við 1 bænum, og hafði lokandi kerta- ljós hjá sér, hefði honum eig* orðið svefnsamt fyrir leka> þar sem hvergi lak vatn. Sljákkar í Bresti. Loks hverfur Páll að því ráði að hafa tal af einhverjum fjðl' kunnugum manni til að kveða ófögnuðinn niður. Leitar hanD ráðlegginga hjá nágranna siö* um, sem fer með hann til Eiríks bónda á Ormalóni í Þistilfir®h sem álitinn var kunna öðrum meira fyrir sér. Eiríkur taldi öll tormerki á því, að unnt myndi reynast að kveða veru þessa niður, °& kvaðst lítið mundu geta við hana ráðið. Varð það samt úr, að þeir fara þrír saman að fjar'

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.