Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 18

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 18
s> o \mm s 3 Olli stillti sér virðulega upp framan við dyrnar og spurði: — Hvert er erindi ykkar, herrar mínir? En herrarnir svöruðu engu heldur hófust handa samstundis. Einn byrjaði að skafa gamla málningu af glugga, annar tók fram alls konar smiðatól, og sá þriðji kom með stiga. Herra Olli hoi-fði undrandi á þetta og var ekki ánægður, því hon- um þótti viðeigandi að jafnvel áhugasamir verkamenn bjóði hátt- settum herramönnum góðan dag. Hann hækkaði því róminn og end- urtók spumingu sína og bauð góðan dag í ofanálag. En svar kom ekki að heldur. Sá, sem var með stigann, stillti honum upp með nokkrum erfiðismunum og kippti honum nær veggnum. En þetta klemmdist hinn eðalborni vinur okkar Olli bolla óþyrmUe^a miíli stigans og veggjarins. — Heyrðu, farðu burt með þetta láttu stigann einhvers staðar annars staðar! Sérðu ekki að stend hér? Hann greip um eina rimina, en verkamaðurinn var P þegar á leiðinni upp stigann og tróð óvægilega ofan á fingur OUa' Þá var mælirinn fullur hjá Oliver frá Bollusteini og hann Þey*" 1 stiganum frá sér í reiðikasti. Tumi rak upp óp og reyndi að stöð'8 hann, en það var of seint.. . Andartaki síðar steyptist sótarinn til jarðar beint á höfuðið og stiginn á eftir. Olli sá nú of seint hvað hann hafði gert og rak upp skelfingaróp. — Stopp! Stopp! hrópaði hann. — Þetta var ekki ætl- unin! En það hjálpaði náttúrlega ekki neitt. — Ó, hvað á ég að gera, Tumi! kveinaði Olli. — Reyndu að gera eitthvað! — Það er of seint, svaraði Tumi þungbúinn. — Ef til vill verður þetta þér nauðsynleg lexía — en hún er nokkuð dýr! Olli var að þvi kominn að bresta í grát yfir þessari óhamingju þegar hann sá að verkamaðurinn stóð hægt og rólega á fætur aftur, greip stigann og lallaði að veggnum. Höfuðið á honum hafði klesstst dálítið saman að ofan, en hann lét sem ekkert hefði íslc0j’. izt. — Þetta er ó-ómögulegt! stamaði Olli þegar sótarinn klifra aftur upp stigann til að framkvæma verk sitt. — Nei, það er eitthvað bogið við þetta, sagði Tumi. — *^a skammaðist ekki einu sinni! Olla létti óneitanlega stórum við Þe og hóf brátt langan fyrirlestur um það, að eiginlega sé það u lokað að eðalbornir menn eins og hann geti orðið valdir að slik slysum. — Þegar málið er athugað nánar, þá gerði ég ekki nen ýta lauslega við honum, bætti hann við. Framh- Teiknari: Cosper Cornelius

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.