Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 6
• hJ- Heftirðœ ekki gaman af að
férðast ?
var orðin talsvert leið
á: því að vera sífellt að þvæl-
ast í lestum, en þó nýt ég þess að
ferðást. Ég veit, að það verður
voða gaman að ferðast með
Chris.
— Chris? endurtek ég.
— Ég kalla hann alltaf Chris,
byrjaði á því strax og við
kynntumst.
—Mundu eftir því að skrifa
það með ch, skýtur Kristmann
inn í.
— Við ætlum að fá okkur
bíl óðar og við höfum efni á
því, segir frú Steinunn.
7
Prú Steinunn og Kristmann
giftust í júlí 1960.
— Við höfðum þekkzt þá 31
dag nákvæmlega. Það eru 31 ár
á milli okkar. Ég hafði alltaf
haldið, að ef ég gifti mig, yrði
maðurinn minn 13 árurn eldri
en ég. Ég erfædd 13. desember,
það kemur alltaf upp talan 1
og 3, 13 -— ég hef tekið eftir
því svo oft varðandi líf mitt.
Talan snerist við hjá okkur
Chris, en það eru sömu tölu-
stafirnir.
— Er ekki erfitt að vera gift
rithöfundi? spyr ég.
Kristmann var nú niðursokk-
inn í science-fiction, svo að hann
tók ekki eftir spurningunni.
— Ekki ef það er Chris, segir
Steinunn.
— Lestu handritin hans?
— Ég er nú hrædd um það.
Les þau fram og aftur, svo les
ég prófarkirnar.
— Er hún góður krítíker?
Kristmann segir:
— Dadí er bezti krítíker,
sem ég hef nokkurn tima
haft. Sá eini, sem ég hef haft
gagn af. Ég er afar misk-
unnarlaus við sjálfan mig, en
verri er hún þó. Ef hún er að
vélrita fyrir mig beint eftir upp-
lestri, þá er segin saga, að hún
setur ekki setningu á pappír
nema hún sé ánægð með hana.
Hún bara bíður, þar til það
kemur eins og það á að vera
hjá mér.
— Já, eru konur svona góðir
bókmenntarýnarar ?
— Þær sjá það, sem máli
6
skiptir í hlutunum. Ef ég hef
eitthvert vandamál, sem ég er
að glíma við, þegar ég er að
skrifa, og tala um það óbeint
við konuna mína, þá leysist það
vanalega upp og verður ljóst
fyrir mér, segir Kristmann.
— Þér finnst gaman að fylgj-
ast með því, sem hann er að
fást við? spyr ég Steinunni.
— Auðvitað, segir hún. Það
hlýtur að fara svo, að maður
lifi sig inn í það með manni
sínum, og það er hægara með
rithöfundi en ef ég væri gift t.d.
stærðfræðingi.
— Af hvaða bók eftir mann-
inn þinn ert þú hrifnust?
— Þokunni rauðu, sérstaklega
seinna bindinu. Bæði finnst mér
hún vel skrifuð, og svo er það
andinn á bak við, sem ég felli
mig við. Annars er ég handviss
um, að hann á eftir að skrifa
sínar beztu bækur.
— Ég er eiginlega á fjórða
endurholdgunarstiginu, segir
Kristmann, og því var spáð fyr-
ir mér, að ég myndi þá skrifa
mínar beztu bækur.
— Hvernig kanntu við þig
að vera húsmóðir?
— Það er nú eiginlega hobbí
hjá mér. Ég stend í svo mörgu
öðru. Ég er að þýða bók, ég
kenni, ég vélrita stundum fyrir
Kristmann, ég skrifa bréf fyrir
hann til útlanda og fleira og
fleira.
— Mér er aftur litið upp á
hilluna til Tíbetsvitringsins og
slöngunnar. Það er líka slanga á
borðinu fyrir framan okkur.
— Líttu aftur fyrir þig, segir
Steinunn, sjáðu þessa við stand-
lampann.
Þarna hringaði sig slanga
með eiturtungu, út úr sér, eins
og viðbúin að bíta.
— Hún er úr málmi sé ég,
segi ég.
Kjarvölsk fantasía, Vor-
draumur, blasir við manni á
veggnum gegnt manni, Kvöld-
stemning eftir Jón Stefánsson er
á öðrum vegg. Kolsvartur Stein-
way-flygill, bogamyndaðar dyr
og talsvert tréverk beggja
vegna við sjást, þegar litið er til
annarrar liandar. Dyrnar og
þetta í krmg minnti á eitthvað
kirkjulegt, og indverski reyk-
elsisibnurinn í stofunni flutti
mystíkina inn í andrúmsloftið
og austurlenzku munirnir alhr-
Það var skemmtilegt að sækja
hjónin heim. Það var glatt a
hjalla allan tímann. Þegar eS
liafði þakkað þeim hjónum báð'
inn viðmótið og skemmtunina a
nýja lieimilinu þeirra — l,aU
fluttu inn fyrir li/> mánuði
og Kristmann fylgdi mér niður
stigann að íslenzkum sið, sagð*
ég, að hann væri hamingjusani-
ur.
— I fyrsta skipti, segir hann-
Nú lief ég loks fundið það, sém
ég lief verið að leita að.
Frú Steinunn Briem í anddyri nýja heimdlS
hennar og Kristmamis Guðmundssonar 11 ð
Tómasarhaga 9.
8
Kristmann leggur frá sér
vísindalegu skáldsöguna, og
sker sér væna sneið af rjóma-
tertunni og stingur upp í sig
stórum bita.
Ég hafði orð á því, að það
væri óviturlegt að freista svona
þykkvaxins manns með svona ó-
hollustu, svona fitandi, seigdrep-
andi fæðu, eins og rjómatertu.
Það væri ekkert vit í því, nema
eiginkonan vildi drepa hann
hægt, og það varð að samkomu-
lagi, að ég tæki sjálfur rífleg-
an skammt af tertunni til að
koma í veg fyrir, að Kristmann
lifði tveimur árum skemur
vegna tertuneyzlu.
— Þakka þér fyrir að fórna
tveim árum fyrir mig, segir
Kristmann við mig.
HEIMILISPDBTLIRINN