Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 14

Heimilispósturinn - 18.03.1961, Blaðsíða 14
Framhaldssagan RICHARD S. PRATHER — Ég- á við, áður en lögreglan kemur. Ég neyðist til að hringja til lög- reglunnar. — Hvað á ég að gera? spurði Elaine, — Ekkert. Vertu kyrr heima. Segðu engum það, sem þú hefur sagt mér. Þú skilur, að þetta getur orðið hœttuiegt fyrir þig, ef þeir komast að því. Þeir munu leita þig uppi. — Já. Það hafði mér ekki dottið í hug, en þetta er alveg rétt hjá þér. Jæja, þakka þér fyrir, Shell. Hvenær fæ ég að heyra frá þér? — Strax og ég veit eitthvað þýðingarmikið. Ég hafði heimilisfang hennar og símanúmer: — Þú heyrir frá mér á morgun. Ég sneri mér að Bunny: — Mig langar líka til að hitta þig seinna í dag. Meðal annars er ég spenntur eftir að vita, hvað dansfélagp þinn segir, þegar þið hittizt. — Meðal annars? Hún brosti dauflega. — Jæja, komdu þá í Rauða Hanann í kvöld. Við verðum þar bæðl tvö. — Fínt. Við sjáumst þá í klúbbnum. Stúlkumar litu hvor á aðra. Hvorug sagði orð. Það var eins og þær væru að brynja sig hvor gegn annari. Loks sagði Elaine: — Bemice, bíllinn minn er fyrir ufan, Á ég að aka þér heim? Bunny brosti: —■ Nei, þakka þér fyrir. Shell var að aka mór heim, þegar hann leit hingað upp. Mér var að verða innanbrjósts eins og eltri veiðibráð. — Þú ekur henni þá heim, Shell? spurði Elaine. — Ég verð að vera eftir og tala við lögregluna. En — ég get hringt á leigubil. — Mér þætti vænt um það, ef þú skutlaðir mér heim, Elaine, ssgði Bunny. —■ Auðvitað. — Það er óþarfi, sagði ég. — Ég hringi á leigubll... Bunny brosti elskulega: — ó, nei, Shell, við Elaine höfum svo mikið að tala um. Ég fékk ónot um mig allan innvortis. Þessi nótt hafði verið sannkölluð martröð. Ég var alveg niðurbrotinn. Og ekki batnaði mér þegar Bunny sagði á leiðinni til dyra: — Geymdu bikarinn handa mér, Shell. Þennan, sem þú ætlaðir að gefa mér stóra sjússinn úr. — Já. — Þú hringir, Shell, ekki satt? sagði Elaine. — Þú hefur númerið mitt? — Já. Shell Scott er kominn út i stór- hœttulegt œfintýri — hörkuhasar. Elaine Emerson bað hann um að- stoð vegna bróður hennar. - En hann er þá myrtur! Og sömu nótt- ina sitja tveir bófar fyrir Shell i ibúð hans . . . Og það leit út fyrir, að þær hefðu báðar númerið mitt. Ég veif^ þeim góða nótt, lokaði hurðinni og hringdi á lögguna. Tvímenningarnir sátu aftur í lögreglubílnum með handjám og haus verk. Þeir höfðu ekki sagt margt, eftir að þeir rönkuðu við sér og vorlj yfirheyrðir. Frásögn þeirra var á þá leið, að þeir hefðu snúið sér Shell Scott til að fá hann í vinnu. Hurðin var opin, og þeir settust in1^ Þá hefði komið górilla, sem þeir vissu ekki, að væri Shell, og réðist 8 þá. Þeir urðu að verja sig. — Ég segi það alveg satt, sagði sá stærri, — að við héldum, að þetta væri innbrotsþjófur. Svo héldu þeir kjafti. Og því myndu þeir halda áfram, þangað til e*n hver lögfræðingurinn, sem matar krókinn á því að starfa fyrir undir heimalýðinn, skyti upp kollinum og fengi þá lausa gegn tryggingu. Ég hafði verið yfirheyrður og stóð nú hjá Kádiljáknum mínuna °f> rabbaði við Rawlins liðsforingja í sakamáladeildinni. Mér heppnaðist 8 fá hann til að rabba um seinasta morðið. Við höfðum verið vinir leng1’ og hann var ómyrkur i máli. — Belden hét hann, sagði hann. — Craig Belden. Þrjár kúlumar get8 til kynna, að þama hafi verið atvinnumenn á ferðinni. Kannski ré" líka. Peningaskápurinn var tómur. — Hafið þið eitthvað á Belden? — Ekki ennþá. Hann virðist hafa verið alveg hreinn. — Nokkuð til að fara eftir? — Smávegis. Hann gjóaði augunum á mig, eins og hann væri hi*5* á áhuga mínum. —Einhverjir nágrannar heyrðu skotin og litu út 11,11 glugga. Þeir sáu tvo menn aka burt i bifreið. Hann kveikti sér í sígaretlu og svældi tvisvar: — Það sást lika svolítið meira. Það getur orðið mi^ ilsvert. Líklega bezta sporið, sem við höfum til að fara eftir. Mér var ekkert um þetta gefið: — Hvað var það? — Það er einn, sem segist hafa séð kvenmann flýja staðinn skömm0 eftir að skotin heyrðust. Ertu með? Eftir að mennimir tveir voru farnir- Ég tók upp sígarettu og kveikti í henni. — Fróðlegt, sagði ég. — En biddu með að láta blöðin fá þetta. Annars ■ • — Blöðin eru þegar búin að snasa þetta upp, greip hann fram í. —■ okkur er það hvort eð er mikið áhugamál að ná I stúlkuna. Kannsk' hefur hún orðið áhorfandi að morðinu, Ég var skyndilega skraufþurr i hálsinum. Þegar fréttin kæmi í blo^' unum og útvarpinu, myndu morðingjamir fá vitneskju um, að þeir hef011 ekki verið einsamlir, þegar þeir tóku Craig i gegn. Þeir myndu ham' ast við að reyna að hafa upp á kvenmanninum hvert einasta andartaK þangað til það heppnaðist. Elaine. Hún myndi ekki lifa lengur en þang8® til þeim heppnaðist að finna hana. Ég var eiginlega alveg að því kominn að segja Rawlins upp alla sög' una, en sat samt á mér. Ennþá vissum við aðeins tvö það, sem gerzt hafði. Það var bezt að hafa það svo áfram. — Nokkur lýsing? spurði ég. — Heldur fátækleg. Hún var vist i hvítum kjól, að hann álítur. Hú11 stökk inn I bil og þeysti af stað. Hann leit á mig: — Hvers vegna ert þú svona fullur af áhuga, Shell? Ég glotti. — Ég er alltaf fullur áhuga á þínu hörkuspennandi starfi, RawlinS' Auk þess er morðið og árásin á mig framkvæmt svo til á sama tíma. ekki hugsanlegt, að þeir hafi komið beint til min eftir morðið? — Það held ég ekki. Belden var myrtur tíu mínútur yfir þrjú, þá hafa delarnir, samkvæmt framburði þínum, setið héma. Þeir haf® áreiðanlega beðið tímakorn eftir þér. Rawlins sagðist ætla með þá á stöðina og spurði mig, hvort ég vllcl1 koma með. Þegar þeir voru horfnir fyrir homið, æddi ég upp í íbúð' ina og hringdi til Elaine. Það var ekki svarað. Hún var ennþá að rabb8 við Bunny. Vonaði ég. Morðdeildin er á þriðju hæð í lögreglustöðinni í Los Angeles. Ég kom rétt eftir Rawlins, las fyrir og umritaði framburð minn. Tvimen11' NKIMILiaPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.