Heimilispósturinn - 17.06.1961, Page 14

Heimilispósturinn - 17.06.1961, Page 14
Framhaldssagan Shell Scott RICHARD S. PRATHER — Já, auðvitað gerði ég það. En það er búið að kveikja bál undir iljum þínum, Shell. Þetta var Sam líkt. Logarnir sviðu hann, en á það minntist hann ekkert. Hann hélt áfram: — Einhverjir áhrifamenn eru komnir á þá skoðun, að það eigi að taka einkalögguleyfið af þér. Ég sé þig rétt í anda vaða um án leyfis og skammbyssu. — Ég líka. En það stendur aldrei lengi. Annars þori ég að veðja átta á móti fimm, að það sé Silverman, sem stendur á bak við þetta. — Byrjaðu nú ekki á ... — Ég skauzt til hans í gærkvöldi. — Hvctö flrerðirðu? Þetta var hreint öskur í símann. Eftir nokkur nrrhljóð hélt liann áfram með óhugnanlegri ró: — Ég geri ráð fyrir, að þú hafir líka gefið honum einn á’ann? — Síður en svo. Ég rabbaði bara við hann. — Ætli það sé ekki bezt, að þú komir niður eftir og segir mér frá. — Verður mér sleppt aftur? — Þú ert ekki eftirlýstur ennþá. Já, meðan ég man. Við vitum núna, hver það var, sem sást hlaupa frá morðstaðnum. Ég greip fastar um símtólið. Elaine, sem sat við liliðina á mér í sófanum, veitti því eftirtekt og spurði: — Hvað er það, Shell? Ég svaraði henni ekki, en spurði Sam: — Jæja? Og hvað er það nýjasta af konunni í hvíta kjólnum? — Hún heitir Elaine Emerson, og er hálfsystir Belden. — Hvar fékkstu þá vitneskju, Sam? — Það lá í augum uppi frá byrjun. Hún var með bróður sínum um kvöldið. Áður en hann var myrtur. Hún var í hvítum kjól. Nú er hún horfin. Navarro líka. En Rawlins og Simpson hafa talað við dansfélaga hans. Bernice Wade lieitir hún. Þekkirðu hana? Hann vissi mætavel, að það gerði ég. Ég svaraði: — Já, ég — lnimm — kannast við liana. — Þakka þér fyrir, að þú skyldir segja mér frá því. Þú skyldir þó aldrei geta sagt mér eitthvað svolítið meira? Það gat hafa verið Bunny, sem sagði Rawlins frá Elaine. Og þá hafði hún áreiðanlega sagt ýmislegt fleira. Svo að ég sagði: — Jú, Sam. Ég gæti víst sagt þér ýmislegt. Ég kem eins og skot. — Hringdu ekki af alveg strax, Shell. Ef þú veizt, livar Elaine Emerson er, þá ættirðu að segja mér það. Ég svaraði ekki, svo að hann hélt áfram: — Ég get sagt þér það í fullri hreinskilni, asna- cjálkinn þinn, að jörðin brennur undir fótum þinum. Hvert minnsta ílappaskot kostar þig ævilanga tómataræktun í Imperial-dalnum. Sf þú ert afskaplega heppinn. — Rólegur, Sam. Ég ... Hann greip næstum æðislega fram í fyrir mér: — Ef þú veizt, hvar liún er og þegir um það, þá gerist þú sam- sekur. Það er nógu slæmt fyrir ... — Rólegur, Sam. Ég verð kominn innan liálftíma. Hann varp öndinni þungan: — Þá það,' en taktu nú ekki upp á neinum heimskupörum á leið- nni. — Ég skal vera varkár, lofaði ég og lagði á. Elaine leit spyrjandi i mig, svo að ég sagði: — Þeir vita allt um þig, — að þú hafir ílaupið frá morðstaðnum. Þeir hafa alltaf reiknað með, að það hafi ærið þú. Svo að morðingjarnir hafa líka verið á liöttunum eftir jér allan tímann. Hún var alvarleg í bragði: — Ég bjóst við einhverju þessu líku. Hvað nú? — Lögreglan veit ekki ennþá, að þú sért hérna á Stuvvesant, svar- iði ég. Annars væru þeir þegar farnir að hamast á hurðinni. En rúðu mér, þeir eru komnir á slóð þína, og þeir finna þig. Gerðu >eim ekki auðveldara fyrir með því að fara eitt andartak út úr búðinni. — Ég verð þó að hafa eitthvað að borða. — Þú getur lifað á kexi og liafragraut. En farðu ekki út. Lög- •eglan hérna er sú snjallasta í landinu. Þeir finna þig áreiðanlega, )ótt þú hjálpir þeim ekki til þess. Þeir vilja bara fá að vita, hvað 14 — HEIMILISPÓSTURINN gerðist, þegar hróðir þinn var myrtur. En þegar það fréttist, a<5 þú sért fundin, munu glæponarnir líka reyna að hafa sainband við þig. — Heldurðu, að þeir ætli að drepa mig? Ég sá þá ekki einu sinni. — Veit það ekki. En ég held, að þeir drepi þig, — alveg eins og bróður þinn. Áður en ég fór kveiktum við á útvarpinu og hlustuðum á frétt- irnar. Elaine var aðalfréttaefnið. Þulurinn endurtók allt, sem Sam hafði sagt og meira til. Nóttina eftir að bróðir hennar hafði verið myrtur, hafði hún sézt ásamt Sheldon Scott, einkalögreglumanni i Los Angeles. Elaine var áhyggjufull, en hún sagði ekkert frekar, þegar hún fór. SAM sat við skrifborð sitt og tuggði eldlausan vindilinn. Ég hafði sagt honum allt sem ég vissi um Elaine. Svo til allt. Og allt, sem hún hafði sagt mér og kom málinu við. Til þess að skrökva engu. hafði ég ekkert minnzt á það, hvort ég vissi um, hvar hún væri niður komin. Þegar ég þagnaði, sagði Sam: — Fínt, — og livar er hún? — Hvað kemur þér til að halda, að ég viti það? — Við skulum nú ekki fara að byrja aftur á þessu orðaskaki. Við bíðum þá heldur með það. Það var ekki líkt Sam að gefast svona fljótlega upp við neitt. Ég var ekki á því, að liann væri uppgefinn. Ég sneri mér því að öðru: — Þrýstingurinn ofanfrá og afskipti manna á háum stöðum högum mínum sanna ljóslega, að það er enginn venjulegur glsepon. sem við eiguin í höggi við. Þetta hlýtur að vera maður með bseði áhrif og peninga. — Ég verð að viðurkenna það, að þeir hafa veitt þér ærinn starfa. — Já, og maðurinn, sem greiðir byssubófunum, er annað livort Goss eða Silverman, eða báðir tveir, Bob-arnir tveir. Sam neri nefið á sér. — Goss kannske, urraði hann, en ég vil ekki heyra þetta kjaft* æði um Silverman. — Bíddu þangað tþ þú heyrir það, sem gerðist heima hjá honum í gærkvöldi. Ég sagði honum upp alla söguna í smáatriðum, og því lengr3 sem leið fannst mér hún verða veikari og veikari. Það leyndi ser ekki, að Sam var ekkert yfir sig hrifinn. — Og af þessum sökum heldur þú, að hann sé óvinur samfé- lagsins númer eitt? sagði hann. — Vertu ekki að þessu, Sam. Ég held, að hann sé alveg n®" kvæmlega sá, sem hann virðist vera, — og auk þess háll og snið- ugur þrjótur, hættulegri en skeilinaðra. Hann hefur reynt að láta myrða mig, og það kæmi mér ekkert á óvart, þótt hann stseði á bak við morðið á Belden. Sam starði á mig: — Hvers vegna í ósköpunum heldurðu, að hann sé þessi skúrkur? spurði hann og liristi höfuðið. — 1 fyrsta lagi af því að hann var um borð í snekkjunni. 1 öðru lagi eftir framkomu lians í nótt að dæma. — Skýringar lians eru pottþéttar. Hann vill ekki lenda í neinum kjaftagangi. Ekki satt? — Þetta væri allt í lagi, ef hann væri saklaus. En ... — Nei, hlusta þú nú á mig! Þú ferð heim tii Robert C. Sil'’er' man, sem bara er einn rikasti og áhrifamesti og traustasti maður- inn í öllu fylkinu. Klukkan þrjú að nóttu — út í Bel Air. Hann býður þér inn, gefur þér sjúss og sýnir þér verðmætu bækurnar sínar! Og svo getur þú verið að kvarita. — Almáttugur, Sam. Hann sýndi mér ekki bara bækurnar! Hann ógnaði mér! — Þvílík ógnun! Hann reif í sundur bók, sem hann átti sjálfuD eða var ekki svo? — Þetta var eklci bók. Þetta var hindúahandrit á pálmablöðum eða ... — Hindúa! Mér er víst sama, þótt það hefði verið Hemingsvuý- Hann beit í vindilinn, og sagði rólega: — Shell, kann að vera, nð þú hafir fundið spor, það er ómögulegt að segja. Ég var bara nð sýna þér, hversu fáránlega saga þín lætur í eyrum annarra. Eg ætti að vera orðinn vanur þessum fáránlegu sögum þínum. Ég varð að viðurkenna, að hann hefði rétt fyrir sér. En ekki var áframhaldið betra. Hann spurði: — Að því undansikldu, að hann var um borð í snekkjunni, hvao kemur þér til að halda, að liann hafi verið viðriðinn morðið :1 Belden? Ég ók mér: — Ja, ég hef eiginlega ekkert ákveðið. Ekkert, sem kæmi að haldi í réttarsal. Þetta — þetta er nú eiginlega bara — tilfinningaatriði- — Tilfinningatriði, sagði Sam hæðnislega. Það er ekki nóg, Shel . Ekki meðan hann hefur ekki svo mikið sem spýtt á gangstétt. Hann

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.