Heimilispósturinn - 17.06.1961, Side 21

Heimilispósturinn - 17.06.1961, Side 21
Eftir mikil vonbrigði rœttist ósk hsnnar Audreij Hepburn er nú hamingjusamari en nokkru sinni fyrr ... Þetta er sagan um hinn fórnfúsa mann hennar, sem stóð við hlið hennar, þegar sorgin virtist vera að yfirbuga þau og yfir þeim vofði gjöreyðilegging litla heims ins, sem þau höfðu byggt sér sameigin- lega. Þetta er sagan um litla drenginn, sem gerði foreldra sína að hamingjusöm- ustu hjónum heimsins. Fyrst nú, þegar litli drengurinn er níu mánaða, er hægt að seg ja alla söguna. Þannig vildi Audrey Hepbum að það yrði, því að það er hún, sem er miðdepill sög- imnar, sem þér lesið nú ... FYRSTU lijónabandsár Audrey Hepburn og Mel Ferrer er hægt að segja, að þau hafi búið í ferðatöskum. Fyrst bjuggu þau á hótel- lierbergi í Róm, svo leigðu þau sér sumar- bústað nálægt Madrid. Næsta vetur l)juggu þau í London, en fóru svo til Parísar snemma vors. Audrey Hepburn og Mel Ferrer fannst þau með réttu vera flækingar. Að vísu liðu þau ekki skort, en bæði söknuðu þess mjög að geta ekki hvílt sig, að geta ekki ‘ setzt í djúpan hægindastól með inniskó á fótunum og við brakandi eld í arni. Þau höfðu ákveðið sín á milli, að þau skildi' setjast að í Evrópu. Á dögum þotanna ei engum erfiðleikum bundið, að komast ti Holtywood eða New York. En livar í Evrópu' Sviss varð fyrir valinu. Þar liöfðu þau gif sig og þar leið þeim vel. Þau völdu sér hú: í fjöllunum umhverfis Luzern. Cr glugga húss- ins var undurfagurt útsýni. Andrúmsloftið var tært og hreint. Sólin skein og ilmaði blóma- ilman lagði inn um gluggana. Það var ekki að undra, þótt vinir og ættingjar nefndu heim ili þeirra ,,paradísina“. Audrey hugsaði vel um mann sinn og liún var góð og skilningsrík stjúpmóðir fjögurra barna Mels. Það var ekki til neitt, sem hét „börnin þín“. Alltaf var það „börnin okkar“. En allir fundu, að undir niðri bjó sorg. Hana langaði svo mjög til að verða móðir ... Iijónin meS nýfæddan son sinn. HEIMILISPÓSTURINN — 21

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.