Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 97
í ljósi sögunnar sjáist að átt sé við menn sem beita böm ofbeldi en ekki
ástir tveggja karlmanna og því verði orðalaginu breytt, meðal annars
vegna breyttra tíma og vegna þess hve orðið kynvillingur þyki niðrandi
orð tengt samkynhneigðum.30 Ekki em allir á eitt sáttir um væntanlegar
breytingar og Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hefur verið
einna háværastur andmælenda. Gunnar ritaði bréf til Morgunblaðsins
þar sem hann meðal annars gagnrýndi vinnubrögð fræðinefndarinnar
og taldi hana vera að breyta merkingu í texta Biblíunnar. Sagði hann
að í trúarsöfnuði sínum yrði áfram stuðst við eldri þýðingu á Biblíunni
frá árinu 1981.31
Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að miklar breytingar hafa orðið
á stuttum tíma hvað varðar viðhorf til samkynhneigðra og umræðu
um málefni þeirra. Það er ekki ofsögum sagt að samkynhneigð hafi
„komið út úr skápnum" á Islandi á undanfömum þremur áratugum.
Samkynhneigð hefur farið frá því að vera mikið launhelgismál yfir í að
teljast sjálfsagður hluti af fjölbreytilegu litrófi lífsins. Þó heyrast enn
þann dag í dag gagnrýnisraddir í þjóðfélaginu sem mæla gegn auknum
réttindum samkynhneigðra og em rök þeirra sem á móti þeim em oftast
fengin úr Bibliunni.
Þótt skoðanakannanir sýni viðhorfsbreytingar almennings til
samkynhneigðra er einnig oft hægt að lesa inilli línanna viðmið og gildi
samfélagsins úr umfjöllun hinna ýmsu fjölmiðla um málefnið á ámnum
1975 til 2005. Orðið kynvilla var gjaman notað um samkynhneigð
framan af en þá þóttu orðin hommi og lesbía eitt af því ljótara sem
hægt var að segja. Kynvilla hefur með tímanum orðið að víkja fyrir
orðinu samkynhneigð og þykir fyrmefnda orðið nú niðrandi. Með
lagabreytingu ffá árinu 1996, sem nánar verður vikið að síðar, taldist
það svo refsiverð hegðun að fjalla á niðrandi hátt eða mismuna fólki
á einhvem hátt vegna kynhneigðar þess, nokkuð sem fjölmiðlar þurftu
ekki að hugsa til fyrir þann tíma.
Hinsegin dagar em stór þáttur í þessum sýnileika, að sýna ffam á
að samkynhneigðir em jafn ólíkir og þeir em margir, rétt eins og
gagnkynhneigðir og að hinar stöðluðu ímyndir um kvenlega hommann
og karlmannlegu lesbíuna eigi ekki við nein rök að styðjast.
Hinsegin dagar vom fyrst haldnir árið 1999 þegar blásið var til
lítillar hátíðar á Ingólfstorgi til að minnast þess að 30 ár vom liðin frá
Stonewall-uppreisninni. Ari síðar var haldin ganga niður Laugarveg í
fyrsta sinn í tengslum við að Reykjavík var ein af menningarborgum
Evrópu það árið. Þátttaka hefur aukist jafnt og þétt með áranum og
em Hinsegin dagar orðin ein fjölmennasta fjölskylduhátíð Reykjavíkur,
að Menningamótt og 17. júní undanskildum. Arið 1999 tóku um
1500 manns þátt í hátíðarhöldunum á Ingólfstorgi en sumarið 2005
er talið að um 40 þúsund manns hafi mætt í miðbæ Reykjavíkur til
að taka þátt í skrúðgöngunni eða fylgjast með. Heimir Már Pétursson,
framkvæmdastjóri Hinsegin daga, sagði í viðtali við Morgunblaðið árið
2002 að Hinsegin dagar á íslandi væm orðin ein af fimm stærstu Gay
Pride hátíðunum í Evrópu.36 Fjöldi félaga um málefni samkynhneigðra
stendur að Hinsegin dögum með Samtökin '78 fremst í flokki.37
Eins og samkynhneigðir sjálfir hafa bent á er umræða um málefni
þeirra á opinbemm vettvangi forsendan fyrir því að hægt sé að ná
markmiðum um jafnan rétt fyrir lögum. Stofnendur og starfsmenn
Samtakanna '78 hafa verið leiðandi afl í vitundarvakningu meðal
samkynhneigðra og einnig gagnvart samfélaginu. Samtökin '78, og
öll hin samtök samkynhneigðra sem sprottið hafa upp í kjölfarið,
hafa átt hvað stærstan hlut í að opna umræðuna um samkynhneigð i
samfélaginu. Hefur aukinn sýnileiki ekki bara opnað augu almennings
fyrir málefnum samkynhneigðra, heldur ekki síóur aðstoðað þá sem em
á leið út úr skápnum.
c^&fnceyni
Sviðsljósið beindist að samkynhneigðum á 9. áratugnum þegar alnæmi
kom í fyrsta sinn upp hér á landi. Alnæmi var reiðarslag fyrir lítið og
veikburða samfélag homma og lesbía á Islandi. Hlutfall HlV-jákvæðra
meðal homma reyndist svipað og á hinum Norðurlöndunum (um 2/3
smitaðra á 9. áratugnum) og fátt um vamir þar sem lítið sem ekkert var
vitað um smitleiðir sjúkdómsins í upphafi.38
Lítið var rætt opinberlega um alnæmi hér á landi fyrr en árið 1983
þegar blaðaskrif hófust um málið. Lítið var þó enn vitað um sjúkdóminn
og gjaman talað um hann sem nýja tegund krabbameins sem legðist
á homma. Jafnframt var lítið vitað um smitleiðir en talið líklegt að
eitthvað í háttemi homma væri ástæða fyrir sjúkdómnum. Haustið 1985
var staðfest að einn Islendingur hefði greinst með alnæmi og nokkrir
til viðbótar líklega smitaðir af veimnni. íslendingar gátu ekki lengur
stungið höfðinu í sandinn og talið þetta vandamál erlendra þjóða.
Alnæmi var fyrst og fremst álitið hommasjúkdómur sem heiðvirðum
borgumm ætti að vera óviðkomandi. Það gefur augaleið að talsverðs
bakslags gætti í réttindabaráttu samkynhneigðra á þessum árum.39
Alnæmissamtökin vom stofnuð á Islandi þann 5. desember árið
1988 með það að leiðarljósi að „auka þekkingu og skilning á alnæmi
og að styðja sjúka og aðstandendur þeirra.“40 Alnæmissamtökin hafa
verið Ieiðandi afl í forvamastarfi gegn alnæmi allt frá stofnun félagsins.
Starfsemi Samtakanna '78 markaðist jafnframt mjög af baráttunni gegn
alnæmi á níunda áratugnum. Samtökin gerðu árið 1986 þá kröfu til
yfirvalda að þau höfðuðu einkum til homma í forvamaráróðri sínum og
veittu yfirvöld lítils háttar fjárstyrk til stöðu forvamarfulltrúa á vegum
félagsins, tvisvar sinnum í hálft ár 1987 til 1989 og vamaráróður með
beinni skírskotun til samkynhneigðra leit smám saman dagsins ljós.
Baráttan snerist ekki síst um það að vinna bug á þeim fordómum
sem samkynhneigðir og HlV-smitaðir urðu fyrir. Landlæknir og
heilbrigðisyfirvöld snemst einnig á sveif gegn útbreiðslu alnæmis með
því að hvetja fólk til notkunar smokksins sem fram að því hafði verið
talsvert feimnismál.41
Landlæknisembættið með Ólaf Ólafsson ffemstan í flokki skar
upp herör gegn hinum nýja sjúkdómi í kjölfarið. Ólafur sagði meðal
annars í viðtali við Helgarpóstinn í nóvember árið 1986 að hæpið
væri að tala um áhættuhópa þeirra sem smitast gætu, alnæmi væri ekki
einkamál samkynhneigðra og fíkniefnaneytenda.42 Brýnt var fyrir fólki
í auglýsingum frá Landlæknisembættinu að allir gætu smitast af alnæmi
^s)a7ntöftin oy sýnifeiffinn
Samtökin '78 vom sfofnuð 2. maí 1978 með undirheitinu Félag
homosexualfólks á Islandi sem síðar var breytt í Félag lesbia og homma
á íslandi. Stofnfundinn sátu rúmlega tuttugu karlmenn og var Guðni
Baldursson viðskiptafræðingur kjörinn formaður samtakanna. Nafn
félagsins var myndað að norrænni fyrirmynd, samanber heiti danskra
samtaka samkynhneigðra, Forbundet af 1948, sem upphaflega var eins
32
konar felunafn.
Samtökin '78 vom þó ekki fyrsti félagsskapur samkynhneigðra á
íslandi því árið 1976 stofnuðu Guðmundur Sveinbjömsson, Reynir Már
Einarsson og Veturliði Guðnason til óformlegs félagsskapar sem þeir
nefndu lcelandic Hospitality í því skyni að efla félagsskap og vináttu
íslenskra homma við sína líka í öðmm löndum og sýna erlendum
hommum gestrisni hér á landi. Hreyfing samkynhneigðra leit frá fyrstu
tíð til þess stuðnings og þeirra fyrirmynda sem sækja mátti út fyrir
landsteinana, enda vom miklar hræringar meðal samkynhneigðra um
allan hinn vestræna heim á þessum ámm. Icelandic Hospitality var þó
lagt niður eftir stofnun Samtakanna '78.33 Sagt var ffá stofnun Icelandic
Hospitality í Dagblaðinu en forsvarsmaður samtakanna vildi ekki koma
fram undir nafni til að eiga ekki á hættu að verða fyrir ofsóknum eins og
komið hafði fyrir tvo af vinum hans. „Ekki stofnuð til að auka kynvillu“
var fyrirsögn fréttarinnar þar sem forsvarmaður samtakanna sór af sér
þann misskilning að samtökin væm stofnuð til að „draga fleiri inn í
hópinn". Sjálfir settu forsvarsmenn samtakanna spumingamerki við
kynvillinga orðnotkunina og rituðu orðið sjálfir innan gæsalappa. Bentu
þeir meðal annars á að orðið trúvilla hafi vikið fyrir frelsi I trúmálum á
nokkmm öldum.34
í dag em Samtökin '78 stærsta félag samkynhneigðra á Islandi
með um 300 félagsmenn og em forystuafl í mannréttindabaráttunni.
Samtökin reka félags- og þjónustumiðstöð, ráðgjöf, skólafræðslu og
almenningsbókasafn í miðbæ Reykjavíkur í eigin húsnæði sem keypt
var árið 1998 með fjárstyrk Reykjavíkurborgar. Árlega sækja um 5000-
6000 manns menningar- og þjónustumiðstöð félagsins sem er til húsa á
Laugavegi 3.35 Fleiri félög hafa síðar litið dagsins ljós sem hafa málefni
samkynhneigðra og baráttu þeirra fyrir rétti sínum að leiðarljósi.
Sýnileikinn hefúr verið eitt helsta baráttumál Samtakanna '78
ffá upphafi, að samkynhneigðir víða í samfélaginu láti í sér heyra
og séu óhræddir við að ræða málefni samkynhneigðra opinberlega.
‘Z$aynir d.oo6 ýtf