Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 89

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 89
MAÍ. Meðal þeirra voru Ari Trausti Guðmundsson, í Eik(m-l) og ábyrgðarmaður Verkalýðsblaðsins, og Hjálmtýr Heiðdal, í KSML og ritstjóri Stéttabaráttwmar. Um 50 nýir félagar gengu í MAI á fundinum og var þá félagatalan um 130.19 Þótt ný stjóm hafi verið kosin og þó svo að MAÍ nyti velvildar tveggja vinstrihreyfinga, var félagið nánast óvirkt á þessu tímabili. Engin tímarit eða bæklingar vom gefnir út um Albaníu undir merkjum þess. Haldnir vom aðalfundir einu sinni á ári og sama stjómin endurkosin. Eini fundurinn sem félagið stóð fyrir til að kynna Albaníu var haldinn i nóvember 1974, í Lindarbæ, á 30 ára afmæli frelsunar Albaníu undan oki fasista. Á fundinum vom flutt erindi um sögu Albaníu og fjallað um ástandið í landinu. Auk þess var borin fram áskoran til ríkisstjómar Islands um að viðurkenna Albaníu. Fundinum var svo slitið með baráttusöng verkamanna, intemasjónalinum. Ekki var barist sérstaklega fyrir því hjá MAI að íslensk stjómvöld tækju upp stjómmálasamband við Albaníu og var þetta eina skiptið sem þetta mál var tekið upp hjá félaginu. ísland tók upp stjómmálasamband við Albaniu 1976 eftir að ósk þess efnis barst sendiráði Islands í Stokkhólmi, frá albanska 20 sendiherranum. Þrátt fyrir lítið starf MAI vora settar fram hugmyndir á aðalfundum hvemig efla ætti félagið. Stofna átti Albaníudeild á Akureyri og fá sjónvarpsmyndir um Albaníu að láni frá menningartengslafélaginu í Danmörku til sýninga hér. Hugmyndir vora líka settar fram um að félagið myndi hafa til útvarpserindi um Albaníu til flutnings í Ríkisútvarpinu.21 En engar af þessum hugmyndum vora framkvæmdar. Félagsmenn í MAI árið 1975 vora um það bil 177. Ekki er víst að þeir hafi allir verið virkir, þar sem starfsemin var ekki mikil. Sigurður Jón Ólafsson, formaður félagsins 1974-1979, segir að þeir sem vora virkir hafi verið í miklu pólitísku starfi með KSML eða Eik(m-l). Því sat félagið á hakanum.22 Eini aukafundurinn sem var haldinn var um miðjan júni 1978 vegna fyrstu heimsóknar sendiherra Albaníu, Dino Bashkim, til Islands. Á þeim fundi vildi sendiherrann hafa nánari samskipti við MAI og tók fram að hjá sendiráðinu í Stokkhólmi væri fáanlegt efni um Albaníu til að lána félaginu.23 MAÍ hafði engin bein samskipti við Albaníu á þessu tímabili. Öll samskipti við Albaníu vora í gegnum sendiráðið í Stokkhólmi. Þegar ljóst varð að Kína hafði slitið öllum samskiptum við Albaníu og hætt allri efnahagsaðstoð 13. júlí 1978, tóku KSML og Eik(m- 1) afstöðu með Kína. Sambandsslit ríkjanna hafði haft nokkurra ára aðdraganda. í upphafi litu Eik(m-l) og KSML á allar fréttir um deilur þeirra sem „rógburð afturhaldsins", en þegar sambandsslitin urðu ljós, gagnrýndu þau Albaníu harkalega í blöðum sínum og var þjóðin sökuð um að valda klofningi innan heimshreyfingar marx-lenínista með árásum sínum á Kína.24 Áhugi stjómar MAÍ á störfum félagsins dvínaði eftir þetta, þar sem Eik(m-l) og KSML tóku málstað Kínverja. Sumir í stjóminni töldu að leggja ætti félagið niður þar sem skoðanir stjómvalda í Albaníu vora í ósamræmi við skoðanir allra virkra félaga í MAI. Auk þess gerði krafa albanskra stjómvalda um að menningartengslafélög tækju afstöðu með Albaníu í deilum þeirra við Kína, nánast út um að stjómin gæti unnið í félaginu. 25 Stncfurreísn fftjCenninjartencjsfa C^fBaníu oj ffsfancCs cq starfseynijfefayóins lyjy-ljyz Þeir sem ákváðu áð endurreisa félagið í november 1978 höfðu flestir verið félagar í maóistasamtökunum KSML(b) eða tengst þeim á einhvem hátt. Samtökin voru lítil og störfuðu nánast ekkert áður en sambandsslitin urðu á milli Kína og Albaníu. Fyrir þann tíma skiptu þau sér ekkert af MAI. Félögum KSML(b) fannst stefna Flokks vnmwmar líkjast meira þeirra hugmyndum en annarra kommúnistaflokka um uppbyggingu kommúnistaflokks og skilgreiningu á hlutverki marx- lenínismans. Því sóttu þeir því innblástur frá Albaníu. Félagar KSML(b) töldu að erfiðara væri orðið að átta sig á stjómmálaþróuninni í Kina á undanfömum árum og erfiðara var íyrir þá að sætta sig við það sem virtist leið Kínveija að bættri sambúð við Bandaríkin og þróun í átt að kapítalisma 26 Haldinn var aðalfundur þann 25. nóvember 1978. Fáir mættu og var því ákveðið á fundinum að halda framhaldsaðalfund snemma á næsta Zi\/tenninjartenjsf cfEffianíu oy fsfancfs ári. Var hann haldinn 24. febrúar 1979 í sal Sóknar að Freyjugötu 27. A þeim fundi var Þorvaldur Þorvaldsson, ungur trésmiður og fyrram félagi í KSML(b), kosinn formaður. I stjóm félagsins vora kosnir Hrafn E. Jónsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Einar Steingrímsson og Jóhann Þórhallsson. Þeir vora líka allir fyrram félagar í KSML(b). í varastjóm vora kosnir Runólfur Bjömsson og Sigurður Jón Ólafsson fyrrverandi formenn en Sigurður hætti fljótlega í MAÍ eftir framhaldsfundinn.27 Á fundinum fóra fram umræður um það hvort MAÍ ætti að taka afstöðu í deilum Albaníu og Kína. Eldri félagsmenn, sem vora í Eik(m- 1) og KSML, vildu að félagið yrði hlutlaust en nýju félagamir, sem komu frá KSML(b), vildu að það tæki afstöðu með Albaníu. Töldu sumir, þar á meðal nýkosinn formaður, að þeir sem ynnu gegn Albaníu ynnu gegn félaginu. Miklar umræður hófust um hvort þeir sem taldir vora vmna gegn félaginu ættu að fá að vera í því. Þessum deilum lauk þannig að eldri félagsmennimir hættu og nýja stjómin sem var kosin tók afstöðu með Albaníu. Nýja stjómin ákvað að félagið skyldi kynna sjónarmið Albaníu í deilum sínum við Kína. Það gerði félagið í tíðindabréfum sínum og var aldrei áður gefið út eins mikið efni um Albaníu og á þessu tímabili. Félagatala MAÍ árið 1979 hafði fallið úr 130 frá 1974 í 67. Svipaður fjöldi og gekk í félagið eftir endurreisn þess 1974 sagði sig úr því, eða um 50-60 manns. Fylgi vinstri hreyfinga fór líka dvínandi á þessum tíma og gat það líka haft þau áhrif að menn vildu ekki vera lengur í félaginu. Suður-Albanskir verkamenn heimsóttir árið 1974. rnnincj á afSHnsfjum sásiafismaf ritum jenninjartenqsfa cfBffjaniu cy fjsfancfs Eftir sambandsslitin við Kína var Albanía einangrað land. Það var ekki í neinu bandalagi, eins og það hafði verið í áður, fyrst með Júgóslavíu, svo Sovétríkjunum og síðast Kína. Frekar en að halla sér að einhverju öðra ríki eða reyna að ffiðmælast við fyrrverandi bandamenn, beitti Flokkur vinnunnar sér fyrir því að kynna Albaníu sem eina ríkið þar sem hinum sanna marx-lenínisma væri fylgt. Flokkurinn væri einhvers konar kyndilberi sósíalismans í heiminum sem væri umkringt óvinum. Flokkur vinnunnar bjó til ímynd af Albaníu sem litlu en stoltu ríki, sem myndi aldrei láta stórveldi traðka á sér og væri tilbúið að berjast vtð hvem þann sem reyndi slikt. A þessu tímabili vora gefin út mörg verk eftir Enver Hoxha í Albaníu. I þeim var gert mikið úr afhjúpunum hans á endurskoðunarsinnum í gegnum tiðina. Fjallað var um baráttu öreiganna gegn auðvaldinu og endurskoðunarsinnum. Aldrei fyrr hafði verið gefið út svona mikið af ritum um albönsk stjómmál og var mikið fjallað um þessi rit hjá MAI. ^Sajnir 2.006 Sy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.