Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 62
‘tJxuílfijrar íitijfeicSzViyar um stjórn- oy 'SamjefajsjerQ fjrienfancfó á miöófcfurn
hélst. Ekki er vitað hversu áhrifamikil eða öflug hún var á þessu tímabili
samanborið við veraldlega valdið. Hins vegar komst Grænland undir
stjóm erkibiskupsins í Niðarósi 1153.20 Spumingin er hvort kaþólska
kirkjan hafi yfirtekið bændakirkjur á Grænlandi, líkt og gerðist með
staðamálum á síðari hluta 13. aldar á íslandi. Frásögn Ivars Bárðarsonar
gefur í skyn, að a.m.k. á 14. öldinni, hafi kaþólska kirkjan átt margar
kirkjur og jarðir.21
Christian Keller dregur stórlega í efa þá skoðun að kaþólska kirkjan
hafi átt meirihluta jarðeigna á 14. öld. Hann álítur að Grænlandslýsing
ívars Bárðarsonar sé ekki áreiðanleg heimild fyrir slíkri ályktun.22 Hann
heldur því þvert á móti fram að bændakirkjukerfið hafi verið allsráðandi
mestmegnið af því tímabili sem byggð var á Grænlandi á miðöldum. 3
Úr þessu verður ekki skorið hér, enda liggja ekki ennþá fullnægjandi
sannanir fyrir sem styðja aðra hvora fullyrðinguna.
Eitt er þó ljóst en það er að töluverður fjöldi af kirkjum var byggður
í landinu. Að minnsta kosti fjórar kirkjur, úr timbri, steini og torfi, vom
byggðar á 11. og 12. öld. Þar af voru þrjár við höfuðstaðina, Garða,
Brattahlíð og Herjólfsnes. Seinna voru byggðar fimm steinkirkjur en
þær lágu allar í nágrenni Garða og þar með á frjósamasta landsvæðinu.
Þetta bendir til nokkurs ríkidæmis yfirstéttarinnar en það gera einnig
rústir af langhúsum eða skálum. Bygging kirknanna hlýtur að hafa
verið kostuð með sköttum eða tíundargreiðslum en til samanburðar má
geta þess að steinkirkjubyggingar vom kostaðar með tíundarsköttum í
Noregi.24
Um sóknarskipan á Grænlandi er lítið hægt að segja, hvað þá að
fullyrða. Hún mun þó hafa verið hluti af stjómkerfi kirkjunnar ef marka
má Grænlandslýsingu Ivars Bárðarsonar. Þar segir: „Dýmessókn er
stærsta kirkjusókn á Grænlandi: kirkjan stendur til vinstri handar þegar
siglt er inn Eiríksflörð. Dýmesskirkja á land allt inn að Miðfjörðum.“25
Ekki er vitað hvort hér er átt við umdæmi Dýmessóknar þegar talað er
um að Dýmesskirkjan „eigi“ allt land inn að Miðfjörðum eða hvort sé
um hreina eign að ræða. Um hvort tveggja getur verið að ræða.
Leifar kirkjunnar á Hvalsey.
j'éfajsjerd oy stéttasfjptinj
Rústir sem hafa fundist í Eystribyggð em mismunandi að stærð og
lögun. Af þessu hafa menn dregið þá niðurstöðu að samfélag norrænna
manna á Grænlandi hafi verið félagslega lagskipt eða með öðmm orðum
stéttaskipt.26 Þetta ætti ekki að koma á óvart með tilliti til þess frá hvers
konar samfélögum landnemarnir komu. Meirihluti sagnfræðilegra
heimilda um norrænu löndin lýsa stigskiptu samfélagi, byggðu á
ættarveldum (ættarsamfélög). Félagsleg staða var ákveðin frá fæðingu,
allt frá höfðingja niður í þræl.
Lítið er vitað um félags- og efnahagssamband á milli stórbýla og
smábýla á Grænlandi þessa tíma. Rannsókn Thomas H. McGovem á
geymslurými í hverju býli bendir til að viss býli virðast hafa fengið
vistir eða aðföng utan þeirra eigin mæra og það er vísbending um að
einhvers konar leiguliðakerfi hafi verið við lýði á þessum tíma.27
Á hinn bóginn virðist samfélagsbygging Grænlands hafa verið mjög
einföld og skort mikilvæga þætti þróaðs samfélags, svo sem þorp og heri.
Breytileika á fólksfjölda varð því að mæta innan bændasamfélagsins
sjálfs.
Sú staðreynd að 14. aldar kirkjur vom því næst sömu stærðar
og fýrirrennarar þeirra, getur visað til þess að fjöldi bæjaeininga
(skattgreiðenda?) hafi verið ákveðinn snemma á landsnámstíma, líkt
og gerðist á íslandi, en fjöldi skattbænda þar var mjög stöðug stærð
í gegnum miðaldir. Því er mögulegt að seinni tíma fólksfjölgun hafi
verið mætt með því að hafa leigubýli og þar með fjölga leiguliðum.
Slík þróun átti sér stað á Islandi á 12. og 13. öld en hún leiddi til þess
aó örfáar ættir náðu yfirráðum yfir mestöllu landinu. Það er því ekki
langsótt að slíkt hafi gerst á Grænlandi á sama tíma, þótt það verði ekki
sannað hér.
Komið hefur í ljós við rannsókn Joel Berglund á Ijómm stærstu
kirkjurústunum, það er á Herjólfsnesi, Hvalsey, Görðum og í Brattahlíð,
að við þær vom langhús með stórum sölum eða skálum.
Joel Berglund staðhæfir að skálar af þessari stærð hafi aðeins verið
fyrir yfirstéttimar i samfélaginu og að þessir fjórir bæir hafi verið
höfuðsetur Eystribyggðar.
Annars vegar heldur Joel Berglund því fram að þessir fjórir bæir
hafi allir verið stjómmiðstöðvar fyrir hönd biskups en hins vegar telur
Christian Keller það allt eins liklegt að þær hafi verið miðstöðvar
• • 28
veraldlegs valds í byggðtnm.
Ofangreindir menn virðast hins vegar gleyma því að það vom tveir
andstœðir valdapólar í landinu, hinn veraldlegi og hinn geistlegi. Þeim
virðist einnig yfirsjást skriflegar heimildir en þær segja að handhafi hins
veraldlega valds, lögsögumaðurinn, síðar lögmaðurinn, virðist hafa
haft aðsetur í Brattahlíð en handhafi hins geistlega valds, biskupinn,
hafði Garða sem sitt biskupssetur eins og sýnt hefur verið fram á hér
í greininni. Þannig var Brattahlíð líklega miðstöð veraldslegs valds en
Garðar hins geistlega en spumingarmerki verður að setja við hina tvo
bæina sem eftir em.
Vafalítið vom skálamir þýðingarmiklir sem félagsleg stöðutákn
innan samfélagsins og geta þannig bent, ásamt skriflegum heimildum,
á fjóra líklegustu fulltrúa hinnar ríkjandi (og kannski tvískiptrar)
yfirstéttar í Eystribyggð.
Christian Keller telur engan vafa leika á að hið norræna samfélag á
Grænlandi hafi verið lagskipt með umtalsverðan félagslegan mismun.
Hann álítur einnig að mjög lítill hópur hafi tilheyrt yfirstéttinni, það er
5 - 10% bæja.29
Undir þessi orð Christian Keller er hægt að taka en þó er ljóst að
ekki er hægt að geta sér til um hvemig félagslegri skiptingu var háttað í
lægri þrepum samfélagsins út frá þeim upplýsingum sem nú em til.
Að lokum skal benda á að það er mjög líklegt að þeir landnemar sem
fluttust til Grænlands hafi viðhaldið samfélagsskipan úr átthögunum en
skriflegar heimildir greina frá því að landnemar Islands og Grænlands
hafi verið af mörgum þjóðfélagsstigum, allt frá höfðingjum niður í
þræla.
Ekkert er hægt að fúllyrða um félagslegar breytingar í samfélaginu,
enda getur fomleifafræðin ein og sér lítið sagt til um það. Aðeins er
hægt að benda á að fomleifar gefa til kynna að samfélagið hafi verið
mjög lagskipt og að samfélagslíkanið hafi verið eins og píramídi með
mjóum toppi en um botninn hjúpast ennþá djúpt myrkur.
Mjög líklegt er að töluverðar félagslegar breytingar hafi átt sér stað í
500 ára sögu norrænnar byggðar á Grænlandi. Spumingin er hins vegar
hvort þróunin hefur verið lík þeirri íslensku þar sem valdið færðist
smám saman yfir á hendur fárra ætta sem mynduðu svo smáríki eða
héraðsríki.
í greininni hefur verið víða komið við en í þessari yfirferð fengust
nokkrar vísbendingar um það hvemig hið grænlenska samfélag var
uppbyggt.
Ein niðurstaðan er sú að Grænland hafi verið sjálfstætt þjóðveldi,
a.m.k. fram til 1261, ekki ósvipað því íslenska en algerlega óháð því.
Árið 1261 komst landið undiryfirráð Noregskonungs.
Mjög líklegt er að á Grænlandi hafi verið goðorð eins og á Islandi
og verið a.m.k. tvö talsins, ef ekki þrjú. Hins vegar er mun óljósara
hvað tók við af goðorðaskipuninni við valdatöku Noregskonungs.
Aðeins ein heimild getur um að sýsluskipan hafi tekið við af þeim
fyrmefndu. Sú heimild verður hins vegar að teljast nokkuð óáreiðanleg
(ekki frumheimild), þótt hún greini líklega rétt frá. Hins vegar studdist
éo ^ajnir dooé