Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 80

Sagnir - 01.06.2006, Blaðsíða 80
eirra íiíuta seynjera s/[af nefndinni var valinn staður yst á borðinu en starfsaldur manna varð hærri eftir því sem nær dró formanni. Skiljanlega sátu þá þeir nefndarmenn sem lengstan áttu starfsaldurinn innan nefndarinnar næst formanni. Tveir skrifarar sátu Eggerti á hvora hönd og skrifuðu niður fundargerðir og hvað ákveðið hefði verið að leggja á hveni einstakling.15 Starfið í niðurjöfnunamefnd þótti jafnan leiðinlegt og þreytandi. Lengi kvað svo hart að nefndarmönnum að þeir þurftu sjálfir að útvega sér kaffið því Reykjavíkurborg taldi sér ófært að leggja þeim það til.16 Yfirleitt hóf nefiidin störf í byrjun febrúar og var þá yfirleitt unnið frá fjögur síðdegis og fram til átta um kvöldið. Það var þó talið eins og störfum nefndarinnar var háttað, að það myndi taka um þrjá mánuði fyrir nefndarmenn að leita sér upplýsinga um alla útsvarsgreiðendur og því gat starfið aldrei orðið annað í besta falli heldur en óábyggilegur líkindareikningur.17 Þó bendir allt til þess að menn hafi yfirleitt rækt starf sitt af samviskusemi, sérstaklega fyrst eftir að nefndin byrjaði að koma saman. Þegar frá leið þvarr áhugi manna og borgaraleg skyldurækni fyrir þeirri staðreynd að sjálfir þurftu þeir að brauðfæða sig og sína.18 Nefndin var alltaf á hrakhólum með húsnæði en hún kom saman í Alþingishúsinu,19 Skjaldbreið, Glasgow, Búnaðarfélagshúsinu í Lækjargötu, Bamaskólanum og fleiri stöðum vítt og breitt um bæinn. Jafnvel tíðkaðist það að miskunnsamir nefndarmenn skytu yfir hana skjólshúsi.20 ^Cftsvar Gæjarfúa Það var ekki áhlaupaverk að ákveða útsvar á alla bæjarbúa eins og gefur að skilja. Nefndin virðist ekki hafa haft neinar opinberar upplýsingar um tekjur bæjarbúa, að sögn Guðmundar Guðmundssonar frá Vegamótum sem átti sæti í niðurjöfnunamefndinni um 20 ára skeið, aðrar en þær sem meðlimum nefndarinnar var sjálfum persónulega kunnugt um. Manntalsskýrslum var ekki til að dreifa eða öðmm upplýsingum um íbúa Reykjavíkur. Hið eina sem nefndarmenn gátu stuðist við vom umsóknarbréf til bæjarstjómar um innflutning fólks til bæjarins. Margir sem fluttust á mölina þurftu aftur á móti ekki að fá þetta leyfi og þá þurftu nefndarmenn að leita uppi sérstaklega.21 Þessi bréf vom síðan viðmiðunin um fjölda gjaldenda hvert ár. Því gat það tekið mun lengri tíma að leita upplýsinga um einstaka menn heldur en að sitja á 22 ftmdunum. Allt það sem fór fram á þeim fundum var trúnaðarmál og það kom ekki oft fyrir að upplýsingar láku út. Ef fyrir kom að menn úti í bæ fóm allt í einu að gagnrýna nefndarmenn á meðan útsvarsákvörðunum stóð, fyrir að leggja of hátt útsvar á sig, var hart tekið á því innan nefndarinnar. Enda var oft hávaðasamt í nefndinni, því að ekki aðeins vom íjármál útsvarsgjaldenda rædd ítarlega, heldur vom einkamál þeirra, hjúskaparstaða og heimilishald undir smásjánni. Allt var tínt til.23 Einn kaupmaður, Jón Bjömsson, eigandi Verzlunar Bjöms Kristjánssonar, sendi þó alltaf inn skattaskýrslu áður en skriflegu framtali var komið á hérlendis. Eftir skýrslu hans áttuðu nefndarmenn sig betur á afkomu annarra fyrirtækja. Jón var ekki látinn gjalda fyrir hina heiðarlegu skýrslugerð sína og var hann oftast tekinn vægari tökum en aðrir sökum þess hversu hann auðveldaði nefndinni vinnu sína.24 Sá siður hafði lengi haldist að þegar útsvarsskrá Reykjavíkurborgar var birt, létu nefndarmennimir sig hverfa eitthvert út fyrir bæjarmörkin. Þeir töldu að sér væri varla vært í bænum þegar skráin var kynnt, „til að forða lífi sínu og fjöri“ eins og gárungamir kölluðu það. Tæpast hafa þeir þó varla þurft að óttast um líf sitt. Miklu líklegra er að þeir hafi viljað lyfta sér eilítið upp eftir að þreytandi töm var lokið.25 Skattkerfið sem gmndvöllurinn var lagður að árið 1877 var vel undirbúið og samsvaraði þeirra tíma kröfum bærilega. Aftur á móti fór íjárþörf ríkissjóðs stigvaxandi og kom þá bersýnilega í ljós að kerfið var orðið úrelt og ófullnægjandi. Vegna vaxandi fjárþarfar ríkisins þurfti æ ofan í æ að hækka tolla á innfluttar vörar því hlutfall beinu skattanna af heildartekjum ríkissjóðs höfðu fallið vemlega. Á bemskuámm skattakerfisins nýja höfðu beinu skattamir verið sjötti hluti þeirra tekna sem ríkissjóður aflaði. Um og eftir aldamót var hlutfall beinna skatta 26 farið niður fyrir sextánda hluta ríkistekna. Jakob Möller var á landsstjómina að athuga hvemig skattamálum þjóðarinnar yrði fundinn farsæll farvegur.27 Eftir að sú athugun hafði farið fram var lagt fyrir Alþingi árið 1921 framvarp sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á allan almenning í landinu, ásamt því að auka tekjur ríkisins.28 Þegar Magnús Guðmundsson fjármálaráölierra lagði fram framvarp til laga um tekju- og eignaskatt í neðri deild Alþingis hinn 21. febrúar 1921 brýndi hann fyrir þingmönnum að íslenska ríkið væri nær Ijárvana. Séð hefði verið fram á tveggja milljón króna halla á ríkissjóði á fjárhagsárinu og átti hinn nýi skattur að skila nær einni milljón króna í landssjóð á fyrsta ári sínu.29 Skatturinn var næststærsti tekjuliðurinn í áætlunargerð Magnúsar fyrir komandi fjárhagsár. Einungis vömtollurinn var áætlaður hærri, eða um ein og hálf milljón króna. Þó sló Magnús þann vamagla í framsögu sinni að þar sem tekju- og eignaskatturinn væri nýr af nálinni væri einkar erfitt að áætla hann svo vel væri.30 Magnús brýndi því fyrir þingheimi að fara varlega í útgjöld á komandi ári því reyna yrði að halda fjárhagsáætlun. Meðalallramenningarþjóðaertekjuskatmrinnogeignarskatturinn nú einn aðalskatturinn, en hjá oss hefir, að minnsta kosti ffam að árinu 1918, borið tiltölulega lítið á honum. En þetta má eigi svo til ganga. Vér verðum í þessu efni að feta í fótspor annara þjóða, enda er það viðurkennt af flestum, að þessi skattur sé einhver sanngjamasti skattur, að öllu samantöldu, sem hægt er að finna. En til þess að skattur þessi verði vemlega sanngjam, verður að hann að taka mjög miklum breytingum hér á landi frá því, sem nú er. Það er engum efa bundið, að eins og nú er, er ekki goldinn skattur af nærri öllum tekjum eða eignum, sem skattskylt er að lögum, og veldur þar um tvennt, bæði lítið eftirlit skattanefnda, en einkum það, að engin skylda er til að gefa skýrslu um tekjur sínar. Mér er það ljóst, að það verður töluvert erfitt að koma ffamtali til tekjuskatts og innheimtu hans í vemlega gott horf, en mér er það jafnljóst að, að vér megum ekki hopa fýrir þeim erfiðleikum. [...] Það er og auðsætt, að stjómarráðið getur gert mikið í þessu efni með skýmm og návæmum reglum og hentugum eyðublöðum, samfara nákvæmara eftirliti.31 ‘jbtcifnun sffattstcjxinnar i j\I£yyfjavif Árið f919 var samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem skorað Markmiðið með þessum breytingum var tvíþætt að sögn Magnúsar: að nýi skatturinn yrði sem réttlátastur og að hann væri greiddur af öllum tekjum og eignum. Með þessu var ætlunin að styrkja skattkerfið jð ^Sajnir zooé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.