Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 1
l/ NÝ PH MÁLGAGN SÓSÍALISTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1. tbL Sunnudagur 30. marz 1969. 1. árg. Aftur mun þar verða ii haldio af stað .... Hvers vegna heldur Sósíalistafélag Reykjavíkur áfram starfsemi sinni? Þegar þetta málgagn Sósíalistafélags Reykjavíkur hefur göngu sína, er eðlilegt og skylt að gerð sé nokkur grein fyrir því hversvegna Sósíalistafélagið hefur tekið þá ákvörðun að halda starfsemi sinni áfram — þótt Sósíalistaflokkurinn hafi verið látinn hætta störfum. Til þess að svara þeirri spurningu er nauðsynlegt að rifja upp nokkur atriði í þróun hinnar sósíalistisku hreyfingar hérlendis. Vaknar þá fyrst í huga mínum: Hversvegna var Kommúnistaflokk- ur Islands stofnaður á sínum tíma? Hversvegna gátu forgöngumenn að stofnun hans ekki unað sér í Alþýðuflokknum áfram og helgað honum starfskrafta sína og baráttuþrek? Það Var af þeirri einföldu ástæðu, að Alþýðuflokkurinn var ekki — og er ekki — marxistiskur flokkur. Þótt hann í orði kveðnu, í stefnuskrá sinni, telji sig sósíalistiskan miðar hann athafnir sínar ekki við það að bylta um því þjóðfélagskerfi, sem við búum við, heldur aðeins að gera á því ýmiskonar „endurbætur" til hagræðis fyrir launastéttirnar. Marxisminn færir hinsvegar sönnur á það, að til þess að uppræta undirrót óréttlætisins í sambúðarháttum mannanna þ. e. a. s. arSrán manns á manni — dugi ekkert minna en að uppræta arðránsskipu- lagið sjálft. // Það var á grundvelli þeirr- ar sannfæringar, sem Komm únistaflokkurinn hóf starf- semi sína. Á grundvelli þeirr ar kenningar bauð hann öll- um erfiðleikum byrginn og tókst með fórnfúsu starfi og einhug fólksins, sem í honum var, að efla stöðu sína og auka áhrif, sín í samtökum hins vinnandi fólks. í krafti þess- arar kenningar, og vaxandi trausti fólksins á réttmæti hennar, var Sameiningar- ílokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn síðan byggður upp — af fólkinu, sem var í Kommúnistaflokknum, á- samt ágætum liðsauka úr vinstri armi Alþýðuflokksins. Á grundvelli þessarar stefnu og starfshátta vegn- aði Sósialistaflokknum mjög vel. Hann jók fylgi sitt með- al fólksins næstum ótrúlega hröðum skrefum. Og í krafti þess trausts rækti hann for- ystuhlutverk sitt i hagsmuna baráttu hins vinnandi fólks, svo að bylting varð í lífskjör- um þess á skömmum tíma. Það er aftur á móti vert umhugsunar, að þegar Sósíal istaflokkurinn er orðinn það mikill áhrifavaldur í þjóðfé- laginu, að honum gefst kost- ur á því að taka sæti í valda stöðum þess — og þiggur það — þá staðnar strax fylgi hans meðal fólksins. Ég vil ekki fullyrða neitt um, að það hafi verið rangt af Sósialistaflokknum að taka þátt í „nýsköpunarstjórn- inni' árið 1944 — ehda átti ég, sem þingmaður flokksins á þeim tima, minn hlut að því að svo var gert. Það er ekkert efamál, að frumkvæði Sósíalistaflokks- ins að þeirri uppbyggingu at- vinnuveganna, sem „nýsköp- unarstjórnin" framkvæmdi, olli byltingu til bóta á lífskjör um fólksins. Hitt er aftur á móti stað- reynd, að flokkurinn naut þess á engan hátt í vaxandi tiltrú eða auknu kjörfylgi. Einmitt að loknu þessu afreki flokksins í atvinnusögu hins kapltalíska þjóðfélags okkar, staðnar fylgi hans meðal fólksins — og við hverjar al- (:'::'.'", ** m> J1 tí+ .-.%.. :'¦" Steingrímur Aðalsteinsson, form. Sósíalistafél. Reykjavikur. mennar kosningar siðan hef- ur hann i hæsta lagi unnið „varnarsigra'. Sósíalistaflokkurinn gerðist öðru sinni þátttakandi í rík- isstjórn árið 1956, „vinstri stjórninni" svokölluðu. Stjórn arsamstarf var þó byggt á svo veikum grunni, að það riðlað ist svo að segja við fyrsta and- blástur — og það ekki vegna átaka um þjóðfélagsuppbygg inguna, heldur aðeins um Framhald á bls. 2.J Til lesenda Blaðið „Ný dagsbrún", sem hér hefnr göngu sína, viil í fáum orðnm gera grein fyrir, hvert það er að fara. Stjórnmálabarátta íslenzkr ar alþýðu hefur beðið mikinn hnekki á síðustu árum og mánuðum og það er öllum sósíalistum Ijóst. Óheillaöfl- um hefur tekizt að riðla fylk ingum þeirra og vinna sam- tökunum grand. Um 40 ára skeið hafa flokkar íslenzkra marxista átt sér málgögn. Þau hafa vísað alþýðunni leið í barátt- unni fyrir bættum kjörum, fylkt lio'i í þjóðfrelsisbarátt- unni og örfað skilning á fram tíðarmarkmiðunum: sósial- istískum þjóðfélagsháttum. Nú er svo komið að marxist- isk samtök á fslandi eiga sér ekkert slíkt málgagn. Eins og málum var háttað hafði Sós- íalistafélag Beykjavíkur ekki frjálsan aðgang að neinu mál gagni og vilcli ekki til lengd- ar þurfa að sæta því að frá starfsemi félagsins og viðhorf um til mála yrði ekki skýrt, eða þá með hálfum sannleik og rangfærzlum. Þörfin fyrir einarðan og. hreinskilinn málflutning um vandamál vinnandi fólks hef ur sjaldan verið meiri en nú. í áratug hafa íslenzkar vinnu stéttir háð varnarfoaráttu þar sem vopn þeirra gegn eignastéttinni hafa sífellt ver ið að digna. — Og nú gefur sú barátta sem háð er æ minna í aðra hönd. Vonleysi hefur gripið um sig meðal fólksins í verkalýðshreyfing- unni og efnahagslegri afkomu þess er sífellt þrengri stakkur skorinn. Samkvæmt lögum Sósía- listafélags Reykjavíkur hlýt- ur það að verða meginverk- efni þessa blaðs að sameina íslenzka sósíalista hvar sem þeir eru á landinu til virkrar félagslegrar samstöðu, sam- eina íslenzkar vinnustéttir til vægðarlausrar baráttu við of ríki eignastéttarinnar og sí- vaxandi ágang á réttindi og Framhald á bls. 2. 070 Jíu <L Enga verzlun meö vísitölukröfuna! Krafan um verðtryggingu launa er það eina, sem sameinar launþegastéttirnar í dag sem það lætur 1 í sjónvarpi, útvarpi og blöðum hafa að undanförnu þeir, sem gjarna eru nefndir verkalýðsforustan, gefið yfirlýsing- ar um að verið sé að ræða við atvinnurekendur og ríkis- stjórn um ýmsar leiðir í kjaradeilunni, sem komið geti í stað kröfunnar um vísitölu á kaup. Nú síðast, í blaði for- setanna í Alþýðusambandinu, talar aðalforsetinn um að til umræðu hafi verið, sem hugsanleg samkomulagsleið, lífeyr- issjóðir fyrir þau félög, sem ekki hafa þegar samið um þá. Einnig hafi verið til athugunar makaskipti á eftirvinnu og dagvinnu, þannig að eftirvinnuprósentan verði enn færð niður og bætt við dagvinnukaupið. Það þarf auðvitað eng- an að undra, þótt atvinnurekendur láti sér ýmsar fjar- stæður til hugar koma, eftir það sem á undan er gengið í samningum síðustu ára. Hitt er furðulegra hversu líklega er tekið fáránlegum hugdettum þeirra, eftir þá reynslu, sem fengin er.x Lítum á gamla bakkelsið frá I júnísamkomulaginu 1964, um| tilfærslu á eftirvinnukaupi yf ir á dagvinnukaup, svo ein- kennilega eyrum. Um þetta segir forsetl ASÍ: „Þá höfum við verið spurð ir, hverjum augum við mundum líta á tilfærslu af eftir- og næturvinnutöxt- um til hækkunar dagkaups ins. Það er mín skoðun, að því yrði almennt vel tekið." Hvað hefur nú forsetinn fyrir sér í þvi, að þessu yrði vel tekið? Hann veit, að síðast þegar höggvið var 1 þenna knérunn, mætti það mikilli andspyrnu. Frá upphafi kröfunnar um hærri laun fyrir eftirvinnu hef ur verið á hana litið þann- Framhald & Ws. 7 LANOSBOKASAFN 280074 ÍSLARDS-

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.