Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 3

Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 3
30. marz NY DAGSBRUN ÁFANGAR Tilvitnanir í orð ráðamanna í sögu þjóðanna eru rökleysur og þversagnir gerðar að náttúrulögmáli, sem fólkið á að beygja sig undir og telja sjálfsagða hluti. Þeir sem fjármagnið hafa gefa út öll stærstu blöðin og ráða þarafleiðandi hug- arfari almennings. Er þar hugsað um eigin hag og allt annað látið sitja á hakanum, jafnvel fótum troð- ið. í þjóðfélagi sem slík rakaleysi drottnar er eðlilegt að margt verði óheilbrigt í þjóðfélagsþróuninni. Mörgu því sem haldið er fram af ráðamönnum þjóð- félagsins má líkja við þær gátur sem ganga milli Menntaskólanema og hljóðar ein þeirra svona: hvað er það sem er rautt, vex á trjánum og segir: „Víví"? Svar: vitskert epli. Vera okkar í Nató og rökin fyrir hernámi íslands eiga ekki við neitt að styðjast í sögu okkar og þjóðar- vitund. Þótt við leitum raka finnum við þau ekki og alltaf er komið að rökleysum hjá forsvarsmönnum hernámsins. I 1. desember 1918 endur- heimti ísland sjálfstæði sitt. Danmörk viðurkenndi ísland sem fullvalda ríki. í stjórnar skrána var sett hlutleysis- ákvæði og segir þar að „fs- land lýsi yfir hlutleysi sínu og að það hafi engan gunn- fána." í maí 1940 mótmælti ríkis- stjórn íslands hlutleysisbroti því, er brezkur her kom til ís- lands og hertók það. Þá sagði í tilkynningu ríkisstjórnarinn ar að: hlutleysi íslands væri freklega brotið og sjálfstæðið skert." Um þær mundir er talað um að sjálfstæðið sé skert vegna þess að erlendur her setjist að í landinu. Ennfrem ur segir í herverndarsamn- ingnum frá 1941 að: „strax og núverandi hættuástand í milliríkjaviðskiptum er lokið Drífa Viðar. skuli allur slíkur herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan (þ. e. af íslandi D.V.), svo að Islenzka þjóðin og rik- isstjórn hennar ráði algerlega yfir sinu eigin landi." Við munum fyrstu viðbrögð Ólafs Thors vlð landsafsal- lnu, þegar Bandaríkln báðu um herstöðvar hér til 99 ára. Hann sagði I þingræðu 1946: „f fyrra báðu Bandaríkin okk ur um Hvalfjörð, Skerjafjörð og Keflavik; þau fóru fram á langan leigumála, kannski hundrað ár, vegna þess að þau ætluðu að leggja I mik- inn kostnað. Þarna áttu að vera voldugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað þar gerðist. Þannig báðu Banda- rlkin okkur um land af okkar landi til þess að gera það að landi af sínu landl. Og marg- ir óttuðust að siðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landl. Gegn þessu reis íslenzka þjóðin." Bjarni Benediktsson segir fréttamönnum 18. marz 1949: „Engar Tierstöðvar á friðar- tímum." En tökum svo orðalag Morgunblaðsins árið 1960 við hlutleysiskröfu hernámsand- stæðinga. Þá segir þar: „að herstöðvaandstæðingar hefji upp væl um hlutleysisstefnu sem fyrir löngu er gatslitin og allir viti bornir menn hafa fyrir löngu kastað í glatkist- una." Nú heitir tal um hlutleysi væl og glatkistan hefur tekið vi? hinni yfirlýstu viðurkenn ingu á fullveldi íslands. Sjálí- stæðið er þá um leið glatkistu flík. Og hvað um baráttuna á öldinni sem leið, er hún orð in að engu fyrst við afsöluð- um okkur landsréttindum til Norðmanna árið 1262? Enn eru flelrl rökleysur, eða röksemdir ef við viljum svo vera láta af þvl að það er sjálfur forsætisráðherrann, sem I hlut á I næstu tilvitn- Aróður fjölmiBlunartækja Ekki veit ég, hvort allir gera sér ljóst, að fjölmiðlunartæk- in, sjónvarp, útvarp, dagblöð — eru langsterkasti faktor- inn I að búa til skoðanir fólks, skapa pólitísk viðhorf þess. En þannig er því varið. Það er ekki tilviljun ein, að hugsjónastefna sósíalismans á fjarska litlu fylgi að fagna I U.S.A. — né er það heldur svo, áð fólkið þar sé öðru visi gert að eðlisfari en annars staðar í heiminum. Nei. En svo að segja öll áðurnefnd fjölmiðlunartæki eru þar í höndum harðsvíraðra kapí- talista, sem ekkert óttast fremur en sósíalismann. Þeir vita að sósíalisminn einn með jafnréttis- og bræðralagshug- sjón sinni getur útrýmt að- stöðunni til hins gerspillta ó- hófslífs auðstéttanna. Og auðstéttirnar, ráðamenn þeirra, vita líka, að með nægi lega miklum áróðri, þ. e. séu nægilega margir milljarðar dollara lagðir I áróðursvél kapítalismans, þá er hægt að halda sósíalismanum niðri a. m. k. eitthvað fyrst um sinn. Hér á íslandi búum við ekki við eins mikinn yfirgnæfandi kapltallskan áróður og al- menningur I Bandaríkj unum. Samt sem áður allt of mikinn og vaxandi. Það er beinlínis hlægilega fráleitt að tala um hlutlausan fréttaflutning sjónvarps og útvarps hér á lari-' Væri svo, ætti frétta- efni að koma I jafnmiklu magni frá fréttastofnunum sósíalskra ríkja sem kapítal- ískra. Allir vita, hve óralangt er frá því. Er gott dæmi um það fréttaflutningur frá Viet Nam, þar sem hellt er yfir okkur svo að segja eingöngu áróðursfréttum frá innrásar- rlkinu, Bandarikjunum, og morðsveitum þess. En því miður er allt of sjald an bent á hinn Ismeygilega, slvaxandl og ófyrirgefanlega áróður fjölmiðlunartækj- anna. Prá hinum svokallaða full- trúa Alþýðubandalagsins í útvarpsráði sjást hvorki né heyrast mótmæli né athuga- semdir við hlutleysisbrotun- um — því miður. Og einmitt vegna þess er afar áriðandi, að almenningur og ekkl slzt róttækt fólk geri sér ljóst, hvernig ástandið raunveru- lega er — hvernig hinn ísmeygilegi en þungi áróður kapítalismans hlýtur að hafa óheillavænleg áhrif á eðlilega skoðanamyndun íólksins í landinu. F.S. unum. A 15 ára afmæli NATO kemur hann með slnar rök- semdir fyrir hernáminu. Hann seglst ætla okkur „á- framhaldandi setu I NATÓ með vestrænum vinum okkar til þess að árás á Bandarikin muni mistakast." Okkur skilst að árásin Iendi þá á okkur. Ennfremur segir I Morgun- blaðinu á téðu afmæli: „Ó- friður I Norðurhöfum yrði engum hættulegri en ísland- ingum." Okkur er þá spurn hvers- vegna hann kjósi þessa hættu yfir sig og þjóðina. Ekki dett- ur okkur I hug, að þetta sé Framhald á bls. 3. Ályktun um verkalýðsmál Samþykkt á Framhaldsþingi Æ.F. 28. feor.— 2. marz 1969. í HEILAN áratug hefur alþýðustéttin á íslandi staðið andspænis afturhaldssamara og ofbeldissinnaðra ríkis- valdi en lengst af áður. Lögbundnar kjaraskerðingar eru orðnar árvissar, og svonefndir „varnarsigrar" verka- lýðshreyfingarnnar hafa fylgt I kjölfarið, eins og nótt fylgir degi. Meginorka forystunnar hefur farið i að sannfæra fólkið í landinu um hversu stórfelldan snilld- arsigur þeir hafi unnið miðað við ástand í efnahagsmál- um, og sætta það við kjör sín. Við slíkar aðstæður sem þessar hefði mátt ætla, að hinn róttækari hluti verka- lýðshreyfingarinnar yrði samheldnari og styrktist til stórra átaka, sem jafnvel gætu orðið upphafið að raun- verulegum og virkum áhrifum alþýðunnar á stjórn landsins. Raunin hefur þó orðið sú, að forystan hefur gjörsam- lega fallið fyrir hinni sterku áróðursvél ihaldsins í land- inu og prédikar nú bæði Ijóst og leynt friðsamlegar að- gerðir, hógværð I kröfum og þingræðislega baráttu og leggur I þessu orð sömu merklngu og stjórnarherrar landsins. Mjög ljóst kom þessi stefna fram 1 marz-verkfallinu á síðasta ári. 18 menn, sem sumir hverjir höfðu lagzt gegn því, að félög þelrra tækju beinan þátt I baráttunni, voru lokaðir inni I Alþingishúsi í friðsamlegum viðræð- um við atvinnurekendur og fulltrúa þeirra I ríkisstjórn. Fulltrúa, sem skömmu áður höf ðu beitt valdi til að ræna launafólk sjálfsögðum réttindum þess. Á meðan bærði hvergi á valdi fjöldans. Félögin boðuðu ekki einu sinni til fundar fyrr en lagaleg nauðsyn var, og þá til þess að knýja I gegn stórfelldustu kjaraskerðingu, sem samið hefur verið um. 35.000 manna samtök alþýðunnar voru smækkuð niður 118 manna hóp, til þess að enginn þyrfti að óttast „ólýðræðislegar aðgerðir". Þessl þróun hefur siðan aukizt af mögnuðum krafti. Skilorðslaust sam- þykki verkalýðsforystunnar vlð hinum hræsnisfullu vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í sambandi við at- vinnuleysið, sem nú hefur á sér svip fullmótaðrar efna- hagskreppu, er svo lokasetningin I þróunarsögu síð- ustu ára. Verkalýðshreyfingin virðist nú innlimuð I valdakerfi þjóðfélagsins og foringjarnir eru gegnum endalaus fánýt nefndarstörf orðnir embættismenn rík- isvaldsins. Hér verður að spyrna fótum við. Það hlýt- ur að verða eitt megin hlutverk allra sósíalista, innan verkalýðshreyfingarinnar og utan, að vekja fjöldann til vitundar um afl sitt og mátt, og skapa með því grund völl undir annars konar verkalýðsbaráttu en fánýta varnarsigra sem unnir eru á skefjalausum flótta frá takmarkinu, mannsæmandi llfskjörum. Þessi vakníng verður að gerast, ef ekki með, þá án vilja verkalýðsforystunnar.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.