Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 5

Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 5
30. marz NY DAGS3RUN Samningaborð Hvítliðar og lögregla gera árás á almenning fyrir framan Alþingishúsið 30. marz 1949. Ólafur Jensson: Dagu íslenzka lýðveldið var tæplega ársgamalt, þegar Bandaríkjamenn gáfu til kynna að þeir ætluðu að svíkja loforð sín um að hverfa með her sinn brott af íslandi í stríðslok. Þeir settu fram kröfur sínar um herstöðvar á íslandi til 99 ára. Það tók þá 4 ár að fá fram þessar kröfur að mestu leyti. Þáttaskil milli hins fyrra og síðara hernáms voru staðfest með sam- þykkt Alþingis hinn söguríka dag 30. marz 1949. Jregar Bandaríkjamenn settu fram herstöðvarkröfur sínar 1945 vakti andstaða helztu for ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins bjartsýni, sem entist þó stutt. Þessir sömu forystumenn snéru við blaðinu og tóku að vmna að því kappsamlega að varpa fyrir borð stefnu lýð- veldisins í átökum hervelda. Frá 30. marz 1949 er ísland ef- laust þekktara í veröldinni sem amerísk herbækistöð en sjálf- stætt ríki. H, Lvað olli þessum skoðana- skiptum þingmeirihluta hægri flokkanna, hinn sögulega dag? í tilcfni dagsins skal það hugléitt þessari gömlu spum- ingu tU svars og skýringar. A ' hinnm fyrri hernámsárum varð herinn fljótlega, fyrst sá brezki en síðar sá ameriski, umsvifamesti atvinnurekandi í landinu um árabil. Á þeim thna lék varla nokkur vafi á því að þessi stóri atvinnurek- andi var ekki bara vandalaus viðskiptavinur, heldur líka vopnafróðir og BAKHJABL ís- lenzkrar borgarastéttar. Og það er víst, að skilningur á þörfinni fyrir návist þessa vopnabró'ður var til hjá sum- um valdamönnum Sjálfstæðis- flokksins, þegar herstöðvar- kröfur Bandaríkjamanna voru settar fram 1945. Það var þessi skilningur, sem óx og dafnaði í deiglu átakanna um hersetu og hlutleysi á árunum 1945— 1949. Þegar hinn sögulegi dag- ur rennur upp, er meirihluti íslenzkrar borgarastéttar orð- inn viss um, að hann getur ekki án hers verið, auk alls H, en sigrar bandamanna og Rússa óvissu og ótta. Þetta sál- arástand var til í vissum hlut- um allra borgarastétta í Vest- ur-Evrópuríkjum í og uppúr stríðslokum. Þær höfðu vissu- lega gildar ástæður, hags- munalegar og hugsjónalegar til að syrgja fall nazismans og skelfast sigra Rauða hersins og róttækra andspyrnuhreyf- inga í löndum, sem hersetin höfðu verið af Þjóðverjum. Ekki bætti úr skák að í flest- um heimshlutum riðuðu gömul og gróin valdakerfi til falls. Ástandið var ískyggilegt og hlaut að valda sálarkreppu í- halds í öllum heimshornum. E, Ólafur Jensson. beins ábata af hersetu, varð valdamönnum þessum Ijóst, að herbækistöð yrði meira en lítil trygging fyrir valdasess þeirra og erlend viðskiptasambönd. Hið gerbreytta íslenzka þjóð- félag, sem „ástand“ hins fyrra hernáms hafði fætt af sér, var einnig viðsjárvert. Lvað hafði þá hin íslenzka borgarastétt og forystumenn hennar að óttast? Hjá litlum en áhrifarikum hluta Sjálf- stæðisflokksins höfðu ófarir nazista vakið vonbrigði og ugg, FERMINGARBARNA- OG FJÖLSKYLDUMYNDATÖKUR Endurnýjum gamlar myndir. Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar, Skólavörðustíg 30 — Sími 1 19 80 Iýðveldis. Að öllu samanlögðu höfðu hlutirnir að ýmsu leyti verið „kommúnistum“ í hag. Var ekki betra að hafa „varn- ir“ í lagi? jn hafi ýmsir atburðir og hættublikur erlendis valdið ís- Ienzkum ráðamönnum borg- araflokkanna áhyggjum um framtíðina á þessum tíma, var þá ekki allt viðunandi og við- ráðanlegt á heimavígstöðvun- um? Eða var ástandið í ís- lenzku þjóðfélagi hættulegt borgaralegu valdakerfi? Hafði ekki róttæk verkalýðs- hreyfing orðið fyrirferðamikil og frek „við gjaldþol atvinnu- veganna“? Höfðu sósíalistar ekki komið ár sinni fyrir borð í nýsköpunarstjórninni? Hafði ekki einkarekstur á íslandi verið það lítilsigldur, að hann gat ekki átt nema lítinn hluta að nýsköpunar- framkvæmdum hins unga lýð- veldis? Voru ekki bæjar- og ríkisfyrirtæki lýðveldisins spor í áttina til sósíalisma? Það var sýnilegt að þróunin gat orðið á ýmsan veg; „normalt" einka- framtak gat ekki við svo búið staðið fyrir hinum stórfelldu verkefnum, sem áttu að tryggja efnahagslega velferð hins unga ftir andlegan umþóttunar- tíma frá 1945—49 var hræðsla íslenzkrar borgarastéttar við „komúnista“ hérlendis og er- lendis orðin trúar- og stefnu- skráratriði! Hlutleysi og her- leysi lýðveldisins var slæmt, úrelt og óraunhæft „til varnar landsins“, eins og það var lát- ið heita. Hinn stóri, voldugi yopiifibyýðir ^var ferður að samningsbundhum verði „frels is“ í landi víkingánna. Við getum, að þesum árum liðnum, spurt: Höfum við geng ið til góðs? A ímabil erlendrar fjárfesting- ar er runnið upp. Sambandið milli þess og herstöðvanna er náið og gamalkunnugt úr sögu margra landa. Tilvist herstöðva í landinu gerir það „hæft“ til erlendrar fjárfestingar. Banda rískar herstöðvar eru auð- hringavörn fyrst og fremst — hagsmunir íslenzkrar borgara- stéttar sitja þar ekki í fyrir- rúmi. En djörfustu kappar Sjálfstæðisflokksins munu ef- laust segja í hjartans einlægni: Að verja hluthafann skiptir mestu máli, hvort heldur hann er í Sviss, Bandaríkjunum, S- Afríltu eða Vietnam. Þetta er tegund af alþjóða- hyggju, sem er líkleg til að þrengja kosti Iandsmanna í framtíðinni engu síður en „landvarnarstefnan“ frá 30. marz 1949, enda angi af sömu rót. Ólafur Jensson. Aldrei eins og nú er um það rætt meðal manna, hversu mjög launakjörum vinnandi fólks hafi hrakað og aldre? hafi verkalýðshreyfingin staðið jafn höllum fæti í viðskiptum sín- um við atvinnurekendur og rík isvald eins og hin síðari ár. Auðvitað sjást þess merki þegar svo er komið að fulltrúar atvinnurekenda og fjandsam- legs ríkisvalds sitja beggja megin við borðið í kjarasamn- ingum launafólks og hvert orð sem fellur í hópnum er um leið í eyrum atvinnurekenda og rík- isstjómar. Oft var því flíkað og er raun- ar enn að samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin séu systur og báðar jafntrúar hin- um snauðu. f dag er það þó svo að samvinnuhreyfingin veitir engum heitari blíðu og full- komnari trúnað í samningum við launafólkið en einmitt eignastéttinni og kaupmanna- valdinu, sem hún er stofnuð til að berjast gegn og hafa hemil á. Út yfir tekur þó sú ógæfa alþýðunnar að þurfa að berjast í návígi við þann flokkinn, sem ber heiti liennar. Samstarf AI- þýðuflokksins við íhaldið í ára- tug hefur gersneytt forustu hans allri viðleitni til þjónustu við alþýðustéttir landsins. ÖII fyrri áform, öll markmið, öll loforð um baráttu fyrir bættum kjörum eru fótum troðin og innsigluð með takmarkalausri þjónustu við eignastéttina og peningavaldið. — •— Launastéttimar eiga aðeins eina leið, þá „að halda aftur af stað“; þá leið að losa sig við svikula leiðsögumenn, bvo grómið af stefnumiðum þeirra flokka og hreyfinga, sem þær áttu sér beztar og fengsælast- ar; þá leið að læra af biturri reynslu. — •— Það er launafólkið sjálft, sem þarf að taka við forystu sinna málefna; í samvinnufélögum, í verkalýðsfélögum, í flokkunum Það þarf að fjarlægja úr for- ustunni alla þá, sem ekki skilja að þeim ber skilyrðislaust að setja hagsmuni fólksins í fé- lögunum ofar öllu og að trún- aðarstörf þeirra er þjónustu- hlutverk. Að öðrum kosti verða þeir að þoka fyrir öðrum, sem þennan skilning liafa. Afgreiðsla blaðsins er í Tjarnargötu 20 Sími 17510. SIGURÐUR TÓMASSON, ÚRSMIÐUR SkólavörSustíg 21 A Selur aðeins vönduð úr og klukkur. ENN Á ELDRA VERÐI I

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.