Ný dagsbrún - 30.03.1969, Blaðsíða 2
2
NY DAGSBRUN
30. mars;
■.......
Eru starfandi sjómenn orönir
ótlagar í samtökum sínum?
Eftirtaldir menn hafa veriö fulltrúar starfandi sjó-
manna á undanfarandi Alþýðusambandsþingum. Þeir
hafa markað stefnuna í kjaramálum sjómanna og kjör-
ið forystu fyrir þá í heildarsamtökunum:
1. Árni Guðmundsson, salernisvörður á Hótel Borg.
2. Ásgeir Torfason, hafnarverkamaður. Síðustu 40—50
ár í landi.
3. Bergþór N. Jónsson, verkstjóri hjá Gunnari Guð-
mundssyni, Þungav.vélum.
4. Björn Andrésson, bóndi, Leynimýri.
5. Björn Pálsson, hraðljósmyndari, Hverfisg. 59.
6. Guðbergur Guðjónsson, húsvörður hjá Trygging-
arstofnun ríkisins.
7. Guðmundur H. Guðmundsson, hættur sjómennsku
ekki alls fyrir löngu.
8. Jón Helgason, fiskimatsmaður til margra ára.
9. Jón Sigurðsson, form. Sjómannasambandsins.
10. Magnús Magnússon, verkstjóri hjá BÚR á Granda-
garði.
11. Óli Barðdal, póstpokagerðarmaður.
12. Pétur Sigurðsson, sumarstýrim. hjá Eimskip, geng-
islækkunar- og kjaraskerðingarþingmaður.
13. Pétur Thorarensen, vefnaðarvörukaupmaður.
14. Sigfús Bjarnason, starfsm. Sjóm.fél. Rvíkur.
15. Sigurður Ingimundarson, starfsm. í Áburðarverk-
smiðjunni.
16. Sigurður Sigurðsson, bílstj. hjá Landhelgisgæzlunni
17. Skjöldur Þorgrímsson, fisksali.
18. Þorgils Bjarnason, starfsm. í Áburðarverksm.
19. Þórarinn Sigurðsson, verkam. hjá Ríkisskip.
„Aftur mun
Framhald af bls. 1.
minniháttar kjaramál verka-
lýðsins.
Ráðherra Sósíalistaflokks-
ins, LúðvTk Jósefsson, vann
að vísu mikilsvert verk í
þeirri ríkisstjórn, þ. e. út-
færslu fiskveiðilandhelginnar
i 12 mílur. Og það er flestra
mál, að hann hafi verið dug-
mesti sj ávarútvegsmálaráð-
herra, sem við höfum haft a.
m. k. hin síðari ár. En í hvor-
ugt skiptið markaði þátttaka
Sósialistaflokksins í ríkis-
stjórn nokkurt spor að því
marki að breyta framleiðslu-
háttum okkar í átt til sósíal-
isma. Þátttakan bar að því
leyti á sér samskonar merki
og þátttaka Alþýðuflokksins
fyrr og síðar í valdakerfi is-
lenzku auðborgaranna og
var á grundvelli þeirra eigin
framleiðsluhátta. Flokkurinn
var sem sagt smátt og smá£t
að fjarlægjast sín uppruna-
legu sjónarmið, en nálgast
starfsaðferðir sósíaldemó-
kratanna.
Um forystu flokksins í hinni
beinu hagsmunabaráttu verka
lýðssamtakanna er nokkuð
svipaða sögu að segja.
Á harðbýlisárum fjórða
áratugsins veitti Kommún-
istaflokkurinn örsnauðum
verkalýð örugga og mjög
skelegga forustu í harðvítug-
ustu stéttaátökum, sem orð-
ið hafa hér á landi. Þá var
ekki hikað við að skýrskota
til fólksins og kalla það út á
götuna, hvenær sem við
þurfti. Með þeim hetjuskap,
sem fjölmargir félagar sýndu
í þessum stéttaátökum öðluð-
ust þeir traust fólksins í
verkalýðsfélögunum, þannig
að Kommúnistaflokkurinn
og síðan Sósíalistaflokkurinn
náðu forystu í mörgum þýð-
ingarmestu verkalýðsfélögum
landsins — og síðar forystu í
heildarsamtökum verkalýðs-
ins.
Á síðasta áratug a.m.k. hafa
hins vegar starfshættir verka
lýðsfélaganna breytzt mjög
til hins verra. Nú er ekki á
sama hátt og áður skýrskot-
Til lesenda
^ramhald af bls. 1.
lífskjör fólksins. Það er og
annað verkefni þessa blaðs
að endurvekja baráttuþrek
alþýðunnar og beina sjónum
hennar að styrk hennar og
hæfni til þess að hrinda af
sér álag'j.ham auðvaldsskipu-
lagsins.
Þessi verkefni vill Ný dags-
brún leitast við að rækja og
kallar til liðs við sig alla þá,
sem vilja leggja þeirri bar-
áttu lið.
Fyrst um sinn kemur blað-
ið út eftir því sem aðstæður
leyfa, en stefnt er að reglu-
legri útgáfu og öflun áskrif-
enda.
Ritnefndin.
að til fólksins í verkalýðsfé-
lögunum. Félagsfundir eru
haldnir sem fæstir, og hinum
óbreyttu félagsmönnum þann
ig haldið óvirkum að mestu.
í stað hinnar virku og vökulu
stéttabaráttu er reynt að
leysa kjaramálin eftir dipló-
matiskum leiðum. Forystu-
menn verkalýðssamtakanna
setjast saman í nefndir og
undirnefndir. Þessar nefnd-
ir eiga í þrotlausum viðræð-
um við nefndir atvinnurek-
enda og stjórnarvalda. Ef
samt sem áður skerst þann-
ig í odda að hafin séu verk-
föll, eru þessar nefndir for-
ystumanna verkalýðssamtak-
anna ofurrólega lokaðar inni
hjá sáttasemjara ríkisins, og
þar er þeim haldið — svefn-
vana — svo lengi, sem þurfa
þykir — þangað til tekizt hef
ur að fá þá til að slaka á sett-
um kaupkröfum — gegn lof-
orðum stjórnarvalda um ein-
hverskonar „endurbætur“ á
aðbúnaði fólksins. Árangur-
inn er líka eftir því. Verka-
lýðssamtökin eru í stöðugri
uarnarbaráttu. Þau eru alveg
hætt að gera kröfur um hækk
að kaup. Og forystumennirn-
ir hampa því sem miklum
sigri, ef stjórnarvöldum og
atvinnurekendum tekst ekki
að koma fram að fullu á-
rásum sínum á lífskjör fólks-
ins.
Þannig var komið forystu
flokksins í kjarabaráttunni.
Og svo er það lokaþáttur-
inn: Barátta forystusveitar
Sósialistaflokksins fyrir því
að leggja flokkinn niður.
Sennilega er það að ein-
hverju leyti vanmáttarkennd
— og þá um leið viðurkenn-
ing á því, að þróun flokks-
málanna hafi farið miður en
skyldi — sem leiðir forystu
flokksins til þess að leita
nýrra bandamanna í herbúð-
um sósíaldemókrata.
Hannibal Valdimarsson
haföi ekki hlotið þann stj órn-
málaframa, sem honum lík-
aði í sínum eigin flokki, Al-
þýðuflokknum. Hann var þess
vegna reiðubúinn til að reyna
nýj ar leiðir og taka upp sam-
starf við Sósíalistaflokkinn.
Eftir sem áður var hann sami
sósíaldemókratinn — og tók
ekki í mál að gerast félagi í
Sósíalistaflokknum — heldur
stillti kröfunni um nýjan
flokk.
Sanlstarfið við Hannibal og
hans fámenna lið var kallað
samfylking. En til þess að
hann og hans nánustu í póli-
tíkinni þyrfti ekki að blettast
af „kommúnisma" voru mynd
uð sérstök kosningasamtök
— Alþýðubandalagið 1 — sem
leystu Sósíalistaflokkinn af
hólmi, að því er varðaði þátt-
töku í almennum kosningum
til Alþingis og sveitastjórna.
Þannig var Hannibal þá strax
gefið undir fótinn með kröfu
hans ;im myndun nýs flokks,
í stað Sósíalistaflokksins. Á
vegum þessara samtaka —
Alþýðubandalagsins — var
Hannibal síðan hafinn til
meiri og meiri áhrifa I hinni
sósíalistisku hreyfingu. Fyrir
atbeina Sósíalistaflokksins —
sem hann þó alls ekki vildi
leggja nafn sitt við — komst
hann til þeirra „mannvirð-
inga“, sem Alþýðuflokkurinn
hafði ekki unnt honum.Hann
varð ráðherra í „vinstri stjórn
inni“ og hann varð forseti
heildarsamtaka verkalýðsins.
Sósíalistaflokkurinn fylkti
um hann liði sinu — skapaði
honum pólitískan grundvöll,
sem hann að verulegu leyti
býr að enn í dag — þrátt fyr-
ir það, sem síðar gerðist.
En því meira, sem hlaðið
var undir Hannibal, því fast-
ar sótti hann á um myndun
nýs flokks, í stað Sósíalista-
flokksins.
Forusta Sósíalistaflokksins
tók meira og meira undir
þessa kröfu — þó lengi væri
reynt að hafa á henni yfir-
skin samfylkingar. Ég ætla
ekki, í þessu greinarkorni, að
rekja sögu þeirra átaka, sem
um þetta urðu í Sósíalista-
flokknum. Aðeins vil eg nefna
það, að þegar ekki tókst með
lýðræðislegum hætti að
brjóta á bak andstöðu Sósíal-
istafélags Reykjavíkur gegn
myndun nýs flokks, beitti for
maður Sósíalistaflokksins ref
skák gegn sínum eigin félög-
um, til þess að koma á fót
grunneiningu nýja flokksins
hér í höfuðborginni — og þó
enn undir því falska yfir-
skini, að um „samfylkíngu ‘
væri að ræða. Þeirri ábreiðu
var svo flett af litlu síðar. Al-
þýðubandalagið, „samfylking
arsamtökin“ var orðið að
þeim nýja, pólitíska flokki,
sem Hannibal Valdimarsson
heimtaði að kæmi í staðinn
fyrir Sósíalistaflokkinn. En
svo undarlega skipuðust mál-
in, að þá vildi Hannibal ekki
hafa þar bólfestu — heldur
I rær nú að því öllum árum að
; mynda sinn eigin flokk —
með tilstyrk þess liðsafla,
sem Sósíalistaflokkurinn var
búinn að fylkja um hann.
En Alþýðubandalagið er
staðreynd, sem pólitiskur
flokkur — og Sósíalistaflokk-
urinn hefur endanlega verið
látinn víkja fyrir því.
Hversvegna vill Sósíalista-
félag Reykjavikur ekki sætta
sig við þau málalok — og
leggja árar i bát?
Það er af nákvæmlega
sömu ástæðu og þeirri, sem
olli því, að Einar Olgelrsson
og fjölmargir aðrir sósialist-
ar undu sér ekki í Alþýðu-
flokknum, heldur töldu óhjá-
kvæmilega nauðsyn að stofna
marxistískan flokk.
Alþýðubandalagið er ekki
marxistískur flokkur. Það er
að vísu látið heita svo í lög-
um þess, að það sé sósíalist-
ískur flokkur — á sama hátt
og Alþýðuflokkurinn kallar
sig vera það. En sú þróun
starfsaðferða, sem varð í
Sósíalistaflokknum hin síðari
ár — og sem drepið er á hér
að framan — mun halda á-
fram í Alþýðubandalaginu,
með meiri hraða, og leiða það
í sömu slóð og Alþýðuflokkur-
inn hefur fetað í íslenzkum
stjórnmálum: þ. e. að hreiðra
um sig eftir mætti í valda-
kerfi hins borgaralega þjóð-
skipulags — en láta sósíalism
ann lönd og leið.
Hefur Sósíalistafélag Reykja
víkur bolmagn til þess að
hefja á ný það merki, sem
reist var á sínum tíma með
stofnun Kommúnistaflokks
íslands?
Eg er orðinn gamall maður
— og get ekki lofað neinu um
það, að mín forusta 1 félaginu
dugi til að valda straum-
hvörfum í þróun sósíalistiskr-
ar hreyfingar í landinu. En
við í Sósíalistafélagi Reykja-
víkur viljum gera hvað við
getum til að halda saman
þeim hópi manna, sem er al-
vara með það að leysa verði
arðránsskipulag auðvaldsins
af hólmi. Von okkar er, að sú
þróttmikla og athafnasama
kynslóð, sem nú er að komast
á manndómsárin, fylki sér æ
þéttar undir þetta merki —
og lyfti innan tíðar því grett-
istaki, sem okkur reyndist of-
raun.
Steingrímur ASalsteinsson.
ERTU AÐ BYGGJA?
VILTU BREYTA?
ÞARFTU AÐ BÆTA?