Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 6

Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 6
4 SENDIBOÐINN 3ÓHANN ÞORVALDSSON: REGLUSEMI, STUNDVÍSI, Það er einkum tvennt, óstundvísi og slæm regla, sem ýmsir hafa fundið okkur íslendingum til foráttu. Þvi miður hafa þessar ásakanir við rök að styðjast. Þetta verður skiljanlegra, þegar þess er gætt, að allt fram á síðustu tíma hefir íslenzkt þjóðlíf og uppeldi ekki lagt þá rækt sem skyldi við þessa eiginleika. En nú er svo komið, að þetta tvennt — reglusemi og stundvísi — eru ein mikilvægustu atriðin í öllu uppeldi. Af þessum ástæðum leggja skólarnir nú sérstaka áherzlu á, að börnin læri þetta tvennt svo vel, að þau gleymi því ekki að lokinni skólagöngu. Reglusemi. Sérhver skóli hefur skólareglur, er hann starfar eftir. Sumar þessar reglur eru skráð- ar í reglugerð skólans, en aðrar ekki. Reynt er að hafa þessar reglur sem fæstar og einfaldastar, en um leið að framfylgja þeim eftir getu. Það er einn þátturinn i reglusemi barnsins, að starfa eftir þessum reglum og halda þær í hvívetna. Má þar t. d. nefna námið sjálft, hvað barnið skal læra á vissum tíma, svo og það, sem kennarinn setur fyrir í hvert skipti. Ennfremur nauðsynleg áhöld og bækur, svo sem: blýant, penna, penna- stöng, strokleður, yddara og bækur til að skrifa í. Tösku undir áhöld og bækur. Meðferð á þeim bókum, sem barnið fær í skólanum o. fl. Hér í skólanum er það regla, að ekkert barn fær að fara inn í kennslustofu á þeim skóm, er það notar úti og þarf því að hafa með sér inniskó eða leista til að vera á í timum. Enn- fremur að barnið komi hreint og þokka- lega til fara í skólann og hafi vel merkt allt, sem það þarf að skilja eftir á göng- um, svo sem: skófatnað, húfu og kápu. Að barnið gleymi engu heima af þvi, sem það þarf að nota þann daginn, og hafi leyst af hendi þau verkefni, er það átti að vinna. Sæki skólann daglega, nema þegar veikindi hamla, enda sé þá viðkomandi kennari látinn vita. Allt þetta er eg nú hefi nefnt, telst til reglusemi barnsins. Það er skiljanlegt, að barnið getur ekki sýnt fullkomna reglusemi nema heimilið hjálpi til. Þuð er skylda foreldra að fylgj- ast með því, hvort barnið leysir af hendi þau verkefni, er kennarinn setur fyrir, en láta sér ekki nægja þau svör barnsins, að það eigi ekkert að gera, heldur komast eftir hjá viðkomandi kennara hvort það sé rétt. Stundvísi. Stundvísi skólabarnsins er að mestu í því fólgin, að barnið komi á réttum thna í skólann. Þó að þetta virðist einfalt mál, reynist það mörgum börnum mjög erfitt. Flest börn á aldrinum 7—10 ára eru mjög gleymin, og mörg þeirra þekkja ekki á klukkuna. Af þessum ástæðum getur barnið ekki sýnt stundvisi, nema mamma hjálpi því. Foreldrar þurfa því að vita á hvaða tíma barnið á að koma í skólann og minna það á, þegar hinn rétti tími er kominn. Bezt er fyrir móðurina að hafa stunda- töflu barnsins hjá sér í eldhúsi eða á öðr- um hentugri stað. Algengt er að barnið komi mikið fyrr, að skólahúsinu en það á að koma eftir stundatöflu, og verður þá barnið að bíða í forstofu skólans, því að

x

Sendiboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.