Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 10

Sendiboðinn - 19.04.1939, Page 10
8 SENDIBQÐINN korau einstakllnga *g alþjóðar^jí ; : cj í? Nú fara vorprófin í hönd hér í skólun- um. Eg vil enda þessar línur á því að biðja foreldrana að hvetja börnin til þess að íhuga vel hvert dæmi og spurningu og þaulhugsa hvert svar og þrautreyna. Æskilegast væri að barnið í hvertskipti sem það leysir dæmi, hugsi sér að það sé sjálfj söguhetjan í ofurlítilli sögu, þar sem viðfangsefnið krefst úrlausnar, en barnið hagnast á því, að reikna rétt, en tapar á rangri úrlausn. Foreldrar, íylgist með starfi skólans. Gerið ykkur ómak til að kynnast kennara barnsins og hjúkrunarkonu. Minnist þess, að komi þau heim á heimili ykkar, þá koma þau ’sem vinir, til að vinna gott verk. Fylgist af áhuga með öllu námi barnsins, því að meiri greiða getið þið ekki gert barni ykkar. Ef ykkur finnst eitt- hvað að, þá talið um það við viðkomandi kennara, en ekki aðra, því að oft getur verið um misskilning að ræða, sem auð- velt er að leiðrétta. Hjálpið barninu til að bera virðingufyr- ir kennara og skóla, og því starfi, sem þar fer fram. Minnist þess að skóli og heimili eru tveir aðiljar, sem eiga að sjá um uppeldi og þroska barnsins, og ber því skylda til að virða starf hvors annars. Því að ef svo er ekki, þá er það fyrst og fremst barnið sem bíður tjón við það, en ekki kennarar eða foreldrar. J. Þ. Útgefendur: Kennarar barnaskóla Siglufjarðar. Ábyrgðarmaður: Friðrik Hjartar. ;' t: C o' V ’ í , :f1 : i .í: t' . Gjleðitecji sumar! Hrzl. Su. Kjartarson.-. Fyrir fermingar- stúlkurnar: Kjólablóm Hanzkar Sokkar. Hattaverzl. Guðrúnat Rögnvalds Siglfirðingar! Munið skemmtun barnanna kl. 4,30 fyrsta sumardag. Skemmtunin verður aðeins þetta eina sinn. Siglufjarðarprentsmiðja

x

Sendiboðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sendiboðinn
https://timarit.is/publication/1028

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.