Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Side 3

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 30.11.1935, Side 3
-3- HVEBS Á ÆSKAK Á AKRANESI AÐ GJALDA ? Bemaskólinn á Ákranesi er með elstu skólum landsins, byggður 1662. Það er aug- ljóst, að meðurinn, sem kom Þessum skóla upp, Hallgrxmur Jónsson Þáverandi hrepps- stjóri hér, hefur að ýmsu leyti >verið á undan sinni samtíð. Hann notaði sér að vísu neyð verkamanna og sjómanna til Þess að hrynda Þessu verki í framkvæmd. En við .lít- um nú meira é Það, að Hallgrímur hefir haft viðbjóð á fáfræði alÞýðunnar og Þess vegna hefir hann beitt góðri aðstöðu sinni til Þess að setja á stofn varanlega frasðslustöð á Ákranesi. Gamlir menn hafa sagt mér, að Hallgrími var bölvað heitt og innilega fyr- ir Það, að Þvinga fram Þessa skólabyggingu. En Þetta er ekkert einstakt darmi. Það hefir lengi verið og er enn í dag, háttur Þeirra manna, sem ekki telja alÞýðufólk menn með mönnum, að bölva Þeim mönnum, sem leitast við að hleypa stoðum undir Þekkingu alÞýð- unnar. Og Því skyldu ekki allir gera Það, sem í hugsun og athæfi hafa einkehagsmuni að takmarki og leiðarstjörnu, og sjá sinn hag í Þvi, að alÞýða manna sé sem Þekkingar- snauðust. Því Þekkingarsnauðari, sem menn eru, Þess leiðitamari verða Þeir óhlutvönd- xim eiginhagsmxma-mönnum, Því fremur láta Þeir blekkjast. Þekkingarskortur almennings er sé jarðvegur, sem allt íhald á rætur sínar í og á Þroska sinn og tilveru undir. A Þeim stöðum, Þar sem íhaldið drottnar og frjálslyndisstefnum er úthýst, Þar er og verður æskulýðurinn illa menntaður. Þar er æskulýðnum haldið frá skólunum með Þeim árangri, að hann eyðir tómstundum sínxim í hugsunarsnautt athafnarleysi, eða Það sem verra er: óreglu og óknytti. Hér á Ákranesi er fastur bamaskóli bú- inn að vera yfir 30 ér. En Hallgrímamir hafa verið fáir. Eiiginn nýr skóli hefir bæst við. Mjög fsir hafa sótt menntun til hærri skóla. Vel menntaðir alÞýðvimenn eru hér mjög fáir. En Þótt andlega menntunin sé bágborin, Þá er líkamsræktin a enn lægra stigi. Hér er ekkert íÞróttahús til enn, í byggðerlagi, sem telur yfir 1600 xbúa. Það er svertur skuggi á Ákrenesi og lýsir svo aumlegu éstandi í menningermálum ksuptúnsins, að undrum sætir, og hrein furða, að Þeir menn, sem á einn og annan hátt ennÞá tefja tilraunir til að koma upp xÞróttahúsi skúli ekki finna nályktina af sjálfum sér og hlaupa í felur, hvað sem íhaldsástriðunum líður. Umræðumar um leikfimishús, sem nýlega fóru fram á fundi, sýndu Þó glögglega, að æskumennirnir ætla ekki lengur að una ástand- inu, eins og Það er, Þeir hafa líka fulla ástæðu til að fyllast réttlátri reiði yfir Því, sem fram við Þá kemur. Þeir bjóða fram ókeypis vinnu. Þeir bjóða fram peninga. Því er að sönnu heitið að taka við Þessum gjöf- um. En helst ekki fyr en að nokkrum árum liðn\jm. Á sama tíma heyrum við háværar kvartanir - og feer margar réttmætar - um hávaða é götum, strékapör o. s. frv. Állir vita, að æskulýðurinn getur ekki verið að- gerðalaus. Æskan krefst starfs, hreyfingar,- eiixhverra athafna. Það er hennar eðli. Það er lítið um Það hirt, Þótt æskumanninn’' vanti viðfangsefni. Formennina tekur Það víst ekki sárt, Þó æskumanninum vökni um augu, Þegar honum er neitað um pláss á bát. Ár eftir ár er hann kallaður viðvaningur, vegna Þess að hann fær ekki að lsera aí starfið. En Þegar hann svo loks kemst í skiprúm, Þá ráða við- fangsefnin vinnutímanum, Þá er krafan sú, að vinna lengi og vinna mikið, og ekkert um Það fengist Þótt óhörðnuðum og óÞjálfuðum líkama unglingsins sé ofboðið. Allir krefjast mik- illa afkasta, einnig Þeir, sem enn vilja fresta byggingu íÞróttahúss, og Þar með girða fyrir Það enn um skeið að drengirnir a Akra- nesi fái viðunandi líkamsÞjálfun á vaxtar- árunum. Þó vill enginn kannast við að hann sé á móti framkvaand Þessa máls, Það skortir svo sem ekki viljann. Hann er í lagi. Nei, Það skortir annað,- peninga, Það er ekki hægt að byggja ÍÞróttahús vegna peningaleysis. Þetta er tilvalin fyrirsláttarástæða,- Það Því frem- ur, sem hún virðist flestrn góð og gild. Það er sem sé ekki hægt að benda á handbæra pen- inga, sem ekki sé annað við a.ð gera, en að verja Þeim til íÞróttahúss. Hitt mun Þó sannara, að væri ekki skortur á vilja fyrir hendi, Þá væri heldur ekki skortur á pening- uim. En ef einhver finnur upp á Því, að benda á peningana, sem verja mætti til íÞróttahúss, og ekki er hægt að Þiæta fyrir tilveru Þeirra peninga, já - Þá væri Þeim betur varið til annars. Og svo er deilt um hvað helst skuli meta: leikfimishús, sjúkraskýli, vatnsveitu, eða eitthvað annað, sem Akranes vantar og almenningur hefir sameiginlega Þörf fyrir.

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.