Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 3

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 3
Afmœlisblab Kára 1922 jk 1947 cw Bitnefnd: Óöinn S. Geirdal Guðmundur Sveinbjörnsson Ingólfur Runólfsson Egill Sigurðsson GuSmundur Sveinbjörnsson gjaldkeri. Egill SigurÖsson formaður. Óðinn S. Geirdal varaformaður. Ólafur Vilhjálmsson ritari. Vigdís Guðbjarnadóttir meðstjómandi Frá þessu starfstímabili eiga allir félagar, ungir og gamlir, sínar endurminningar; minningar um sigra og gleði, um ósigra og vonbrigði, um óþreytandi elju áhuga- samra félaga til œfinga og athafna. Mörg hafa verið baráttumálin og mikið hefur áunnizt frá því byrjað var á Langasandi, þar til komið var upp núverandi Iþróttavelli og Iþróttahúsi, og von er um glœsilegt Iþróttasvœði á nœstu árum, en að framkvœmd- um þessum hefur Kári unnið ásamt K. A. Á þessum tímamótum viljum við þakka öllum hinum mörgu félagsmönnum, sem unnið hafa að framgangi og eflingu félagsins. Við minnumst með virðingu og þakklœti látinna félaga. Knattspyrnufélagi Akraness þökkum við góða sam- vinnu og skemmtilega kappleiki á liðnum árum. Einnig viljum við þakka hinum fjölmörgu Akurnes- ingum, sem beint og óbeint hafa stutt félagið og styrkt það. Vonum við, að KÁRl megi á ókomnum árum eiga sama vinarhug í hjörtum Akurnesinga og hingað til. KÁRAFÉLAGAR! Látum afmœli þetta verða hvatn- ingu til áframhaldandi starfs og nýrra dáða. Vinnum af alhug í sama anda og hinir bjartsýnu og framtaks- sömu stofnendur hófu starf sitt fyrir 25 árum. Megi prúðmennska og drengskapur einkenna starf okkar allt. -----------—*— LAMDSBÓKASAFN 724 . ÍSLANDS Hallbera Leósdóttir meðstjómandi Ingólfur Runólfsson meðstjómandi Ársæll Jónsson meðstjórnandi

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.