Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 10

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 10
 Á þessum árum hafði Kára hætzt margir góðir kraftar og 1929 er keppt hér í fyrsta sinn í I. ald- ursflokki, enda hafði þá fyrir nokkrum árum verið stofnað hér Knattspyrnufélag Akraness, og hafa K. A. og Kári jafnan verið keppinautar síðan og gengið á ýmsu, hver sigur bæri af hólmi, og kemur það nánar fram síðar í þessari grein. Árið 1929 gefur Skafti Jónsson, útgerðarmaður á Akranesi, forkunnarfagran útskorinn bikar eftir Ríkarð Jónsson til keppni í I. aldursflokki og var ákveðið, að það skyldi vera farandbikar og ekki vinnast til eignar. Þótti knattspyrnmnönnum mik- ill fengur i og æfðu nú af kappi undir fyrstu bikar- keppnina. Leikurinn fór svo fram um vorið, eins og til stóð, og fóru leikar þannig, að Kári vann með 2:1, og ennfremur fylgdi bikarnum sæmdarheitið: „Bezta knattspyrnufélag Akraness.11 Þeir, sem voru í þessu bezta knattspyrnuliði þá, voru sem hér segir: Magnús Magnússon, Hannes Ólafsson, Hannes Guðmundsson, Hjörtur Sigurðsson, Valtýr Benediktsson, Sigurður Þorvaldsson, Jón Steinsson, Bjarni Bjarnason, Ólafur Jónsson, Halldór Guð- mundsson og Gústaf Ásbjörnsson. Sveinbjörn Odds- son afhenti bikarinn og gat þess um leið, að bikar- inn væri gefinn af áhugamanni, sem vildi vinna að auknum íþróttaáhuga og þá sérstaklega i knatt- spyrnunni og væri gripurinn farandbikar, sem keppa ætti um á vori hverju og fylgdi honum sæmdarheitið: „Bezta knattspyrnufélag Akraness.“ Kemst nú töluverður áhugi í knattspyrnuæfing- ar og er keppt aftur vorið 1930 um Knattspyrnu- bikar Akraness og vinnur Kári þá með 3:2. I öðr- um aldursflokkum mun ekki hafa verið keppt þessi árin og ekki búið að skipuleggja þá. Árið 1931 er keppt um Knattspyrnubikar Akraness og vinnur hann þá Knattspyrnufélag Akraness, með 2:1. Nú hefir einhver afturkippim komið i æfing- arnar, því að árið 1932 er ekki keppt um bikar- inn. Árið 1929 eru gerðar lagabreytingar og meðal annars er þá kvenfólki leyfð innganga í félagið og að sjálfsögðu með handknattleik kvenna fyrir aug- um. Árið 1930 gengur Kári í Iþróttasamband Is- lands og fær staðfestan búning sinn. Á aðalfundi Kára árið 1933 ber formaður, Ólafur Jónsson, fram tillögu um það, að fenginn sé knatt- spyrnukennari fyrir félagið og hefir hann séð fram á, að allt ætlaði að lognast út af, ef ekki væri nú hafizt handa. Var þetta samþykkt og formanni falið að hafa samvinnu við K. Á., og skyldi kenn- arinn kenna hjá báðum félögunum. Þetta varð til þess, að hinn 19. júní kom hingað Axel Andrésson íþróttakennari, og hefst þá námskeið i knattspyrnu og handknattleik kvenna samdægurs, því ekki vaí til setu boðið, þegar Axel var kominn, og var hann fljótur með sínum alkunna dugnaði að koma öllu á fleygi ferð. Einnig hélt hann hér námskeið fyrir dómara í knattspyrnu, og útskrifuðust þessir dóm- arar úr Kára þ. 18. júlí: Gústaf Ásbjörnsson, Hafliði Stefánsson, Jón Steinsson og Óðinn Geirdal. Nú var stofnaður III. aldursflokkur í knatt- spyrnu og handknattleiksflokkur kvenna, bæði i Fyrsti handknattleiksflokkur kvenna á Akranesi, stofnaSur Í933. Kennari Axel Andrésson. L 8 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.