Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 30

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 30
um hús. Hér ægir saman óþriflegum og ljótum skúrum, oft til litils gagns fyrir eigendurna, girð- ingar ljótar og brotnar, og svo mætti lengi telja. En það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, á hvern hátt mætti helzt úr þessu bæta. Mér er það ljóst, að það er ekki hægt nema á einn hátt, með sam- tökum, og hvað væri þá eðlilegra en, að unga fólkið innan íþróttafélaganna tæki þetta hlutverk að sér. Það er þess að byggja bæinn. Hér er verkefni fyrir unga fólkið til þess að láta til sín taka og sýna hvers æskan er megnug, ef æskumaðurinn tekur sér fyrir hendur að fegra kringum hús foreldra sinna, eða beita áhrifum sínum innan iþróttafélag- anna á félaga sína, með þvi að gera samanburð á því hvernig ástandið er nú, hvernig það gæti verið. Þetta er hugsjón, sem vinna verður að. Ef íþrótta- félögin tækju að sér forystuhlutverk í þessu máli, er hægt að vinna þrekvirki og gera bæinn okkar þannig, að öllum finnist hann hafi þá til- finningu, sem grípur hvern þann, er hann augum lítur það, sem fallegt er í ríki náttúrunnar. Ég minntist áður á það, er íþróttafélögin komu sér upp sínu íþróttaheimili (íþróttahúsinu) og hversu mikinn félagsþroska það sýndi. Til þess að félags- lífið í einu félagi geti verið gott, þarf að búa þannig, að öllum ytri skilyrðum sé fullnægt. Hér á Akra- nesi er komin fram hugmynd um að reisa félags- heimili, sem öll félög bæjarins hefðu aðgang að. Þessari hugmynd verður að halda lifandi til þess að gott félagslíf haldist. Hér er eitt verkefni fyrir íþróttafélögin að vinna að, þvi að það er ekki síður nauðsynlegt, að halda upp góðu félagslífi, en að geta stundað íþróttaæfingar. Einn er sá hlutur, sem við Akurnesingar eigum, og ekki er jafn-góður annars staðar, en það er Langisandur. Þessum undurfagra og nytsama stað er ekki nógur sómi sýndur og jafnvel íþróttafélög- unum, sem ætti þetta helzt að vera ljóst, hefur orðið sú skyssa á, að gleyma honum. Þau hafa ekki notfært sér hann sem skyldi fyrir baðstað,og bezta tækinu gerðu af náttúrunnar hendi til sundiðkana. Ef iþróttafélögin tækju upp ákveðnari baráttu fyrir sundmennt hér á Akranesi, en þau hafa nú þegar gert — því segja má, að hún hafi verið lítil — þá gæti það orðið til þess að vekja mun meiri eftirtekt á Langasandi en nú er. Ég hugsa, að það séu fáir, sem hafa gert sér ljósa þá þýðingu, sem Langi- sandur gæti haft fyrir okkur Akurnesinga, bæði líkamlega og efnahagslega séð. 1 öllum löndum er það eitt, sem allir vilja eignast fyrir sinn bæ, en það er eitthvað, sem dregið getur að ferðafólk. Sums staðar er þetta fjöll eða önnur náttúrufyrir- brigði, til dæmis baðstaður. Nú er það svo, að ef- laust má segja, að Langisandur, sé bezti ef ekki eina baðströnd, sem Islendingar eiga og þar að auki svo vel í sveit sett sem á verður kosið. öðrum megin liggur að henni höfuðborg Islands, á hina hönd eitthvert fallegasta hérað landsins. Þetta mundu þykja það miklir kostir í öðrum löndum, að ekki þætti forsvaranlegt að láta þá ónotaða. Til þess að skýra það, hversu mikla efnahagsþýðingu það hefði fyrir Akranes, ef framkvæmt væri það, sem með þyrfti við Langasand, er efni í blaðagrein. Einu er hægt að ganga út frá, að við þær aðgerðir mundi Akranes hafa betri aðstöðu en flest önnur bæjarfélög, yfir sumarmánuðina, til þess að geta kallast ferðamannabær, og það ættu Akurnesingar að athuga einmitt nú, þegar verið er að vinna að því að færa umferðina frá Akranesi. Undirstaða þess að ná árangri á íþróttasviðinu eru góðir æfingavellir og leikvangur. Völlur sá, sem íþróttafélögin hafa nú við að búa, er í alla staði ófullnægjandi, og ekki um neitt land að ræða við hann, sem hægt er að fá til þess að bæta úr. Þess vegna fóru félögin að athuga land undir væntanlegt iþróttasvæði, og varð fyrir valinu land- ið, sem liggur á milli Skógræktarinnar og Þórðar- stykkis, sem er um 9 hektarar að stærð og vel lá- rétt. Það hafa staðið yfir samningar um að fá þetta land í fleiri ár. Land þetta var eign kirkjunnar, þar tíl á síðast liðnu ári, að Akranesskaupstaður keypti landið. Og nú standa sakir þannig, að bæj- arstjórnin hefur samþykkt að láta íþróttafélögin fá landið undir íþróttasvæði og þar með, að bærinn skuli láta i té vélar og verkfæri til ræktunar lands- ins og má því segja, að fyrsta áfanga sé náð. Nú kemur því til kasta íþróttafélaganna um það, hversu mikil alvara og áhugi hefur staðið á bak við kröfuna um bætt vallarskilyrði. Þau verða að gera sér það ljóst, að það veltur allt á því, hversu mikill fram- kvæmdahugur er til þessa máls, og íþróttasvæðið kemst því aðeins upp, að hver einstaklingur innan félaganna sýni viljan í verki og vinni ötullega að framgangi málsins. Það mun ef til vill einhver spyrja á hvern hátt íþróttafélögin eiga að vinna að framgangi málsins. Ég mun svara því eins og mér kemur það fyrir sjónir. Nú þegar í vor verður að hefja framkvæmd verksins, og nota til þess þær vélar, sem bærinn hefur lofað að leggja fram. Þá væri hægt að ræsa fram landið, ryðja af þúfum og mynda úr þeim áhorfendapalla utan um aðalleikvanginn, plægja og herfa landið svo hægt sé að sá í það í sumar. Þetta mundi vera áætlun fyrsta ársins og má segja, 28 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.