Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 22

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 22
Ingólfur Runólfsson. Ársæll Jónsson. Hallbera Leósdóttir. Vigdís Guðbjarnadóttir. Varastjórn: Lúðvík Jónsson. Þorbjörg Þorbjarnadóttir. Jóhanna Þorbjörnsdóttir. Kári hefir á þessum 25 árum unnið til fullrar eignar 7 bikara alls: Handknattleiksbikar kvenna og tvo í hverjum aldursflokki í knattspyrnu, nema í IV. fl., en þar hefur ekki verið keppt um bikar fyrr en i vor. Þá hefur Kári unnið „Knattspyrnu- bikar Akraness“ og sæmdarheitið „Bezta knatt- spyrnufélag Akraness“ 11 sinnum, en alls hefur verið keppt um bikarinn 18 sinnum á 19 árum. Eitt árið fengust ekki úrslit. Eins og sést hér að framan, hefur Kári lagt aðalstund á eflingu knattspyrnuíþróttarinnar, en eigi að síður hefur hann eftir fremstu getu stundað og æft aðrar íþróttir, og nú seinni árin í góðri sam- vinnu við K. A., frjálsar íþróttir, fimleika og hand- knattleik. Kvenþjóðin tók fyrst virkan þátt í félagsstarf- seminni, eftir að farið var að æfa handknattleik. Fyrsta stúlkan, sem kosin var í aðalstjórn Kára, var Málfríður Þorvaldsdóttir, kosin gjaldkeri árið 1935. Siðan hafa stúlkur alltaf verið starfandi stjórnarmeðlimir, og hafa þær jafnan starfað ötul- lega að hagsmunamálum Kára, eins og vænta má af kvenþjóðinni, þegar hún tekur eitthvað að sér. Knattspyrnufélagið Kári hefur alla tíð látið öll mál, sem til framfara mættu verða íþróttamálum bæjarins, mikið til sín taka. Hafa félagsmenn og konur ætíð verið til taks að leggja þeim lið bæði með fjárframlögum og þó sérstaklega með sjálf- boðavinnu. Þannig var með leikfimishús barnaskól- anna, sem byggt var hér á erfiðustu tímum, lögð- um við þar til bæði peninga og vinnu og tryggðum um okkur þar með rétt til íþróttaiðkana í húsinu, þegar það var fullgert. Svo var einnig með Bjarna- laug, er hún var byggð. Þar lögðu Kárafélagar fram bæði peninga, gjafavinnu og gengust fyrir samskotum til laugarinnar. Djarfasta og þróttmesta átak íþróttaæskunnar á Akranesi var þó, er hún févana réðist í að byggja stórt íþróttahús fyrir starfsemi sína. Var góð sam- vinna um það í báðum félögunum hér, enda veitti ekki af, og fannst sumum, sem það mundi aldrei verða annað en skýjaborg. Á félagsfundi í Kára, sem haldinn var 10. sept. 1944, var húsbyggingarmálið enn tekið til ræki- legrar umræðu. Oft áður hafði verið minnzt á að byggja þyrfti hús, en flestum hafði hingað til fund- izt það svo fjærri, að ekkert mundi úr verða, en nú var vaknaður almennur áhugi fyrir málinu. Sam- þykkt var í báðum knattspyrnufélögunum hér að hefjast nú handa og láta verða af byggingunni. Tæpum mánuði eftir þessar félagssamþykktir var búið að fá tillöguuppdrátt að húsinu með ágætum stuðningi íþróttafulltrúa ríkisins, Þorsteins Einars- sonar, og bæjarstjórnar Akranesskaupstaðar, sem lét okkur í té lóð undir húsið. Verkið var hafið og byrjað að grafa fyrir grunninum 4. okt. 1944. Mest öll vinna var unnin í sjálfboðavinnu af fé- lagsmönnum, og var húsið að mestu upp komið um áramót, til mikillar heilsubótar og þroska fyrir æsku Akraness í nútíð og framtíð. Húsið var vígt og afhent til notkunar 3. marz 1945, og fóru þá fram ræðuhöld, íþróttasýningar og fleira. Húsið er að flatarmáli 30X13 metrar, og eru 5 metrar undir loft í fimleikasal, og er það einn stærsti fimleikasalur landsins, auk þess eru í húsinu að sjálfssögðu búningsklefar, böð, ræstiklefar og þurrkherbergi, leiksvið, þar sem rúmast allmargir áhorfendur, þegar fimleikasýningar eru eða knatt- leikakeppnir. Kostnaðarverð hússins mun nú vera, er ný hitalögn er komin i það, um 400 þús. krónur. Mæltist þetta framtak íþróttafólks mjög vel fyrir meðal bæjafbúa og urðu margir til að styrkja það á j'unsa lund. íþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, var okkur mjög hjálplegur á margan hátt, og íþróttanefnd hefir nú veitt nokkurn styrk út á húsið og er von um, að það verði áframhald- andi að vissu marki. öllum þeim, sem stutt hafa okkur á einn eða annan hátt við framkvæmdir þessar, vil ég færa beztu þakkir frá íþróttafólki hér. Sérstaklega viljum við íþróttafólk færa bæjarstjórn- inni þakkir fyrir hennar ágætu styrkveitingar og góðan skilning á gildi íþróttastarfseminnar hér á Akranesi. Iþróttafélagar í Kára segja nú að nokkrum árangri hafi verið náð á þessum 25 ára starfsferli félagsins, en ekki dugir að stanza, nóg verkefni eru fyrir hendi og margt á eftir að gera hér á Akranesi til að gefa æskunni betri skilyrði til iþróttaiðkana, sem gefur henni þá um leið meiri þrótt til sálar og líkama. Haustbikar I. flokks, Þórðar Ásmundssonar h.f., vann Kári til fullrar eignar í haust á móti K. A. Kjörorð allra iþróttamanna hlýtur ávallt að vera: Heilbrigð sál í hraustum líkama. 20 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.