Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 5

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 5
rrytt 2. HEFTI IV. ARG. MAÍ—OKTÓBER tíls. 75 Forspjall: I deiglunni 77 Jóhann S. Hannesson: Undir kennslustund 78 Hannes Pétursson: Fimm k\æði 81 Matthías Johannessen: Hlutfallið milli lifs og dauða 94 Boris Pasternak: Tvö kvæði, Geir Kristjánsson þýddi 95 Jóhannes Nordal: Þjóð ú kross- götum 101 Þorsteinn Jónsson frá Hamri: Náttfari 102 Kristján Karlsson: Hertógaynjan af Malfi (Fjórar sögur frá Man- hattan III) 110 Albert Camus: Þöglir menn 118 Bréf frá Páli Melsted til Hannes- ar Ilafstein 122 Erik Sönderholm: Karen Blixen 128 Listir eftir Þorstein Hannesson og Hjörleif Sigurðsson 132 Ur einu í annað eftir R. J. og fleiri RITSTJÓRN: Júhannes Nordal Kristján Karlsson Ragnar Jónsson, ábm, Tómas Guðmundsson I DEIGLUNNI Um það leyti, sem þetta hefti kemur til lesenda verður kosningabaráttunni að ljtika eða kosn- ingar nýafstaðnar. Eins og venjulega virðast úr- slitin aldrei jafntvísýn eins og rétt áður en þau koma. En hver sem þau kunna að vera bendir allt til þess, að með kjöri hins fyrsta Alþingis samkvæmt nýju kjördæmaskipuninni muni verða þáttaskil í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Ætla má, að þar muni fara saman áhrif hins breytta kosningafyrirkomulags á afstöðu og starfshætti þingmanna og umflýjan- legt uppgjör við stefnu undanfarinna ára, sérstak- lega í efnahagsmálum. í rauninni hafa deilurnar um kjördæmamálið orðið til þess, að afstaðan til verka vinstri stjórnarinnar hefur ekki orðið sá brennipunktur stjórnmálabaráttunnar, sem við + • hefði mátt búast fyrir ári síðan. Á hinn bóginn hef- ur það hlé, sem orðið liefur á hinni venjulegu bar- áttu um efnahagsmálin vegna kjördæmabreyting- arinnar, gefið mönnum meira tóm en ella til að íhuga málin og marka sér stefnu. Vinstri flokk- arnir hafa hrist af sér hlekki samábyrgðarinnar og hver um sig tekið afstöðu til verka vinstri stjórnarinnar í samræmi við hugarfar sitt. Og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur vegna stuðnings við stöðv- unarstefnu ríkisstjórnarinnar komizt í nánari snert- ingu við þau vandamál, sem við er að etja og

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.